Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.2008, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.2008, Blaðsíða 30
< 30 ÞRIÐJUDAGUR 5. FEBRÚAR 2008 Siðast en ekki slst OV DAGBOK3NMIN Fólkið mun fagna mér Sftjjera (/cufAo/e- Af hverju eru 64% borg- arbúa á móti mér sem borgarstjóra? Hvaða svívirðilegu árásir eru þetta? Það var annars flott hjá mér að segja á RÚV í gær að borgarbúar ættu eftir að fagna þegar verkin fara að tala. Verk mín eru vanmetin í dag, því þau felast í því að halda öllu eins og það er. Það sést ekki beinlínis að ég hafi gert neitt, en ég gerði það samt. Ég kom í veg fyrir að aðrir gerðu eitt- hvað. í framtíðinni þegar allt verður eins og það er í dag á fólk eftir að þakka mér. Sagan er skrifuð af sigurveg- urum og ég er sigurvegari. Með öðrum orðum skrifa ég söguna. Og ég hef ákveðið að endalok sögunnar verði núna. Þess vegna verða húsin að vera eins og þau eru. Götumynd- in má ekki breytast! Við vitum hvað gerist þegar breytingar verða. Munum eftir Rúanda. Og Hiroshima. Þar breyttist allt. Mér finnst flott að sjá flug- vélarnar sveima yfir 19. aldar götumyndinni. Eitthvað svo áhrifaríkt. Það má ekki gerast að ný hús verði byggð á flug- vellinum. Hvar ættu flugvél- arnar þá að lenda? Þetta er barnaleg og ómálefnaleg um- ræða. Ég hef ákveðið að eng- inn megi taka ákvörðun um flugvöllinn. Ég er ánægður með að hafa farið úr Sjálfstæðisflokknum og komið mér upp mínum eigin flokki. Það var ekkert hlustað á mig áður. Fyrst ég er formaður breytir engu þótt flokkurinn á landsvísu hafni mér og þótt aðrir sem eru með mér í flokknum styðji mig ekki. Því flokkurinn, það er bara ég. Þótt fólk vilji mig ekki sem borgarstjóra núna skiptir það ekki öllu. Fólk veit ekki alltaf hvað því er fyrir bestu. Það mun læra að elska mig. SEÐMEÐ AUGUM ! ADRENALÍNIÐVÓ MEIR EN HRÆÐSLAN Kristinn Olgeir ísakson og Daníel Ægir Kristjánsson eltu uppi tvo menn sem rændu bensínstöðina Select í Árbænum nú fyrir helgi. Til stóð að fá sér að borða en þeir enduðu með því að ná ránsfengnum af ræningjunum. Hver er maðurinn? „Kristinn Olgeir ísaksson, betur þekktur sem Krissi." Hvað gerir þú? „Ég er nemandi í Verzlunarskóla íslands." Hver eru þín áhugamál? „Að vera með vinum mínum og spila handbolta með Aftureldingu." Uppáhaldshljómsveitin þín? „Kings of Leon í augnablikinu." Hefurþú búiðerlendis? „Já, ég bjó á Spáni um tíma en þar vann ég sem þjónn á veitingastað." Uppáhaldsstaður? „Mér líður nú bara best í góðra vina hópi hvar sem það er." Uppáhaldshúsverkið þitt? „Það sem ég kann best er að raða hlutum og skipuleggja herbergið mitt, enda með smá fullkomnunaráráttu. Það er allavega mjög fínt í fataskápnum mínum." Besti matur? „Nautalund á Argentína steik- hús." Af hverju ert þú stoltastur? „Ég er mjög stoltur af því að vera hættur að drekka." Neyðarlegasta atvik sem þú hefur lent í? „Það hefur því miður gerst oftar en einu sinni að ég vakni við hlið fjölskyldu minnar uppi á spítala, vitandi ekkert hvað gerðist. Það er neyðarlegt og óheppilegt!" Hvernig varð þér við að ganga inn í vopnað rán? „Þaðgafst einhvern veginn enginn tími til að hugsa um tilfmningar, þetta gerðist svo hratt." Af hverju ákváðuð þið að elta ræningana? „Við gerðum bara það sem okkur þótti rétt þessa stundina og ákváðum að elta ræningjana." Varst þú ekki hræddur? „Nei, adrenalínið vó miklu meira en hræðslan." Hvað voru þeir með mikið þýfi? „Þeir voru með fullan poka af peningum, sígarettum, símainn- eignum og fleiru. Þetta var allt í einni hrúgu." Hvað erfram undan? „Það er leikur í kvöld í handboltan- um síðan er nemó vikan fram undan í f MAÐUR DAGSINS skólanum, svo er sumarbústaðarferð og fleira skemmtilegt á döfinni." Hver er draumurinn? „Flytja út, fara í háskólanám, spila handbolta, eiga góða kærustu, eign- ast fjölskyldu og stofna fyrirtæki eða komast í góða vinnu." SANDKORK ■ Miklir fótboltaáhugamenn sjá um Poppland á Rás 2. Ágúst Bogason er, líkt og faðir hans Bogi Ágústsson, alræmdur KR- ingur á meðan Óli Palii er dygg- ur stuðn- ingsmaður Skagamanna enda alinn sjálfúr upp á Skaganum. Óli Palli hóf Poppland í gær á laginu Skagamenn skora mörkin með Bogomil Font og bakvörðunum í tilefni af því að Snorri Sturluson íþróttafréttamaður er genginn til liðs við RÚV Vafalítið fengur fyrir Óla Palla að fá Skagamann um borð enda varla líft innan um alla KR-ingana. ■ Fjórða sýning á leikritinu Halla og Kári sem nú er sýnt í Hafnarfjarðarleikhúsinu var á sunnudags- kvöldið. Mik- ið var um merka menn og konur á sýningunni en þar mátti meðal ann- ars sjá Felix Bergsson, Baldur Þórhallsson og börn þeirra, rithöfundinn Einar Má og tónlistarmanninn Örv- ar Þóreyjarson Smárason úr múm ásamt konu sinni, leik- konunni Birgittu Birgisdóttur. Mikið var skrafað í hléi, verkið tekið út og sitt sýndist hverjum. ■ Það er gaman að fylgjast með bloggi Egils Helgasonar en hann er einn ttf þeim sem láta fátt ffamhjá sér fara og liggja ekki á skoðunum sínum. Egill veltir nú fyrir sér mótsögnum ríkisins varðandi tóbakslög sem banna reykingamönn- um að reykja á veitingastöð- um. Ríkið selur tóbakið, leyfir tóbaksreykingar á Alþingi en setur almúganum engu að síð- ur þessa kuldalegu reglu. Egill bendir líka á fagurfræðilegan punkt í þessu samhengi en hon- um finnst fátt daprara og ljótara en að sjá fólk reykjandi úti við húsveggi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.