Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.2008, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.2008, Blaðsíða 17
DV Sport MIÐVIKUDAGUR 23. JANÚAR 2008 17 Leysti skyttuna vel Guðjón Valur var einn fárra leikmanna íslands með lifsmarki ekki of stórt. Alfreð var farinn að skipta mönnum út af og hugsa til morgundagsins. Þjóðverjarnir röðuðu inn mörkum úr hraðaupphlaupum eftir að hafa unnið boltann auðveldlega í vörninni eða eftir markvörslu Hennings Fritz sem kom sterkur inn fyrir Þýskaland. Átta marka tap staðreynd og er ljóst að draumurinn um undanúrslit er endanlega búinn. Ólympíudraumurinn lifir þó enn en liðið verður að spila mun betur eigi það að takast. Heins grét og Norðmennirnir sáu um undirspilið Þegar öllu er á bominn hvolft var Þýskaland mun betra liðið í leiknum en það íslenska fékk litía hjálp frá norskum dóm- urum leiksins. Enga réttara sagt. Þýska liðið fékk víti og tveggja mínútna brottvísanir á fs- land en hinum megin á vellinum var sagan allt önnur. Nákvæmlega eins brot Þjóðverja virtust alltaf vera lög- leg og dómararnir lém kvartanir ís- lensku strákanna eins og vind um eyru þjóta. Hárprúða skyttan, Pascal Heins, lá í gólfinu hvað eftir annað og í þau fáu skiptí sem ekki var dæmt brot stöðv- uðu dómararnir leikinn til að hlúa að Heins og stöðvuðu þar af leiðandi hraðaupphlaup fslands. Norska par- ið skánaði þó mikið í seinni hálfleik og verður ekki kennt um tapið. Erfitt að sjá forskotið fuðra upp Snorri Steinn Guðjónsson var myrkur í máli eftir leik og sagði byrjun íslenska liðsins í leiknum í takt við mótið. „Við ætluðum ekki að byrja svona í leiknum en þessi byrjun endurspeglar margt annað í þessari keppni hjá okkur. Það er erf- itt að gefa skýringar á svona byrj- un en við höfum leikið illa í þessari keppni og þetta er í takt við ann- að sem er í gangi hjá okkur eins og sóknarleikinn til dæmis. Vörnin fer samt aðeins að halda í leiknum og kannski í fýrsta skipti í mótinu var sóknarleikurinn á þeim hraða sem hann getur verið. Guð- jón Valur og Óli komu í skyttustöð- urnar og fundu sig vel. Þjóðverjarn- ir réðu illa við þeirra hraða og svo virtist að hafa þá tvo á aðeins hærra tempói gaf okkur færi á að koma að- eins til baka. Það var hins vegar ekki nóg í dag. Við lögðum mikið í að vinna upp forskotið þeirra og þegar maður sá það fuðra upp fór vindurinn svo- lítið úr mönnum. Þessi keppni er búin að vera erfið hingað til og það er erfitt að kyngja þessu." Stórskyttan, Pascal Heins, var öllu hressari þegar DV talaði við hann eftir leik. „f fyrstu leikjunum okkar vorum við ekki líkir sjálfum okkur. Sóknarleikurinn var hægur og við skutum illa. f dag tókst okk- ur samt að opna betur fyrir mig og Holge Glandorf fyrir utan og þá fóru skotin að liggja í netinu. Við erum ekki að spila næst- um jafnvel og við gerðum á heims- meistaramótinu í fyrra. Heimavöll- urinn skipti þar gífurlegu máli og þetta lið er ekki líkt því sem var þá. Við unnum samt í dag og eigum eft- ir tvo leiki sem við ætlum að sigra í og koma okkur í undanúrslit," sagði Heins kátur að lokum. Byrjunin skandali „Byrjunin hjá okkur var skand- all og nokkuð sem á ekki að sjást hjá landsliði. Það má segja að leikurinn hafi tapast þar," sagði Ólafur Stef- ánsson við DV eftir leik. Ólafur lék með þrátt fyrir verk í læri og reyndi sitt allra besta. „Við sýndum smá karakter í seinni hálfleik og sýndum úr hverju við erum gerðir en sá kafli var allt of stuttur," Ólafur hélt að það hefði verið auðvelt fyrir menn að peppa sig upp í svona leik. „Fyrir þennan leik sérstak- lega hefðum við átt að vera mjög stemmdir. Ég hélt líka að hver og einn væri tilbúinn í leikinn en auðvitað get ég ekki farið inn í hausinn á öðrum. Mótiveringin var sú að vinna þrjá leiki og kom- ast í undanúrslit en nú er það búið. Stefnan er núna að vera með smá sjálfstraust í næstu tvo leiki og reyna að ná sæti til að komast í undankeppni Ólympíuleikanna. Við þurfum að taka góða kaflann í dag með okkur í næsta feik og spila þannig í að minnsta kosti 45 mínútur ætlum við að vinna ein- hverja leiki," sagði Ólafur. Tottenham lagði Arsenal 5-1 í undanúrslitum deildarbikarsins: KENNSLUSTUND Á WHITE HART LANE Tottenham tryggði sér farseðilinn í úrslitaleik deildarbikarkeppninar þegar liðið lagði Arsenal í undanúrslitum 5-1. Tottenham- menn fóru hreinlega á kostum framan af leik og hefðu getað unnið enn stærri sigur. Leikurinn fór fjörlega af stað og fyrsta mark leiksins kom strax á 3. mínútu þegar Jermaine Jenas skoraði sitt annað mark í viðureign félaganna með góðu skoti. Hann skoraði einnig í fýrri leik liðanna. Arsenal-menn