Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.2008, Side 8

Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.2008, Side 8
S ÞRIÐJUDAGUR 5. FEBRÚAR 2008 Fréttir DV íbúar í Vogunum geta andað léttar eftir að Annþór Karlsson var handtekinn í síðustu viku en bæjarbúar héldu fund fyrir tveimur vikum þar sem ofbeldi í bæjarfélaginu var rætt. Tilurð fundarins var handrukkanir og bíla- bruni í bænum en Róbert Ragnarsson, bæjarstjóri Voga, segir forvarnarstarf mikilvægast gegn ofbeldinu. VALUR GRETTISSON bladamadur skrifar: valurte>dv.is „Hér býr einn maður sem nú hefur verið handtekinn," segir Róbert Ragnarsson, bæjarstjóri Voga á Vamsleysuströnd, og á þar við Annþór Karlsson sem var handtekinn á miðvikudag vegna gruns um stórfellt fikniefnasmygl. íbúafúndur var haldinn í Vogum fyrir um það bil tveimur vikum þar sem íbúar þessa friðsama bæjar lýstu yfir áhyggjum vegna óorðs sem glæpa- menn hafa sett á bæjarfélagið. Má þar nefna hinn dularfíilla bílabruna þar sem lúxusbílar fyrir nær fimmtíu milljónir brunnu á bílastæði í umsjá Annþórs. Þá var einnig sýnt frá hand- rukkurum í Kompási sem veittust að fjölskylduföður vegna skuldar sonar hans. Handrukkarinn farinn Handrukkarinn Annþór fluttist til Voga fyrir um það bil fjórum árum. Hann hefur þó haft litla viðveru þar enda nýbúinn að sitja af sér lang- an fangelsisdóm vegna ógeðfelldr- ar handrukkunnar árið 2005. Aftur á móti hefur heimili hans komist í fréttirnar en þar hafa meðal annars íúndist stolin vopn auk fíkniefna. Síðast komust tengsl hans við bæ- inn í ljós þegar kveikt var í lúxusbif- reiðum sem voru í hans umsjá. Eftir allnokkra rannsókn bandarískra sér- fræðinga kom í ljós að kveikt hafði verið í bílunum. Málið er enn í rann- sókn og liggur enginn undir grun enn sem komið er. Eigandi bílanna er skemmtistaðaeigandinn Ragnar Magnússon. Handtekinn í Kefiavík Það var svo síðdegis á miðviku- daginn sem Annþór var handtek- inn við flugstöðina í Keflavík en hann er grunaður um aðild að stór- felldum innflutningi á fíkniefn- um til landsins. Hann og þrír aðr- ir mann eru sakaðir um að hafa gert tilraun til þess að smygla ríf- lega fimm kílóum af amfetamíni og kókaíni til landsins í nóvember á síðasta ári. Þá hafði Annþór verið laus í örfáa mánuði en áður þurfti hann að dúsa á bak við lás og slá eftir hrottalega líkamsárás. Því hef- ur viðvera hans í Vogum verið ákaf- lega lítil. íbúar bregðast við „í kjölfar fundarins fórum við yfir málið ásamt lögreglunni og komumst að þeirri niðurstöðu að það væri heillavænlegt að auka forvamir," segir Róbert Ragnarsson, bæjarstjóri Voga, og segir þá forvörn fólgna í sér- stakri forvarnalögreglu sem verður með viðveru í félagsmiðstöð bæjar- ins. Að sögn Róberts er mikilvægt að efla íþrótta- og tómstundastarf í bænum og verður það gert. Þá bend- ir hann á að það sé mikilvægt að sveitarfélagið komi í veg fyrir félags- lega einangmn barna og einelti en Annþór þurftí einmitt að sæta miklu eineltí þegar hann var barn, að því er faðir hans hefur sagt. Vogar eins og póstkort „Glæpatíðni í Vogum er und- ir landsmeðaltali," segir Róbert og bendir á að húsleitir og afbrot séu nær daglegt brauð í Reykjavík, þó álítí enginn borgina slæman stað. Hann bendir einnig á að oft hafi ver- ið farið mikinn í fjölmiðlum þegar ofbeldi er sérstaklega tengt bæjarfé- laginu. „Þegar bæjarbúar lýsa Vogum Annþór lítið verið í Vogunum Hand- rukkarinn Annþórflutti ÍVogaáVatns- leysuströnd fyrir fjórum árum. Síðan þá hefur hann varið miklum tíma I fangelsi. fær maður á tilfinninguna að mað- ur sé að horfa á póstkort með fallegu sveitakirkjunni og litla skólanum við tjörnina," segir Róbert og bendir á að það sé margt gott í bæjarfélaginu. Meira á Stokkseyri Eins og fram hefur komið hefur Annþór afplánað þriggja ára fang- elsisdóm fyrir líkamsárás. Nú hefur hann verið hnepptur í gæsluvarð- hald þar sem hann verður til 15. febrúar. Fíkniefni fundust á heimili hans þegar lögreglan gerði húsleit á miðvikudaginn síðasta. Það verður hugsanlega tíl þess að hann teljist hafa rofið skilorð og þá þarf hann að afplánaeftírstöðvarfangelsisdómsins sem eru þrjú ár. Því er nærri lagi að segja að Annþór hafi eytt meiri tíma á Stokkseyri heldur en Vogum síðan hann flutti í Vogana. missa af Ivanov Sviðsetning Baltasars Kormáks á ívanov er eitt besta verk hansfrá upphafi. Hún er þaulhugsuð og samvinna þeirra Gretars Reynissonar hefur sjaldan borið glæstari ávöxt, og er þá ekki lítið sagt." . Jón Viðar Jónsson, DV, 9. jan. 1/2 uppselt 2/2 uppselt 7/2 uppselt 8/2 örfá sæti laus 9/2 örfá sæti laus 10/2 aukasýn. 20/2 24/2 allra síðasta sýn Ivanov eftir Anton Tsjekhov Leikstjórn og aðlögun: Baltasar Kormákur Sjáðu og heyrðu meira á www.leikhusid.is ÞJOÐLEIKHUSIÐ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.