Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.2008, Side 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 5. FEBRÚAR 2008
Fréttir DV
Góðtemplarar
gefa milljónir
Góðtemplarareglan á Akur-
eyri gaf í gær Fjórðungssjúkra-
húsinu á Akureyri fimmtíu millj-
ónir króna. Peningarnir verða
settir í sjóð sem sérstaklega er
ætlaður til kaupa á tækjum til
greiningar á hjartasjúkdómum.
Þetta er stærsta gjöf sem Fjórð-
ungssjúkrahúsið hefur fengið.
„Gjöf okkar til Sjúkrahússins
á Akureyri fylgir sú ósk að hún
komi að sem bestum notum fyrir
fólkið sem þangað leitar," segir
Arni ValurViggósson, stjórn-
arformaður Góðtemplararegl-
unnar.
Flestir sækja í
viðskiptalögfræði
Fjörutíu nemendur útskrif-
ast frá Háskólanum á Bifröst
næsta laugardag. Flestir nemend-
anna útskrifast með BS-gráðu í
viðskiptalögfræði, flmmtán alls.
Næstflestir útskrifast með gráðu í
viðskiptaffæði. Aðeins fjórir nem-
endur útskrifast ffá félagsvísinda-
deild.
Nemendur við Háskólann á
Bifröst eru nú 1.100 talsins og að
undanfömu hefur verið bætt við
námsbrautir skólans. Nú síðast
hófst kennsla í stjórnun heilbrigð-
isþjónustu og næsta haust hefst
kennsla í viðskiptaffæði til BS-
prófs.
Breiðholtshátíð
fyrir aldraða
* Menningarhátíð eldri borg-
ara í Breiðholti hefst á mið-
vikudag og stendur til sunnu-
dags. Tilgangur hátíðarinnar,
sem gengur undir nafninu
Breiðholtshátíð 2008, er að
vekja athygli á menningar-
og félagsstarfi í Breiðholtinu
og gefa eldri borgurum færi á
að koma ffam eða njóta við-
burðanna.
Á dagskrá menningarhá-
tíðarinnar verða meðal annars
sundleikfimi, pottapólitík og
stafganga. Eftir hádegi á mið-
vikudag hyggjast fimm til sex
hundruð eldri borgara víðs
vegar að að taka þátt í leikja-
dagskrá í Austurbergi.
Skriðan af stað
„Um leið og Sjálfstæðisflokk-
urinn og borgarstjórinn opnuðu
veskið á Laugaveginum fór
skriðan af stað og nú sér ekki
fyrir endann á því hvað þessi
meirihluti kemur til með að
kosta borgarbúa." segir Óskar
Bergsson, borgarfulltrúi Fram-
sóknarflokksins, sem er efins um
ágæti þess að borgin hafi keypt
húsin við Laugaveg 4 og 6 fyrir
tæpar sex hundruð milljónir.
Hanna Birna Kristjánsdóttir,
forseti borgarstjórnar, segir að
borgaryfirvöld ætli nú í gagngera
endurskoðun á þeim málum sem
tengjast Laugaveginum.
Ellilífeyrisþeginn Halldór Aðalsteinsson lenti í óskemmtilegri lífsreynslu þegar ungur
maður réðst á hann um hábjartan dag á Laugaveginum. Árásin var með öllu tilefnis-
laus. Friðrik Smári Björgvinsson yfirlögregluþjónn segir það undantekningartilfelli að
ráðist sé á fólk með þessum hætti um miðjan dag.
Langi bar Talið er að maðurinn hafi
verið að koma út af Langa bar þegar
hann réðst á Halldór að tilefnislausu.
„Maður getur bara ekki skilið þetta,"
segir ellilífeyrisþeginn Halldór Að-
alsteinsson en ungur maður á milli
tvítugs og þrítugs réðst á hann á
Laugaveginum um hábjartan dag.
Ungi maðurinn veittist að Halldóri
og sparkaði ítrekað í hann. Sjálfur er
Halldór á níræðisaldri og er brugðið
eftir árásina. Hann marðist nokkuð
við aðför mannsins en hann réðst á
hann að ástæðulausu. Engin orða-
skipti áttu sér stað áður en maðurinn
veittist að Halldóri. Fjöldi vitna var að
atburðinum en lögregla og sjúkrabíll
voru köiluð á svæðið. Árásarmaður-
inn er ófundinn.
Ekki eitt orð
Það var á þriðja tímanum á þriðju-
degi í byrjun janúar sem ungi maður-
inn réðst fyrirvaralaust á Halldór fyr-
ir utan herrafataverslun Guðsteins á
Laugaveginum. Halldórvaráleiðinni
í búðina þegar hann mætti mannin-
um unga. Talið er að hann hafi verið
að koma út af bar þar við hliðina á.
„Hann sagði ekki eitt einasta orð,
heldur réðst bara á mig," segir Hall-
dór sem er að vonum brugðið. Mað-
urinn sparkaði ítrekað í líkama Hall-
dórs. Árásin stóð stutt yfir. Þó nokkur
vimi horfðu furðu lostin á árás
unga mannsins.
