Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.2008, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.2008, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 5. FEBRÚAR 2008 Fréttir DV ráðherrans Þórunn Sveinbjamardóttir umhverfisráðherra er í mótsögn við sjálfa sig þegar hún vill fá undanþágu fyrir mengun flugvéla en berst gegn framlengingu íslenska ákvæðisins í Kyoto- sáttmálanum. Þetta sagði Siv Friðleifsdóttir, þingmaður Fram- sóknarflokks, á Alþingi í gær. Hún sagði skrýtið að berjast gegn ákvæði til notkunar end- urnýjanlegra orkugjafa á sama tíma og Þómnn vildi undanþágu til að brenna kolefnaeldsneyti. Þórunn hefúr sagt að hún vilji undanþágu frá reglum ESB um skatdagningu á mengun fr á flugvélum. Hún sagði á þingi í gær að það væri nauðsynlegt vegna þess hversu mjög Islendingar stóla á flugsamgöngur. Forseti fái aukinvöld Jón Magnússon, þingmað- ur Frjálslynda flokksins, lagði til á Alþingi í gær að á íslandi yrði tekið upp svipað kerfi og í Frakklandi og Bandaríkjunum þar sem forseti yrði jafriffamt forsætisráðherra. Þá nefitdi hann einnig að gera mætti forseta þjóðkjörinn og þá jafnframt forseta Alþingis. Geir H. Haarde forsætis- ráðherra sagði sjálfsagt að velta hugmyndinni fyrir sér. Hann sagði hana vera-meðal þess sem hefði borið á góma hjá stjórnarskrárnefnd. Vill lækkaskattaá rafrænum bókum Virðisaukaskatturinn á vefbók- um, rafbókum, bókum á geisla- diskum og landakortum iækk- ar um helming ef lagafiumvarp Marðar Amasonar, varaþing- manns Samfylkingarinnar, nær fram að ganga. Mörður lagði fr am frumvarp á Alþingi í gær þar sem gert er ráð fyrir að vefbækur, rafbækur, bækur á geisladiski og landakort færist á neðra þrep virðisaukaskatts, eða úr fjórtán í sjö prósent Það er sami skattur og á prentaðar bækur. Bíðureftir Jóhönnu Helgi Vilhjálmsson, bemr þekktur sem Helgi í Góu, hefur í þrjár vikur reynt að fá tíma hjá Jó- hönnu Sigurðardóttur félagsmála- ráðherra, en aðeins er hægt að panta tíma hjá henni á mánudags- morgnum. Helgi reyndi fyrst að fá fund með Jóhönnu eftir að hann keypti auglýsingu í öllum helstu dagblöðum og skoraði á hana að beita sér fyrir lagabreytingum sem gera lífeyrissjóðum kleift að fjárfesta í húsnæði fyrir aldraða. í samtali við DV segist Helgi ætla að reyna aftur að vilcu liðinni. Einar Guðmundsson geðlæknir telur sjúklinga ekki nægilega upplýsta um takmarkanir á þagnarskyldu lækna. Hann telur ennfremur að upplýsingar um geðsjúkdóma eigi ekki að vera bundnar frekaritrúnaði en um aðra sjúkdóma. Sigurður Guðmundsson landlæknir segir samskipti heilbrigðisstarfsfólks við sjúklinga miða að auknu öryggi þeirra. Hann telur ástæðulaust að greina á milli geðrænna og líkamlegra sjúkdóma hvað trúnað varðar. FARIÐ Á BAK VIÐ' GEDFATLAÐA Geðsjúkdómar sér a bati Einar Guðmundsson vill að þagnar- „ skylda lækna sé ríkari þegar um geðræna sjúkdóma er að ræða en sjúkdóma af öðrum toga. I...s8 ERLA HLYNSDÓTTIR blaóomcidui skrifar: eiloo'dv.is „Segja má að farið sé á bak við sjúk- linga og þeir látnir halda að trúnaður læknis sé meiri en innistæða er fyrir," segir Einar Guðmundsson geðlæknir um heimildir lækna til að ræða mál skjólstæðinga sinna við aðra lækna eða heilbrigðisstarfsmenn. Honum finnst mikilvægt að á hverri lækna- stofu hangi plakat með yfirliti yfir allar þær takmarkanir þagnarskyld- unnar sem bundnar eru í lög. Aðeins þannig geti sjúklingar tekið upplýsta ákvörðun um hversu langt hann vill ganga í trúnaði við lækninn. Samskipti í þágu sjúklinganna Sigurður Guðmundsson landlæknir segir eitt af grundvallarskilyrðum þess að geta sinnt sjúklingunrvel sé að upp- lýsingaflæði innan heilbrigðisgeirans sé greitt: „Við teljum ekki að verið sé að ganga á rétt sjúklinga með því að heil- brigðisstarfsfólk ræði mál þeirra sín á milli með það að markmiði að geta veitt þeim sem besta þjónustu. Það er ekki í þágu öryggis sjúklinga að sam- skiptin séu heft frekar." Honurn finnst tal um skerðingu þagnarskyldunnar í þessu samhengi af og frá. Sigurður bendir á að eins og stað- an er nú getur læknir á Borgarnesi sem sendir sjúkling í myndatöku í Reykjavík ekki fengið beinan aðgang að niður- stöðum myndatöku í gegn um gagna- grunn. Því séu miklar takmarkanir enn’ við lýði. Skrá síður viðkvæmar