voru með sterkara lið en oft áður í keppninni þar sem Arsene Wenger hefur gjarnan stillt upp varaliðinu en Gallas, Hleb og Fabregas spiluðu megnið af leikn- um. Á 25. mínútu varð Daninn sterki Bendtner fyrir því óláni að skalla knöttinn í eigið net eftir aukaspyrnu. Stuttu síðar fékk Berbatov gullið marktækifæri til þess að skora þriðja markið en skaut í stöngina eftir að hann komst einn í gegn. Arsenal ógnaði marki Tottenham sjaldan í fyrri hálfleik en heimamenn voru sterkir í vörninni og beittu skyndisóknum þegar færi gafst. Síðari hálfleikur var ekld nema þriggja mínútna gamall þegar Robbie Keane skoraði sitt 101. mark fyrir Tottenhameftirglæsilegaskyndisókn. Lennon gaf góða stungusendingu á frann sem skoraði með góðu skotí. Arsenal-menn vissu ekki hvaðan á sig stóð veðrið og settu Adebayor inn á. Strax í næstu sókn eftir þriðja mark Tottenham skallaði Bendmer í slána og færin virtust falla af himnum ofan líkt og regndropar. Á 60. mínútu gerðu Tottenham- menn endanlega út um leikinn með vel útfærðri skyndisókn. Lennon hóf sóknina með sendingu og geystist fram þar til hann fékk boltann að nýju einn gegn Fabianski og áttí ekki í vandræðum með að skora. Adebayor minnkaði muninn á 70. mínútu með góðu skoti. Það var hins vegar of seint í rassinn gripið og niðurlæging Arsenal var fullkomnuð þegar Malbranque stráði salti í sárin með marki á lokamínútunni. Þetta var fýrsti sigur Tottenham á Arsenal síðan árið 1999 og óhætt er að segja að hann hafi komið á góðum tíma. Tottenham mætir annaðhvort Chelsea eða Everton í úrslitum. Síðari leikur þessarra liða fer fram í kvöld en Chelsea-menn leiða 2-1 fyrir leikinn sem fram fer á Goodison Park, heimavelli Everton. vidar&dv.is Fimmfaldur fögnuður Tottenham rúllaði yfir Arsenal 5-1. Redknapp vill Crouch Harry Redknapp, framkvæmdastjóri Portsmouth, leitar nú logandi Ijósi að nýjum leikmönnum sökum mikils brotfalls úr leikmanna- hópnum vegna Afríkukeppn- innar. Draumaleik- maður Redknapps er Peter Crouch sem hann segir tilvalinn fyrir sóknarlínu liðsins.„Mér líkar við Peter Crouch og hann kæmist (liðið hjá mér í hverri viku. Ég veit hins vegar ekki hvort Liverpool er til í að selja hann. Hann gerði góða hluti þegar hann var hjá Portsmouth og hann er mjög góður náungi sem gott er að vinna með," segir Redknapp. Aston Villa og Newcastle hafa sýnt áhuga á því að kaupa kappann auk Ports- mouth. Litmanen til reynslu hjá Fulham Gamla brýnið Jari Litmanen ertil reynslu hjá enska úrvalsdeildarliðinu Fulham þessa dagana. Roy Hodgson, framkvæmdastjóri Fulham, hefur löngum verið aðdáandi Litmanens en hann er 36 ára og spilaði vel með finnska landsliðinu sem Hodgson hefur þjálfað _ _ ^55, undanfarin ár. „Viðmunum taka ákvörðun eftir að hann er búinn að vera hér til reynslu. Ég er mjög bjartsýnn á að hann geti hjálpað okkur í baráttunni gegn falldraugnum," segir Hodgson. „Sjálfur er Litmanen tilbúinn að koma aftur í ensku knattspyrnuna. „Roy hringdi í mig og veitti mér tækifæri til að koma, ég tók þv( fegins hendi," segir Litmanen sem verður 37 ára í febrúar. Cousin vill til Fulham Rangers neitaði í fyrradag tilboði frá Fulham (Daniel Cousin en hann er ekki sáttur við þær málalyktir og vill fara frá skoska félaginu.„Daniel vill fara og það er félaganna að finna kaupverð sín á milli," segir Willie McKay umboðsmaður Cousins.Talið erað boð Fulham hafi verið upp á 2 milljónir punda, eða 262 milljónir íslenskra króna, en Walter Smith, stjóri Rangers, vill fá í það minnsta 3 milljónir punda fyrir kappann, eða 393 milljónir króna. Cousin fór til Rangers frá Lens í fyrra og hefur skorað 8 mörk (17 leikjum fyrir bláa helming Glasgow-borgar. Cousin er þrítugur og leikur sem sóknarmaður. Baros til Portsmouth? UmboðsmaðurTékkans Milans Baros segir að Portsmouth sé á höttunum eftir kröftum sóknarmanns- ins sterka. Baros hefur átt erfitt uppdráttar hjá Lyon.f Frakklandi og raunar hefur fátt gengið upp síðan á EM 2004. „Ég er þegar búinn að afhenda forráðamönnum Lyon opinbert tilboð frá Portsmouth í hann og við bíðum viðbragða frá þeim," segir Paska sem er umboðsmaður Baros. Hjá Portsmouth gæti Baros hitt fyrir landa sinn Patrik Berger en líkur eru á þv( að hann fari til félagsins frá Aston Villa á næstunni. Berger verður samningslaus (sumar en taliö er að Harry Redknapp, stjóri Portsmouth, viiji tryggja sérTékkann áður en samningur hans rennur út (sumar. Hann hefur verið á stanslausu flakki s(ðan hann sló (gegn á EM 2004 og var keyptur til Liverpool. Þaðan fór hann til Aston Villa og svo á bekkinn (Frakklandi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.