Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.2008, Síða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.2008, Síða 27
DV Bíó MÁNUDAGUR 7.JANÚAR 2008 27 Jón Atii Jónasson Kvikmyndin Brim verður tekin upp á árinu, en hún er gerð eftir leikriti Jóns Atla. Árið 2007 var gott bíóár hjá íslendingum. Sjö íslenskar kvikmyndir voru frumsýnd- ar og mikið var um dýrðir. Á árinu 2008 verða sex kvik- myndir til viðbótar frum- sýndar og líklega fara fimm aðrar í framleiðslu. Arið 2008 verður afar viðburðaríkt í íslenskri kvikmyndagerð. Alls hefur Kvikmyndamiðstöð fslands gefið fimm verkefnum vilyrði fyrir framleiðslustyrkjum á árinu og þykir líklegt að öll þau verkefni fari í framleiðslu. Eru það verkefnin Brim í leikstjórn Arna Úlafs Asgeirssonar, The Good Heart í leikstjórn Dags Kára.ReykjavíkWhaleWatchingMass- acre í leikstjórn Júlíusar Kemp, Hátíð í bæ í leikstjórn Hilmars Oddssonar og Baldur í leikstjórn Roberts I. Douglas. Styrkirnir sem verkefnin hljóta eru misháir, hæsta styrkinn fær kvikmynd Dags Kára, The Good Heart, en bandaríski leikarinn Paul Delano er orðaður við aðalhlutverk hennar. Næsthæsta styrkinn, 56,5 millljónir, hlýtur Brim, sem byggð er á samnefndu leikriti eftir Jón Atla Jónasson sem vann Grímuverðlaunin fyrir stykkið og einnig hlýtur Baldur eftir Róbert Douglas jafnháan styrk. Athygli vekur að tvær myndir sem fá styrk eru með ensku tali, The Good Heart og Reykjavík Whale Watching Massacre, og hljóða styrkir þeirra samtals upp á 115 milljónir íslenskra króna. Fimm myndir frumsýndar á árinu Árið 2007 voru sjö myndir frum- sýndar, Syndir feðranna, Veðramót, Astrópía, Foreldrar, Embla, Heima og Duggholufólkið. Er það í takt við frumsýningar fýrri ára, en að öllu jöfnu koma út á bilinu 5 til 6 íslenskar myndir á hverju ári. Árið 2008 verður engin breyting þar á en allavega sex myndir verða frumsýndar á árinu. Þar á meðal eru Stóra planið eftir Ólaf Jóhannesson, Heiðin eftir Einar Þór Gunnlaugsson, Skrapp út eftir Sólveigu Anspach, The Dark Floors - Lordi the motion Picture eftir Pete Riski, Reykjavík - Rotterdam eftir Óskar Jónasson og síðast en ekki síst Brúðgumi Baltasars Kormáks sem byggist á sömu sögu og leikritið ívanoff sem er nú í sýningum í Þjóð- leikhúsinu. Rokland, Gauragangur og Öðruvísi dagar Fjölmargir handritshöfundar fengu styrki á árinu til þess að þróa sín verkefni lengra. Athygli vekur að fjöldinn allur af bókum stefnir nú óðfluga á hvíta tjaldið. Þar á meðal Gauragangur Ólafs Hauks Símon- Óskar Jónasson Sýnir kvikmyndina Reykjavfk- Rotterdam næsta haust. arsonar, Öðruvísi dagar Guðrúnar Helgadóttur og að lokum Rokland Hallgríms Helgasonar. Var það ein- róma álit gagnrýnenda þegar Rok- land kom út að aðalhetjan, Böddi Steingríms, myndi sóma sér vel á hvíta tjaldinu og verður gaman að sjá hvort hann endi þar. dor'máv.ís Cfjllglll (1 Sundance Söngkonan l’atii Smitli og forsprakki hljónisveitarinnar Crovvded I Iouse og Tim I'inn, hala verið bókuð sem aðaltónlistáratriðin á Stmdance- kvikmyndahátíðinni sem frant fei 17. til 27. jamiar i Utah. Meðtil annarra tónlisturmanna sem stíga á svið á hátíðinni eru Sca Wolf, Missy I liggins, lessica 1 Ioop og Sondre l.erche. Á hátíðinni munu einnig verða sérstakir tónleikar sem kallast Celehiation ol Musicand Hlin. Á þcim koma fram tónlistarmenn sem eru tengdir myndum sem sýndar eru á hátíöinni. Til að mynda verður mynd l’atti Smith, Drcam of l.ife, sýnd á Sundance. Leikur iorseia I'regnir lierma að I Iarrison hord nnmi lcika varaforsetunn Andrew Johnson í myndinni I.incoln sem Steven Spielherg leikstýrir. Myntlin gerist í valdatíð Ábrahams I.incoln en Andrevv tók við emhætti forseta þegar l.incoln var myrtur. I.iam Neeson helur staðfest þátttöku sína í myndinni og nnm leika Lincoln sjálfan en óljóst er hvenær framleiðsla hennar hefsl |kii sem Spiclberg er nú að leggja lokahönd á lndiana Jones I og nuin gera myndina Chicago 7 í millitiðinni. í lausu loftl likki er v íst hvemer framhaldið af Superman Relurns verður liliniið en allar líkureru á að tiiluverð frcstun verði þar á. Ásueðan er verkl'ail handritshöfunda og myiulin Justicc l.eaguc. I lún fjallar einmitt um hóp hcls.ni oliirhetjanna og þar á meðal Superman. Warner Brothcrs framleiðir háðar myndirnar og er sagl vilja leggja meiri áherslu á að kJára lusticc I.eague fyrst. Tónlistartímaritiö Rolling Stone valdi lagið Roc Boys með Jay-Z besta lag síðasta árs: Jay-Z meö besta lagið 2007 Tónlistartímaritíð Rolling Stone sem er það þekktasta sinnar tegund- ar í heiminum hefur valið lagið Roc Boys með rapparanum Jay-Z besta lag ársins 2007. Lagið er að finna á plötunni American Gangster sem er að margra matí ein af bestu plötum síðasta árs. Jay-Z samdi plötuna eft- ir að hafa séð samnefnda mynd eft- ir Oliver Stone sem skartar Denzel Washington og Russel Crowe í aðal- hlutverkum. Listinn samanstendur af 100 bestu lögum ársins að matí Rolling Stone en í öðru sætí er gamla brýnið Randy Newman með lagið A Few Words in Defense of Our Country. Lagið er pólítfsk ádeiia á heims- valdastefnu Bandaríkjanna og hefur verið mjög vinsælt vestra. í þriðja sætí er svo heitasta poppstjarnan um þessar mundir, Rihanna, með lagið Umbrella. asgeir@dv.is Jay-Z mcö lag ársins Var hættur en sá sig tilneyddan til að gera plötu eftir að hafa séð myndina American Gangster. Bestu löqin 2007 að mati Rolíing Stone 1. Roc Boys - Jay-Z 2. A Few Words in Defense of Our Country - Randy Newman 3. Umbrella - Rihanna 4. D.A.N.C.E.-Justice 5. FourWinds-BrightEyes 6. Dough Is What I Got - Lil Wayne 7. Rehab - Amy Winehouse 8. LongWalkHome-Bruce Springsteen 9. Boyz - M.I.A. 10. Intíl Player's Anthem - UGK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.