Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.2008, Side 19
DV Vetrarsport
MIÐVIKUDAGUR 16. JANÚAR 2008 17
„Það hefur verið opið undanfarið
og ísdorg er í boði á meðan veður
leyfir," segir Trond Eksund, einn
umsjónarmanna Reynisvatns. Vatn-
ið hefur um árabil verið einn helsti
veiðistaður borgarbúa yfir sumar-
tímann en þar má einnig veiða að
vetri til. „Ég sé um vatnið ásamt
Wolfgang Pomorin og við erum að
vinna að því að bæta aðstöðuna og
hafa þetta opið allan ársins hring,"
segir Trond en undanfarið hefur
fólk stundað þar ísdorg þegar ísinn á
vatninu er nægilega traustur.
Treysta viðskiptavinum
Trond segir að hann og Wulfgang
reyni að vera við vatnið þegar þeir
geta en hafi þó leyft fólki sem hefur
veiðileyfi að veiða í vatninu þó svo að
þeir séu ekki á svæðinu. „Við treyst-
um nú fólki alveg til þess að vera
heiðarlegt og veiða bara sé það með
veiðileyfi. Enda eru þau á mjög hag-
stæðu verði og lítil ástæða til þess að
reyna að svíkjast undan," segir Trond
en leyfið kostar aðeins 4.000 krónur
og fyrir það má veiða fimm fiska sem
eru yfir einu pundi. „Það eru engin
tímamörk á leyfunum heldur gilda
þau bara svo lengi sem fiskur er eft-
ir á þeim."
Trond segir aðstæður undanfarið
hafa verið góðar fyrir ísdorg, ísinn sé
vel mannheldur. „ísinn er rúmlega
20 sentímetra þykkur um þessar
mundir," en Trond segir misjafnt
hversu duglegt fólk sé að stunda ís-
dorgið.„Starfsmennrússneskasendi-
ráðsins hafa til dæmis verið duglegir
við að heimsækja okkur." Trond tekur
þó fram að öruggast sé fyrir fólk að
hafa samband við þá féíaga upp á
hvernig staðan sé á ísnum en hægt
er að finna símanúmerið í símaskrá
undir „Reynisvatn".
Þolinmæði á ísnum
Trond segir að ísdorg sé öðruvísi
veiði en sú hefðbundna og að hún
krefjist meiri þolinmæði. „Fiskurinn
er aðeins latari f kuldanum en það er
fín veiði ef fólk sýnir þessu bara þol-
inmæði," segir Trond og mælir með
því að fólk komi vel búið í veiðina.
„Það borgar sig að koma með ábreiðu
eða eitthvað til að liggja á eða sitja á
á ísnum því annars verður kalt mjög
fljótt."
Trond segir sleggjur og bor vera
á staðnum til þess að gera göt á ís-
inn en til að hafa varann á borgi sig
að láta þá Trond og Wulfgang gera
götin. „Við eigum fi'nan bor en oft-
ast er bara fljódegra að nota sleggj-
una," segir Trond að lokum og von-
ast hann til að ísinn haldist traustur
fram eftir vetri því að ísdorg sé af-
slappandi og skemmtílegt sport sem
allir geti stundað. asgeir@dv.is
Skortur á starfsfólki hefur plagað skíðasvæðin mikið undanfarið en útlit er fyrir bjartari tíma:
MJÚKT FÆRIOG MIKILL SNJÓR
„Færið hefur verið mjúkt og það hefur
verið mikill snjór," segir Magnús Ámason,
ffamkvæmdastjóri skíðasvæða höfuðborg-
arsvæðisins. „Það hefur reyndar verið svo vont
veður núna eftir helgi að það hefúr ekkert verið
opið," segir Magnús en aðspurður hvernig
aðstæður séu memar svarar hann: „Við erum
með vindmæli og svo sjáum við hvernig
lyftumar sveiflast. Ef þær sveiflast mikið
springur öryggið."
Skíðasvæðið í Bláfjöllum hefúr þurft að
glíma við mikla manneklu upp á síðkastíð
en að sögn Magnúsar hefur verið erfitt að
halda lyftunum opnum því það vantar fasta
starfsmenn við lyfturnar. „Við vomm með
takmarkaða opnun vegna þessa í síðustu viku
en náðum að opna vel um síðustu helgi og nú
er útíit fyrir að við náum að ráða fleiri fasta
starfsmenn sem auðveldar opnun til muna.
Sökum manneklu höfum við ekkert haft opið
í Skálafelli í tvö ár," segir Magnús en áhersla
er lögð á skíðasvæðið í Bláfjöllum. „Það er
mun auðveldari færð í Bláfjöllum en okkur
langar tíl að leggja meiri áherslu á Skálafell
og stefnum að því hægt og rólega að ná inn
nægilegri þekkingu og traustum mannskap til
að geta haft jafnmikið opið á báðum stöðum.
Þetta em mjög ólflc skíðasvæði og með ólíkan
stfl. Skálafell hentar oft fjölskyldufólki betur þar
sem brekkurnar em jafnari og ekki jafnbrattar
og kannski í Bláfjöllum. En auk þess em þetta
ólflc svæði að veðurfari, það getur verið brjálað
veður í SkálafeUi en gott í Bláfjöllum og svo
öfugt," segir Magnús að lokum.