Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.2008, Page 5
DV Fréttir
ÞRIÐJUDAGUR 5. FEBRÚAR 2008 5
Margirtepptir
vegna ófærðar
„Það er dálítil bylrytja og dá-
lítið kóf hérna en ekkert mjög
dimmt," segir Stefán Stefánsson,
bóndi í Breiðdal. Björgunarsveit-
armenn á Austfjörðum stóðu í
gær í ströngu við að aðstoða öku-
menn á Fagradal en þar var fjöldi
bíla í vandræðum sökum mikill-
ar ófærðar og lítils skyggnis.
Áætlað er að um tugi bifreiða
hafi verið að ræða, sumum hafði
verið ekið út af, aðrar voru fastar
og enginn komst leiðar sinnar.
Meðal annars voru snjóruðn-
ingstæki föst í þvögunni. Björg-
unarsveitin Ársól frá Reyðarfirði
vann að því að losa bíla í allan
gærmorgun.
Teknir með dóp
á Akureyri
Lögreglan á Akureyri lagði
hald á 25 grömm af amfetamíni
í höfuðstað Norðurlands að-
faranótt sunnudags. Bifreiðin
var stöðvuð vegna þess að hún
var vanbúin til vetraraksturs og
einum farþega var ofaukið.
f bifreiðinni reyndust vera
einstaklingar sem þekktir eru
af neyslu og meðferð fíkniefha.
Við nánari athugun fundust um
íjögur grömm af amfetamíni í
hanskahólfi bifreiðarinnar og
eitt gramm á einum farþegan-
um. Allir voru handteknir og
færðir á lögreglustöð og þegar
upp var staðið höfðu fundist 25
grömm af hassi á mönnunum
og heima hjá þeim.
Fáir á hraðferð
í norðurátt
22 ökumenn reyndust brot-
legir í síðustu viku þegar hraða-
myndavél á vegum lögreglunnar
var sett á gatnamót Grensásveg-
ar og Miklubrautar. Umrædd
vakt stóð yfir frá miðvikudegi til
föstudags, eða í 43 klukkustund-
ir. Á tímabilinu fóru 6.146 bílar
þessa akstursleið og því óku að-
eins 0,3 prósent ökumanna of
hratt. Meðalhraði hinna brotlegu
var 65 kílómetrar á klukkustund
en hámarkshraði er 50. Tveir óku
á yfir 70 en sá sem hraðast ók
mældist á 84.
Skilji túlkun frá
annarri þjónustu
Samkeppniseftirlitið hefur
mælt fyrir um að Alþjóðahúsið
ehf. skuli skilja fjárhagslega á milli
annars vegar rekstrar túlka- og
þýðingarþjónusm Aiþjóðahúss
og hins vegar annarrar starfsemi
þess.
Samkvæmt áliti Samkeppn-
iseftirlitsins kann það að raska
samkeppni á almennum markaði
túlka- og þýðingarþjónusm ef ekki
er nægilega skilið á milli þeirrar
starfsemi Alþjóðahúss sem nýtur
opinberra fjárframlaga annars
vegar og þjónusm Alþjóðahúss á
almennum markaði hins vegar.
Orö gegn oröi þegar karlmaöur var sýknaður af kæru stúlku um kynferðisbrot:
Sýknaður af ákæru um káfog kossa ívinnunni
Héraðsdómur Reykjaness sýkn-
aði í síðustu viku karlmann af ákæru
þess efnis að hafa brotið kynferðislega
gegn 17 ára stúlku. Þau unnu saman í
fiskvinnslufýrirtæki á Suðurnesjum.
Stúlkan segir að maðurinn hafi
leitað á sig þijá daga í röð í ágústmán-
uði árið 2006. Var honum gefið að sök
að hafa farið inn í geymsluherbergi
þar sem stúlkan var að hafa fataskipti
og ýtt henni í stól. Síðan hafi hann sest
klofvega ofan á hana, káfað á brjóst-
um hennar innanklæða og kysst hana
á hálsinn og reynt að kyssa hana á
munninn. Honum var einnig gefið að
sök að hafa togað niður um hana bux-
umar nokkrum dögum síðar og káfað
á kynfærum hennar og bijóstum og
þrýst lim sínum að fæti hennar. Þeim
lið neitaði hann staðfastíega.
Stúlkan átti kærasta á þeim tíma og
maðurinn var giftur. Hann bar því við
við yfirheyrslur að atvikin hefðu átt sér
stað með samþykki stúlkunnar. Hann
sagðist hafa áttað sig á því hvað væri
að gerast og viljað stíta sambandi sínu
við stúlkuna. Segir hann að hún hafi
brugðist iila við og sent sér SMS um
hvað gæti gerst ef hún segði einhverj-
um frá því sem hefði gerst.
f ljósi þess að engin vitni voru á
staðnum stendur orð gegn orði og
þóttí dómnum því rétt að sýkna mann-
inn af ákærum um kynferðisbrot.
Ml'
SVÆÐI
Mitt er þitt
"Mitt svæði"er þitt einkasvæði hjá LÍN.
Allir sem hafa aðgang að íslenskum heimabanka eða þjónustusíðu RSK geta eftir
innskráningu þar komist með öruggum hætti inn á"Mitt svæði"hjá LfN.
"Mitt svæði"erfyrirnámsmenn,greiðendurnámslána og ábyrgðarmenn þeirra.
Samtals má ætla að um 92.000 manns eigi erindi inn á einkasvæði sitt hjá LÍN.
Nýjasta þjónustan er fyrir greiðendur námslána. Á"Mínu svæði"geta þeir nú afþakkað
greiðsluseðla og þar með fengið seðilgjöld sín felld niður að fullu.
LÍN hvetur viðskiptavini sína til að kynna sér upplýsingar og möguleikana á"Mínu svæði"hjá sjóðnum.
Nánari umfjöllun er á www.lin.is.
LIN
Lánasjóöur íslenskra námsmanna Borgartúni 21 Reykjavík www.lin.is lin@lin.is