Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.2008, Síða 17
PV Sport
ÞRIÐJUDAGUR 5. FEBRÚAR 2008 17
TÓMAS ÞÓR ÞÓRÐARSON
skrifar frá Þrándheimi: tOtrfas@dv.is (i
Það voru óvænt úrslit í undanúrslit-
um Lýsingarbikarkeppni karla í körfu-
bolta á sunnudagskvöldið var. Næst-
neðsta lið Iceland Express-deildar
karla, Fjölnir, gerði sér þá lítið fyrir og
sigraði Skallagrím, í Fjósinu í Borg-
amesi, 85-83. Með því komu Grafar-
vogspiltar í veg fyrir vesturlandsslag
Snæfells og Skallagríms í úrslitum en
Snæfell hafði fyrr tryggt sér farseðil-
inn í úrslitaleikinn.
Pienaar kemur
meiddurtil baka
Steven Pienaar sem er í láni hjá
Everton frá Dortmund í Þýskalandi
meiddist á ökkla í Afríkukeppninni
og verður frá
keppni næstu
þrjárvikurnar.
Pienaar lék með
Suður-Afríku
sem stóð sig
ekki vel og
komst ekki upp
úrsínum riðli.
Pienaar hefur
leikið vel með
Everton það sem af er leiktíðar og
Ijóst er að meiðslin setja enn meira
strik í reikninginn hjá David Moyes,
stjóra liðsins, sem líkt og nokkrir aðrir
í deildinni bíður [ ofvæni eftir að
Afríkukeppninni Ijúki. Nígería féll úr
keppni (fyrradag og mun Moyes því
endurheimta Joseph Yobo og
Yakubu. Ekki veitiraf þarsem
nokkuð er um meiðsli (leikmanna-
hópi liðsins.
Manchester United á eftir
Bosingwa
Alex Ferguson, framkvæmdastjóri
Manchester United, er hrifinn af Jose
Bosingwa varnarmanni Porto.Talið
er að hann ætli
að reyna að fá
leikmanninn í
sumarþó
forráðamenn
Porto ætliað
gera allt sem í
sínu valdi
stendurtil þess
að halda
kappanum.
Verðið á Bosingwa erum 15 milljónir
punda. Fleiri liö hafa áhuga á hinum
25 ára leikmanni en Tottenham og
Aston Villa hættu við að kaupa hann
þar sem leikmaöurinn þótti of dýr.
„Að vera með liö eins og Manchester
United á höttunum eftir sér er mikill
heiður. En þar til kemur að lokum
leiktíðarinnar ætla ég að einbeita
mér að því að spila vel með Porto,"
segir Bosingwa. Boswinga erenn
einn Portúgalinn sem Alex Ferguson
sýniráhuga.
VIII okki fara á lánl
Andreas Isaksson, markvörður
Manchester City, er orðinn þreyttur á
bekkjarsetunni en Joe Hart hefur
yfirtekið
byrjunarliðs-
stöðuna.
Isaksson vill
fara frá liðinu
en segirað lán
komi ekki til
greina.
Vitað er af
áhuga
Galatasaray á kappanum og Svíinn
vill fara þangað fyrir fullt og allt.„Ég
vil vera keyptur af félagi ef ég á að
fara á annað borð. Ég hef engan
áhuga á þv( að vera lánaður til annars
félags. Mér Köur vel að hafa tekið
þessa ákvörðun og núna ætla ég að
gera mitt besta til þess að standa
mig með varaliðinu og bíða og sjá
hvað framtíðin ber (skauti sér," segir
Isaksson. Sven-Goran Eriksson
tilkynnti Isaksson og Casper
Schmichael aö hann ætlaði að hafa
Joe Hart sem aðalmarkvörö og hann
hefur staðið sig vel það sem af er
leikttðar.
Redknapp óttaðist Grant
Harry Redknapp, framkvæmdastjóri
Portsmouth, segist hafa taliö Avram
Grant ógna
starfi sínu
þegar hann var
ráðinn sem
tæknilegur
ráðgjafi hjá
Portsmouth í
fyrra. Redknapp
segir hins vegar
nú að hann hafi
misreiknað
stöðuna og Grant hafi ekki verið
slæmur ráðgjafi.„Ég þekkti hann ekki
þegar hann kom fyrst. Mér fannst
hann óþarfur og náði ekki að bjóða
hann velkominn. Hann er góður
náungi og hann hefur gert mjög vel
síðan hann tók við af Mourinho.
