Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.2008, Síða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 5. FEBRÚAR 2008
Fréttir DV
RÆN NGJARN
Illa undirbúnir bankaræningjar voru handteknir á hádegi i gær
eftir aö hafa rænt útibú Glitnis i Lækjargötu fyrr um morguninn.
Þeir fóru meö peningana á Hjálpræöisherinn i næstu götu og
þaðan í brúnkumeðferð og andlitsbað i Garðabæ.
TRAUSTI HAFSTEINSSON
bladamodur skrifar: trcui$tl@>dv.is
Erna Gísladóttir, hjá Snyrtistofunni
Garðatorgi, segist aldrei hafa grun-
að að um ræningja hefði verið að
ræða sem mættu í andlitsbað og
brúnkumeðferð hjá henni í gær.
Tveir mannanna sem grunaðir'
eru um að hafa framið rán í
útibúi Glitnis í gærmorgun fóru
með leigubíl frá gistiheimili
Hjálpræðishersins í Reykjavík út í
Garðabæ þar sem annar þeirra fór í
andlitsbað en hinn í brúnkumeðferð
á snyrtistofunni. Segir Erna þá hafa
verið hina rólegustu þegár þá bar að
garði og að hana hafi aldrei grunað
að leitað væri að þeim vegna ránsins
í Glitni. „Þeir voru mjög kurteisir og
prúðir við okkur," segir Erna.
Handteknir eftir tvo
og hálfan tíma
Lögreglan á höfuðborgarsvæð-
inu varbúin að handtaka bankaræn-
ingjann tveimur og hálfum klukku-
tíma eftír bankaránið í gær. Ásamt
honum voru tveir vitorðsmenn hans
handteknir og hins þriðja leitað.
Af ummerkjum og atburðarás að
dæma lítur út fyrir skyndiákvörðun
ræningjanna því lögreglu reyndist
auðvelt að hafa uppi á þeim.
Bankaræninginn réðst vopnaður
öxi inn í bankaútíbúið í Lækjargötu
fimm mínútum eftir opnun í gær-
morgun. Hann náði að hafa á
brott með sér nærri milljón króna
í reiðufé, sem hann tróð í bakpoka
sem hann hafði meðferðis, eftír að
hafa ógnað gjaldkera með öxinni.
Ræninginn, ríflega tvítugur karl-
maður, var klæddur dúnúlpu og
Lokað
timabinuii^
huldi andlit sitt með hettu og dökk-
um sólgleraugum. Þrátt fyrir það
náðust skýrar andlitsmyndir af hon-
um í eftírlitsmyndavélum bankans
og þekktist ræninginn samstundis á
myndunum enda hefur hann áður
komið við sögu lögreglunnar. Það
hafa félagar hans einnig gert.
Flúðu í ieigubíl
Að loknu ráni hljóp
axarræninginn rakleiðis á
gistíheimili Hjálpræðishersins í
Kirkjustrætí þar sem hann hafðileigt
herbergi með félögum sínum. Þar
virðist einn vitorðsmannanna hafa
orðið eftir og var hann handtekinn í
húsinu. Lögreglan fann einnig öxina
liggjandi á Hjálpræðishernum. Einn
VOPNAÐ RÁN
í LÆKJARGÖTU
09.05 Ræninginn kemur inn (bankann.
09.08 Lögreglu berst tilkynning um ránið.
09.11 Lögregla kemur á staöinn.
09.30 Ræninginn tekur leigubfl frá
gistiheimilinu ásamt félögum s(num.
09.30 Lögregla handtekur vitorðsmann
nærri gistiheimili Hjálpræðishersins.
11.20 Lögregla handtekur ræningjann
viö annan mann (Garðabæ. Þýfið
fannst á mönnunum.
11.30 Ræningiog vitorðsmenn
vitorðsmannanna var handtekinn
stuttu eftír ránið. Ræninginn komst
á brott með ránsfenginn ásamt
tveimur félögum sínum. Til flóttans
nýttu þeir sér leigubíl og voru tveir
þeirra handteknir nærri Garðatorgi í
Garðabæ skömmu fyrir hádegi, eftír
slakandibrúnku- ogandlitsmeðferð.
Veittu þeir enga mótspyrnu við
handtökuna og á öðrum þeirra
fannst ránsfengurinn.
Ræningjarnir voru færðir til yf-
irheyrslu á lögreglustöð tveimur og
hálfum klukkutíma eftír sjálft ránið.
Ómar Smári Ármannsson, aðstoð-
aryfirlögregluþjónn lögreglunnar
á höfuðborgarsvæðinu, er ánægð-
ur með árangurinn. Hann segir út-
lit fyrir að þetta hafi verið vanhugs-
uð aðgerð af hálfu ræningjanna.