upplýsingar Einar Guðmundsson segist ekki vera í herferð gegn lögunum sem slíkum heldur vilji hann að frávik frá þagnarskyldu séu uppi á borðum. Hins vegar finnst honum að aðrar reglur eigi að gilda um sjúkraupplýs- „Loðin umræða um geðsjúkdóma er engum tilgagns" ingar geðlækna og að þær eigi að vera bundnar meiri trúnaði en upplýsing- ar er varða aðra sjúkdóma. Hann seg- ir að líkleg viðbrögð við þessari skerð- ingu á þagnarskyldunni verði þau að geðlæknar skrifi síður í sjúkraskrár atriði sem kæmu sjúklingum illa ef einhver óviðkomandi kæmist í þær. „Auðvitað mun hættan á því aukast þegar sjúkraskrámar verða rafræn- ar eins og nú er mikill áhugi fyrir hjá sumum læknum," segirEinar. Sigurður bendir á að gagna- grunnur um krabbameinssjúklinga hafi verið starfræktur hér á landi í hálfa öid og við búum því yfir mikilli þekkingu og reynslu þegar kemur að slíkri upplýsingasöfnun. Markmiðið með þeim sé alltaf að bæta hag sjúk- linga og stuðla að frekari rannsókn- um á viðkomandi sjúkdómi. Sætir andlegu mótlæti Sigurður vekur athygli á því að um 20 prósent þjóðarinnar hafa einhverju sinni þjáðst af þunglyndi, sem er geðsjúkdómur. „Efvið setjum vandamál þeirra sem þjást af geð- sjúkdómum í annan flokk en þeirra sem eiga við líkamlega sjúkdóma að etja má segja að við séum enn að auka á fordómana. Sumum geð- læknum finnst að umræðan um geð- ræn vandamál eigi að vera eðlislægt ólík annarri umræðu. En ég spyr, af hverju á hún að vera það? Það er op- inni umræðu um geðræn vandamál síður en svo til framdráttar þegar fólk segist hafa sætt andlegu mót- læti eða sé niðurdregið í stað þess að segja beint út að það hafi gh'mt við þunglyndi. Loðin umræða um geð- sjúkdóma er engum til gagns," segir hann. Þingkonur vilja breyta ráðherra i ráðfru þegar við á: Konur verði ekki karlqerðar í herra Steinunn Valdís Óskarsdóttir, þing- kona Samfylkingarinnar, segir það vera viðtekna skoðun að það sé hall- ærislegt að tala um vinnuálag kvenna og að konur hafi ekki sömu tældfæri og karlar. Steinunn hefur lagt ffarn þingsályktunartillögu þar sem ríkis- stjórninni verður Mð að láta undir- búa breytingar á stjómarskrá og lög- um til að taka megi upp nýtt starfsheiti ráðherra sem bæði kynin geti bor- ið. Hún segir karla hafa verið þá einu sem gegndu ráðherrastöðu á sínum tíma og að stöðuheitið taki mið af því. Meðal þeirra breytíngarhugmynda sem hafi borið á góma er að kvenráð- herrar verði ráðfrúr. — „Kona getur ekki verið herra. Þetta stríðir ekki einungis gegn malvitund heldur er þetta merkingarlega útilok- að á sama hátt og karl getur ekki verið frú," sagði Steinunn Valdís í umræð- um á Alþingi í gær og sagði starfsheiti ráðherra vera ákveðið birtingarform á mismunun. Steinunn Þóra Ámadóttir, þing- kona vinstri grænna, tekur undir skoð- un Steinunnar Valdísar og hugnast vel að starfsheitum verði breytt þannig að konur verði ekki karlgerðar eða karlar kvengerðir. „Þetta verður vonandi til þess að orðsins hljóðan geri ekki að verkum að maður sjái karlmann fyrir sér frekar en konu. Á þeim tíma sem þetta var tekið upp var valdið alfarið í höndum karla og því ekki skrítíð að það væri beintengt Þetta vísar ekki einungis til samfélagsins heldur mót- ar það. Auk þess er drottnunarblær á því og vísar það til stéttaskiptingar," segir Steiminn. Höskuldur Þórhallsson, þingmað- Steinunn Valdís Óskarsdóttir Vill að starfsheiti verði tekið upp sem bæði kyn geti borið. ur Framsóknarflokksins, telur breyt- ingar á starfsheiti ráðherra ekki vera þarft innlegg í jafméttísumræðuna og segir brýnni verkefrtí sem þurfi að leysa á undan. Hann telur vel að kon- ur geti verið ráðherrar og leggur aðra merkingu í orðið en Steinunn. „Þetta er titill sem sýnir í hverju starfið felst. Ég er ekki sammála því að eigi að finna nýyrði sem breyti hundrað ára gamalli hefð," sagði Höskuldur á Alþingi í gær. Ámi Johnsen, þingmaður Sjálf- stæðisflokksins, var meðal þeirra sem tóku undir skoðun Höskuldar. „Það er munur á málffæðilegri samsetningu og merkingarlegri. íslensk tunga hef- ur orðið til á löngum tíma. Hefðin er_ það sterk að fólk kyngreinir ekki orðið ráðherra. Þetta er fallegt orð með virð- ingu og viðurkenningu," sagði Ámi. roberthb@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.