Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.2008, Side 13
g get ekki bent nákvæm-
lega á hvað heillar en það
er eitthvað mjög prímitívt
við þetta sport," segir Freyr
Ingi Bjömsson, formað-
ur Islenska alpaklúbbsins.
Hann segir að í klifrinu felist ákveðin
ögrun. „Það er náttúrulega mjög apa-
legt að klifra upp frosna fossa en á sama
tíma ögrar þú sjálfum þér og nánasta
umhverfi. Þessar axir og mannbrodd-
ar gera líka eitthvað fyrir egóið sem ég
get ekki útskýrt," segir hann glaður í
bragði.
Freyr segir ísklifur aftur á uppleið
eftir nokkur stöðug ár. „Það varð mikil
aukning í þessu sporti árin 1995 til 98
en síðan þá hefur fjöldi þeirra sem iðka
þetta sport staðið í stað. Ég veit ekki
hvað veldur en það virðist vera upp-
sveifla aftur núna," segir hann.
Árshátíð fram undan
Dagana 22. til 24. febrúar verður
nokkurs konar árshátíð ísklifursmanna
haldin. „Við sem stundum þetta sport
höfum það að reglu að hittast einu
sinni á ári og klifra saman. Þetta er
eins konar ísfestíval. Vegna þess hve
fámenn við emm sem stundum þessa
íþrótt er það yfirleitt þannig að menn
klifra einir. Þess vegna er sérstaklega
gaman þegar allur hópurinn hittist
og kliffar. Þetta höfum við gert í tíu
ár en í fyrra fómm við í Köldukinn í
Skjálfandaflóa. Mætingin var alveg
frábær en til okkar komu nokkrir af
fremstu ísklifrurum í heiminum," segir
Freyr sem telur að heimsókn þeirra eigi
stóran þátt í vaxandi áhuga á ísklifri.
„Festivalið í ár verður haldið í Bemfirði
á Austfjörðum," segir hann.
Um hundrað ísklifrarar á landinu
ísklifur er fremur fámennt sport á
íslandi enn sem komið er. Landið þyk-
ir þó gott til klifurs. „Klifrararnir sem
komu hingað í fyrra sögðu að ísland
væri sannkölluð paradís ísklifrara. Þeir
vom heillaðir af því sem náttúran hafði
upp á að bjóða," segir hann en heldur
áffarn. „Erlendis em menn vanir því að
þurfa að slást um svæði tíl að klifra á, en
hér má auðveldlega finna fyrsta flokks
ósnortin svæði til kliffa á."
íslenski alpaklúbburinn stend-
ur reglulega fýrir námskeiðum fyr-
ir byrjendur í ískliffi. „Við vorum með
tvö námskeið í janúar; byijendanám-
skeið og svo ffamhaldsnámskeið. Það
er æskilegt að hafa lokið þeim nám-
skeiðum áður en þú ferð að kliffa á
eigin ábyrgð," segir Freyr en bætir við.
„Við höfum líka verið með hugmyndir
um að lýsa upp einn fossinn í nágrenni
Reykjavíkur og halda þar kvöldklifur.
Þá gætu bæði byrjendur og vanir hist
og átt skemmtilega stund saman," segir
Freyr að lokum en virkir kliffarar á Is-
landi em um hundrað talsins.
L\ i
‘11
Freyr Ingi Björnsson, formaður
íslenska alpaklúbbsins, segir
vinsældir ísklifurs aukast.
ISKLIFRARA
www. visitakureyri.is
- ■ www.akureyri.is m
Akureyri
www. visitakureyri.is
o Hafnarstræti 82 • 600 Akureyri • Sími 550 0720
UÓSMYNDARI: GUÐLAUGUR INGI GUÐLAUGSSON KLIFRARI: BJÖRGVIN HILMARSSON