Furðu lostin vitni
„Lögreglan og
sjúkrabíll komu á
svæðið í kjölfarið
en þá var maður-
inn flúinn," seg-
ir Halldór sem
slapp vel frá
árásinni. Hann
segist ekki hafa
brotið nein bein
en hafi þó fund-
ið nokkuð til
í maganum
Halldór Aöalsteinsson Segist
fílhraustur og eiga góö tuttugu
ár eftir, en er þó brugðið eftir
fólskulega líkamsárás.
í kjölfarið. Sá sársauki lýsir sér sem
stingur. Halldóri þótti eldd ástæða til
þess að leita sér aðhlynningar á spít-
ala enda fílhraustur að eigin sögn.
Sjálfum þykir Halldóri lán í óláni
að árásarmaðurinn skuli hafa ver-
ið í strigaskóm en ekki hörðum, þá
hefði hann sennilega slasast
töluvert meira. Eftir
að maðurinn hafði
lokið sér af hljóp
hann á brott og
eftir sám furðu
lostin vimi sem
skildu ekki hvað
manninum gekk
til.
Hryllileg
lífsreynsla
„Þetta var
hryllingur," segir
Halldór um árás-
ina en sjálfur ætl-
aði hann í Guðstein
að kaupa sér flík.
Hann segir
að vitn-
in að
árásinni hafi farið alveg í kerfi enda
ekki á hverjum degi sem ráðist er á
aldraðan mann á Laugaveginum um
miðjan dag. Aðspurður hvort Halldór
gruni hvað manninum hafi gengið til
segist hann telja að maðurinn ungi
eigi við vímuefiiavandamál að stríða.
Halldór segir ástandið óhugnanlegt í
miðbænum þegar enginn virðist vera
óhulmr.
Spurður um heilsufar segist Hall-
dór vera filhraustur: „Ég á góð mt-
tugu ár eftir," segir hann að lokum.
Árásarmanns leitað
„Þetta er mjög sjaldgæft," seg-
ir Friðrik Smári Björgvinsson, yfir-
lögregluþjónn á höfuðborgarsvæð-
inu. Lögreglan mætti á svæðið eftir
árásina og tók skýrslu af Halldóri.
Lýsingm var ekki góð enda bar at-
vikið snöggt að og endaði svo skyndi-
lega. Maðurinn var á milli tvímgs og
þrítugs og var dökkklæddur. Hann
er ekki fundinn en lögreglan leitar
hans.
Að sögn Friðriks er meira um lík-
amsárásir á kvöldin og um helgar.
Þetta mál heyri til undantekninga.
Stjórnarandstæðingar sóttu að forsætisráðherra á Alþingi:
Felursiq bakvið dollarann
Valgerður Sverrisdóttir, vara-
formaður Framsóknarflokksins og
fyrrverandi utanríkisráðherra, sak-
aði Geir H. Haarde forsætisráðherra
um að fela sig á bak við dollarann
þegar rætt var um framtíð krónunn-
ar á Alþingi í gær. Geir hafði þá lagt
áherslu á að stór hluti utanríkisvið-
skipta íslendinga væri í dollurum.
„Þetta er svar sem byggist á
andúð Sjálfstæðisflokksins og
hæstvirts forsætisráðherra á
Evrópusambandinu, á evrunni og
öllu því sem Evrópu tengist," sagði
Valgerður. Það vildi Geir hins vegar
ekki kannast við. „Það er alveg af
og frá að ég hafi sérstaka andúð á
Evrópusambandinu, Evrópu eða
Evrópugjaldmiðlunum. Þvert á móti
hef ég mikla samúð með þessu öllu
saman," sagði Geir og vakti svarið
kátínu í þingsal. Skömmu áður hafði
Valgerður ekki fengið tækifæri til að
klára mál sitt vegna háværra framm-
íkalla úr þingsal.
Steingrímur J. Sigfússon, for-
maður vinstri-grænna, hóf um-
ræðuna um gjaldmiðilsmál í fýrir-
spurnatíma við upphaf þingfundar í
gær. Hann spurði hver stefna ríkis-
stjórnarinnar í þessum málum væri.
Hann vísaði til yfirlýsinga Ingibjarg-
ar Sólrúnar Gísladóttur utanríkis-
ráðherra, Björgvins G. Sigurðsson-
ar viðskiptaráðherra og Þorgerðar
Katrínar Gunnarsdóttur, mennta-
málaráðherra og varaformanns
Sjálfstæðisflokksins, sem hann
sagði öll hafa talað gegn krónunni.
Aðra sagði hann hafa talað í önd-
verða stefnu. „Ég gæti lengt þenn-
an lista sem allur er til marks um að
stjórnarliðar tala út og suður í þess-
um málum."
Forsætisráðherra gaf lítið fyr-
ir spurningar og yfirlýsingar Stein-
gríms. Geir sagði ekkert ákveðið í
gjaldmiðilsmálum. „Það eru eng-
ar breytingar í vændum í því efni
og jafnvei þó menn vildu hugsa sér
einhverjar breytingar í því efni tek-
ur mörg ár að ná því fram og þetta
veit hæstvirtur þingmaður jafn vel
Og ég.“ brynjotfur@dv.is