„Við leggjum alltaf mikla áherslu á
að upplýsa svona mál eins fljótt og
kostur er. Við náðum þeim rúm-
um tveimur klukkustundum eftír
að ránið var framið og erum sáttir
við það. Við fyrstu athugun er útlit
fyrir að ránið hafi verið vanhugsað
og illa skipulagt en yfirheyrslur eiga
eftír að færa okkur öll smáatriðin,"
segir Ómar.
færðir á lögreglustöð.
Ræningjar í neyslu
„Að sjálfsögðu er okkur öllum
brugðið því mennimir gistu hér
hjá okkur. Við erum svo sem vön
að hjálpa alls konar fólki en ég
hef lieyrt það á mínu fólki að því
er brugðið eftir atburðina í morg-
un. Nú bíður það lögreglunnar
að leysa þetta mál," segir Aslaug
Langgárd, gistihússtjóri Gisti-
heimilis Hjálpræðishersins.
Aðspurð vill hún ekki gefa
upplýsingar um hversu lengi
mennirnir hafa leigt herbergi
á gistiheimilinu en heimildir
D V myndir Siqurdui
Qpnuni afluf
kl.
DV herma að það hafi verið um
nokkurt skeið. Alls voru þeir 4
sem leigðu herbergið saman og
þrír þeirra hafa verið handteknir.
Fjórða mannsins er leitað en lög-
regla hefur fullvissu um hver við-
komandi er enda eru þeir allir á
skrá hjá lögreglunni.
Samkvæmt heimildum DV
er útlit fyrir að ræningjarnir hafi
verið í eiturlyfjaneyslu og lýsing
lögreglunnar á ræningjanum bar
þess merki þar sem ræningjan-
um var lýst sem ungum fölleitum
karlmanni. Möguleg neysla ræn-
ingjanna gæti verið skýring þess
hversu illa skipulagt ránið var og
hversu vanhugsaður flóttinn var.
Ógnandi tilburðir
Már Másson, forstöðumaður
upplýsingasviðs Glimis, segir
starfsfólkinu eðlilega hafa verið
mjög brugðið eftír ránið. Hann
segir neyðaráætlun bankans hafa
virkað í þessu tilviki enda hafi
hún verið æfð í útibúinu nýlega.
„Rétt eftir opnun réðst viðkomandi
inn í bankann með öxina. Hann
veittist að gjaldkerum og krafði
þá um peninga. Við fengum strax
upplýsingarúreftírlitsmyndavélum
sem afhentar voru lögreglunni sem
rannsakar málið," segir Már.
„Það er skýr stefna hjá okkur að
gefa ekki upp fjárhæðir. Við leggj-
um alla áhe’rslu á að hlúa að fólk-
inu okkar eftir svona atburð, það er
það sem skiþtir mestu máli. Starfs-
fólkið stóð sig gríðarlega vel því
ræninginn hafði ógnandi tilburði
uppi og eðlilega var því brugð-
ið. Hann var vopnaður öxi og að
standa frammi fýrir slíkum aðila er
gríðarlega óþægileg upplifun."
Bankinn rændur Stuttu eftii
opnun Glitnls i Lækiargótu vai
bankmn rændur af ungum
folleitum karlmanni vopnuðum
oxi Starfsmenn bankans brugðust
við samkvæmt neyðaráætlun og
fengu afallahjálp að rám loknu.
Fljótur að hiaupa
Jóhann Jónmundsson, flokks-
stjóri hjá Reykjavíkurborg, mættí
axarræningjanum á leið út úr bank-
anum. Honum var ekld bmgðið því
hann segist öllu vanur. „Ég hef starf-
að sem dyravörður í áratugi og hef
því upplifað margt. Ég er búinn að
gefa lögreglunni lýsingu á mann-
inum og staðfesti lxka hjá þeim að
maðurinn á myndinni sé hinn réttí.
Ég sá myndirnar sem löggan var
með og þær vom mjög skýrar. Þar
sést ræninginn með öxina á Ioftí og
heldur á ránsfegnum," segir Jóhann.
„Mér fannst lögreglan vera lengi
á staðinn en það var líklegá allt í
panikk í bankanum. Ræninginn var
mjög fölur í útlití og ég geri ráð fyr-
ir því að hann sé í einhverri neyslu.
Ég mættí honum hlaupandi á leið-
inni út og hefði ég áttað mig á að-
stæðum hefði ég farið á eftir honum.
Þrátt fýrir öxina hefði ég alveg treyst
mér í það."