Þegar þeir fá Terry, Lampard og
Essien til baka," segir Redknapp.
„Þetta gekk svo langt aö ég íhugaði
að segja af mér stöðu minni sem
framkvæmdastjóri," segir Redknapp.
Bárður Eyþórsson, þjálfari Fjölnis, stýröi sínum mönnum til sigurs í undanúrslitum
Lýsingarbikarkeppni karla i körfubolta á sunnudagskvöldið var. Fjölnir var tólf stigum
undir fyrir síðasta leikhlutann en náði að vinna sigur og mætir Snæfelli í úrslitaleik.
Bárður hefur áður þjálfað Snæfell og fór með það í úrslitaleikinn árið 2003.
Atli Jóhannsson var einn feitasti
bitinn á leikmannamarkaðinum fyr-
ir síðasta tímabil í fótboltanum. Eyja-
maðurinn knái sem hafði borið iBV-
liðið á herðum sér árið áður endaði
hjá KR þar sem var búist við að hann
myndi springa út sem einn besti leik-
maður deildarinnar. Atli lenti í erfið-
um meiðslum og spilaði lítið á síðasta
tímabili. Hann hefur nú þrálátt verið
orðaður frá KR en segist ekkert vera
að hugsa sér til hreyfings.
„Ég er ekkert að h'ta í kringum mig
og skoða önnur lið. Heldur hef ég ekki
heyrt af neinum liðum sem eru að spá
í mig enda ætla ég mér að vera áfram
hjá KR," sagði Atli við DV í gær. „Ég er
búinn að vera meiddur síðan í ágúst í
fyrra og hef ekkert spilað fótbolta síð-
an í leiknum gegn FH í Kaplakrika.
Þess vegna hef ég nú svona lítið sést
undanfarið."
Ekki svo mikil dramatík
Skallagrímur var tólf stigum yflr
fyrir síðasta fjórðunginn en Fjölnir
náði samt að koma til baka og mik-
ið hefur verið talað um magnaða
endurkomu Fjölnismanna. Ekki al-
veg svo mögnuð en góð engu að síður
sagði kátur Bárður Eyþórsson, þjálf-
ari Fjölnis, þegar DV talaði við hann
ígær.
„Ég er búinn að horfa á leikinn aft-
ur til að átta mig almennilega á hvað
gerðist og við erum búnir að jafna
leikinn þegar fimm mínútur eru eft-
ir. Skallagrímur er tólf stigum yflr við
upphaf fjórða leikhluta en við erum
búnir að jafna í 78-78 þegar nákvæm-
lega 4.54 eru eftir af Ieiknum. Þetta
var því ekki alveg jafnsvakaleg end-
urkoma í lokin eins og menn eru að
tala um.
Dugnaðurinn ög viljinn var samt
til fyrirmyndar hjáliðinu þó þetta hafi
kannski ekki verið besti leikur sem við
höftim spilað. Varnarleikurinn sem
við spiluðum í fjórða leikhluta var
samt það besta sem við höfum sýnt í
vetur. Það var mun meira jafnvægi en
í öðru sem við höfum verið að gera
það sem af er vetri.Mér fannst all-
ir hafa trú á verkefninu og hvort sem
menn trúa því eða ekki vissi ég allan
tímann að við myndum vinna þenn-
an leik. Sérstaklega í lokin þegar við
vorum búnir að minnka muninn fyrst
í fjögur stig og svo sex vissi ég að við
myndum ldára þetta."
Fjölnir hefur verið í vandamálum
með lið sitt vegna útlendinga sem
ekki hafa staðið sig og þá hafa lykil-
menn verið meiddir. Koma Seans
Kittner virðist hafa gert liðinu gott og
þá spilaði nýr Kani með Fjölni í leikn-
um. „Vonandi getur þetta orðið vend-
ipunktur fyrir okkur. Við erum búnir
að vera að leita að stórum manni til
að fá betra jafnvægi í okkar leik og það
virðist vera að koma með Sean.
