Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.2008, Side 30
30 MIÐVIKUDAGUR 23. JANÚAR 2008
Slðast en ekkislst DV
Þessi skrípaleikur og valdagræðgi
borgarfulltrúa Reykjavíkur hefur
gengið allt of langt. Segjum lands-
byggðarflótta stríð á hendur og
flýjum fjandans höfuðborgina. Það
er fullt af spennandi kostum í stöð-
unni, allt í kring. Það má til dæmis
flytja tíl Raufarhafnar og stofna
krá. Það mættí flytja til Flateyrar og
stofna tölvufyrirtæki. Það mætti jafn-
vel flytja upp á Skaga og setja aukið
púður í Sementsverksmiðjuna.
Nú þegar þrengir að buddunni
er nauðsynlegt að velta rækilega
fyrir sér öllum útgjöldum. Ekki er
nóg að velta þeim fyrir sér, held-
ur þarf að draga úr öllum mögu-
legum útgjöldum. Seðilgjöld og
annan óþarfa pappír er vel hægt
að afþakka. Gluggapóstur heyrir
sögunni til, ef þú aðeins berð þig
„ eftír því. Afþakkaðu gluggapóst og
greiddu þína reikninga á netinu.
Það er ódýrara.
Það er nú eða aldrei að redda sam-
bandinu sem hefur farið versnandi
nú í skammdeginu. Keyptu flug og
miða fýrir tvo á leik í enska boltan-
um og láttu drauma hans rætast.
Hann mun aldrei gleyma þeirri
gjöf. Passaðu bara að hafa húsið
hreint og mat í fsskápnum þegar
strákamir koma tíl baka. Pottþétt
gjöfhanda bóndanum... ogbesta
vini hans.
EKKIEINSOG LAMB
TILSLÁTRUNAR
Margrét Sverrisdóttir
hefur verið í eldlínunni síðustu
daga vegna nýs meirhluta. Hún
neitar samstarfi við starfsfé-
laga sinn til átta ára, Ólaf F.
Magnússon.
Hver er konan?
„Ég er pólitíkus, íslenskufræðingur að
mennt, gift, á tvö uppkomin böm og
tíkina Blöndu."
Hver eru þín áhugamál?
„Ég hef alltaf haft mildnn áhuga á fé-
lagsstörfum, bókmenntum og ís-
lenskri náttúm."
Uppáhaldsstaður?
„Kirkjubær við Skutulsfjörð á ísafirði."
Besti matur?
„Humar."
Hvert er uppáhaldshúsverkið?
„Ætli það sé ekki bara eldamennsk-
an."
Hvernig hljómar draumadagur í
þínu lífi?
„Á draumadegi væri ég í veiði með
fjölskyldu og vinum, það væri alsæla,
ef alsæla er tíl."
Af hverju ert þú stoltust?
„Börnunum og stórfjölskyldunni."
Kom aldrei til greina að vinna
með Ólafi F. Magnússyni?
„Jú, það hefði svo sannarlega kom-
ið tíl greina enda er ég búin að vinna
með manninum í átta ár. Við höfum
átt mjög farsælt samstarf. Ég læt bara
ekki leiða mig eins og lamb tíl slátrun-
ar. Mér fannst hann ekki vinna þetta
eðlilega."
Hver eru markmið þín ef nýi
meirihlutinn fellur?
„Ég hef ekki sett mér markmið svo
langt fram í tímann, núna geri ég það
sem hjartað og hugur minn segir mér
að sé rétt. Það verður svo bara að koma
í ljós hvort svo sé. Ég er eflaust ekki að
velja auðveldustu leiðina. Það hefði
verið miklu auðveldara að þiggja allar
nefndir og ráð sem mér hugnuðust. "
Ert þú orðin þreytt á
pólitískum átökum?
„Núna í augnablikinu er ég það en
þetta er eins og lífið. Það eru oft átök
í lífinu sjálfu. Ef maður er hins vegar
sáttur við sjálfan sig er maður sáttur
við lífið. Þannig verð ég líka að hugsa
pólitíkina. Ég þarf að geta sofið á
nóttunni."
Sérð þú eftir því að hafa
yfirgefið Frjálslynda flokkinn?
„Nei, ég hef aldrei iðrast þess. Ég
sagði reyndar að þeir hefðu far-
ið frá mér því flokknum var rænt
á glundroðalandsþingi, ef fólk er
búið að gleyma því."
Fyrir hvað standa Vestfirðir í
þínum huga?
„Ótrúlega náttúrufegurð og frá-
bært fólk, svo get ég alltaf sótt í
mikla orku og frið á Vestfjörðum.
Yndislegur staður."
A/IAÐUR
DAGSINS
Hvar ætlar þú að vera í ellinni?
„Ég er til í að vera hvar sem er í heim-
inum, bara ef mínir nánusm eru mér
nærri."
Hver er draumurinn?
„Mig dreymir um að verða ofboðslega
skemmtileg og vinsæl amma, með bók
í hönd. Svo dreymir mig líka um að geta
sinnt áhugamálum mínum betur."
SWDKOKX
■ Hafnfirska rokksveitín Botn-
leðja er á meðal þeirra hljóm-
sveita sem leika á Látíð í bæ
sem fer fram á Sirkus um helg-
ina. Ekkert
hefur spurst
frá sveit-
inni í lengri
tíma eða
frá því að
þremenn-
ingarnir
tóku þátt í
forkeppni
Eurovision
á sínum tíma. Flestír töldu að
dagar sveitarinnar væru taldir
en þessi tíðindi gefa aðdáend-
um sveitarinnar vonarneista
um að Botnleðja rísi upp frá
dauðum.
■ Þótt handboltalandsliðið
okkar sé ekki upp á sitt besta
hefur umfjöllun íslenskra
fjölmiðla um mótið aldrei
verið meiri. Það er ekki síst
fyrir vefsíðuna ibliduogstridu.
is. Ein skemmtileg nýjung er
vídeóhornið á síðunni þar sem
Auðunn Blöndal fer á kostum.
Um daginn samdi hann þannig
við Sigfús
Sigurðsson
að ef
íslendingar
töpuðu fyrir
Svíum fengi
Auðunn að
rassskella
Sigfús. Það
varð úr
og Auddi
flengdi Sigfús. Þar er hins vegar
aðeins hálf sagan sögð þar sem
Sigfús fékk að flengja Audda
fyrir sigurinn á Slóvökum.
Skellurinn frá Fúsa var slíkur
að stórsá á botninum á Audda
og sandkornsritara er til efs að
hann geti setið það sem eftir
lifir móts.
■ Auðunn hefur drýgt fleiri
strákapör í þágu síðunnar.
Reyndar lét hann sinn
hundtrygga aðstoðarmann,
Ofur-Huga, vera fórnarlamb
Einars Hólmgeirssonar
sem í daglegu táli er kallaður
grjótkastarinn. Hugi sneri
baki í Einar og Einar dúndraði
boltanum á um 100 kílómetra
hraða á
klukku-
stund, svo
drundi í
beru bakinu
á Huga, sem
lá óvígur
eftir. Auddi
hló dátt og
innilega en
tóksjálfur að
sér að kenna Snorra Steini að
taka vítaköst. Fleiri myndbönd
í þessum dúr má finna á
síðunni ibliduogstridu.is.
fy..i
t.xS
IWI
i$ik B5
DV er
aðgengilegt
á dv.is og
kostar
netáskriftin
1.490 kr.á
mánuði
HINN DAGINN