Hinn stóri maðurinn okkar, Kiddi
íóhanns, er búinn að vera meiddur
ásamt fleiri tyldlmönnum. Nýi maður-
inn kom líka ágætlega út. Hann var
nú ekki alltaf með á nótunum í sókn-
inni en hann náði nú bara einni æf-
ingu með okkur fyrir leik. Varnarlega
séð var hann mjög góður og á klárlega
eftir að hjálpa okkur mikið þar. Það er
vonandi að þetta sé það sem koma
skal og gefi okkur meira sjálfstraust
fyrir lokabaráttuna í deildinni."
Þekkir vel til fyrir vestan
Fjölnir mætir Snæfelli í bikarúr-
slitaleiknum en Bárður er ekki alls
ókunnugur fyrir vestan. Síðast þegar
Báður fór í bikarúrslitaleik var hann
þjálfari Snæfells þegar það tapaði fyr-
ir Njarðvík 2003. Hann talar vel um
Snæfell og viðurkennir að það verði
sérstakt að mæta sínu gamla liði.
„Það þarf ekki nema að horfa á lið-
in sem spila til að sjá hvort er sigur-
stranglegra. Snæfell hefur mann sem
heitir Hynur Bæringsson sem ég vil
meina að hafi kanagildi í vetur og
rúmlega það. Eins og hann er búinn
að spila eftír áramót er hann klárlega
yfirburðamaður í þessari deild og við
verðum að stöðva hann.
Hann er nú ekki bara einn því Snæ-
fell hefur frábæra menn eins og Sig-
urð Þorvaldsson, Magna Hafsteins-
son og Jón Ólafsson. Þá er Serbinn
þeirra, Slobodan, virkilega öflugur og
ekki má gleyma Justin Shouse sem
mér finnst alveg frábær leikmaður.
Þetta er enginn smá hópur sem þetta
lið hefur yfir að ráða.
Þetta verður vissulega sérstakt að
mæta sínu gamla liði og að sjá alla
þessa Vestfirðinga sem munu örugg-
lega koma í Höllina að styðja sína
menn. Ég hef trú á því að Hólmaram-
ir flykkist á leikinn og Grafarvogsbú-
ar líka. Höllin verður þétt setin," sagði
Bárður Eyþórsson að lokum.
Atli gh'mir við meiðsli í báðum
mjöðmum og hefur verið í aðgerð
vegna þeirra. „Ég er nýkominn úr
aðgerð á annari mjöðminni og er að
fara í aðgerð á hinni á miðvikudaginn.
Þannig að ég er ekkert að fara að spila
fótbolta á næstunni. Þessi meiðsli eru
sem betur fer ekki alvarleg en það
tekur sinn tíma að jafna sig og ná sér
aðfullu."
Þó Atli hafi lítið spilað síðasta
sumar segist hann hvergi banginn og
ætli sér að vera áfram í Frostaskjól-
inu. I fyrra spilaði Atli aðeins níu leiki
í deildinni, þar af nokkra sem vinstri
bakvörður en það er ekld sú staða sem
hann er vanur að spila. Frammistaða
hans var ekki í líkingu við það sem
áður hafði sést af honum en meiðslin
spiluðu þar stóra rullu. Hann finnur
samt fyrir stuðningi í Vesturbænum.
„Ég finn fyrir miklum stuðningi
hjá ölhim í KR. Bæðir stjómarmönn-
um sem og stuðningsmönnum. Ég
er búinn að tala við Loga þjálfara og
hann veit hvemig staðan á mér er og
það vita stjómarmennimir líka. Því
er ég bjartur á framhaldið og ætla
mér að vinna mig úr meiðslunum og
mér í stand og inn á völlinn sem fyrst.
Það kemur ekkert annað til greina en
að spila með KR í sumar," sagði Atli
ákveðinn að lokum.
tomas@dv.is
Atli Jóhannsson ætlar sér að vera hjá KR í sumar:
ÚREINNIAÐGERÐÍAÐRA