Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.2008, Síða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.2008, Síða 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 5. FEBRÚAR 2008 Sport PV t*W ÍÞRÓTTAMOLAR JÓN ARNÓR OG FÉLAGAR SIGRUÐU Körfuknattleiksmaðurinn Jón Amór Stefánsson og félagar hans I ítalska liðinu Lottomat- ica Roma báru sigurorð af næstneðsta liði deildarinnar um helgina. Þeir sigruðu þá Legea Scafati, 82-73, og skoraði Jón Arnór sexstig þær22 mínútur sem hann sþilaði. Þetta varfimmtándi sigur Lottomatica Roma á leiktíðinni og sitja þeir í öðru til fjórða sæti deildarinnar með árangurinn 15-7. ÁRNIGAUTURTIL SVfÞJÓÐAR Landsliðsmarkvörðurinn, Árni Gautur Arason, er nú orðaður við sænska liðið Hammarby. Ámi hefur verið samnings- laus síðan samningur hans við Válerenga I Noregi rann út.Ýmis lið í I Noregi hafa verið í ! sambandi við Árna og hefur Odd- Grenland farið þar ! fremst liða en hefur að sögn ekki efni á Áma. Hammarby vara á i eftirsænska [ markverðinum Rami Shaaban en óvfst er nú hvort þau félagaskipti gangi í gegn og þykir þá Árni Ifklegurtil að vera næstur f röðinni. Arni gautur TIL SVfÞJÓÐAR Steinþór Stefánsson á Polaris bar sigurorö I fyrstu umferö Islandsmótsins í snjókrossi sem fram fór f Bolöldu á laugardaginn. Jónas Stefánsson á Lynx varð f öðru sæti og Reynir Stefánsson á Ski-doo varð f þriðja sæti. Þeir keppa í meistaraflokki en í Sportflokki sigraði Páll Snorrason á Lynx. I Sportflokkinum var Guðmundur Skúlason í öðru sæti á Polaris og Ármann Sigursteinsson á Arctic Cat f því þriðja. Vilþorg Daníelsdóttirá Arctic Cat vann f kvennaflókki. en f öðru sæti hjá kon-. unum var Berglind Ósk /2 Guttormsdóttirá Polaris. Þriðja sætið vermdi svo Hulda Þorgilsdóttir, einnig á Polaris. Einnig var keppt (unglinga- flokki og þar vann Bjarki Sigurðsson á Polaris en Hafþór Grant á Ski-doo og Árni Ásbjarnarson á Arctic Cat urðu f 2. og 3. sæti. (Enska úrvalsdeildin) Útsending frá leik Reading og Bolton í ensku úrvalsdeildinni. (Enska úrvalsdeildin) Útsending frá leik Man. City og Arsenal í ensku úrvalsdeildinni. (Heimur úrvalsdeildarinnar) Nýr þattur þar sem enska urvalsdeildin er skoðuð frá ýmsum óvæntum hliðum. Leikmenn heimsóttir, gömlu stjörnurnar leitaðar uppi og svipmyndir af æðinu fyrir enska boltanum um lieim allan. Farið yfir öll mörkin og helstu atvikin í leikjum siðustu umferðar í Coca Cola deildinni en þar eiga Islendingar nokkra fulltrua. (Enska úrvalsdeildin) Útsending frá leik Newcastle og Middlesbrough i ensku urvalsdeildinni. Ný og hraðari útgáfa af þessum vinsæla þætti þar sem öll mörkin og Itelstu atvik umferðarinnar eru sýnd frá öllum mogulegum sjónarhornum. Viðbrogð þjalfara, stuðningsmanna og sérfræð- inga. GAUPIHAFÐIEKKI Ólafur Gíslason, markvörður Vals, varði eins og berserkur í leik við topplið Hauka í Nl-deildinni. Alls varði hann 31 skot sem er frábær árangur. Hann er hetja helgarinnar fyrir frammistöðu sína. Hver er Ólafur Gíslason? „26 ára nemi." Átt þú þér áhugamál utan íþróttanna? „Ferðalög." Uppáhaldsleikari? „Eggert Þorleifsson." Uppáhaldshljómsveit? „Pearl Jam." Fylgist þú með öðrum íþróttum en handbolta? „Ég fýlgist með öllum íþróttum. Helst enska boltanum og Arsenal er mitt lið með Fabregas í fararbroddi. Einnig er Senderos í uppáhaldi eft- ir að ég spilaði í Sviss sem atvinnu- maður. Hann var að standa sig vel með Arsenal árið sem þeir fóftt í meistaradeildina og hann var á allra vörum þarna úti. Því held ég upp á hann." Hvernig slakar þú á? „í heitu baði með ilmsöltum." Hver er þinn helsti veikleiki? „Ég á erfitt með að segja nei." Hver er þinn helsti styrkleiki? „Ég geri það sem mér er sagt að gera. Ég er draumaeiginmaður." Manst þú eftir vandræðalegu atviki innan vallar? „í sjónvarpsleik við Fram í desember festi ég fæturna í netinu og flaug á hausinn. Ég slasaði mig ekki neitt en þetta var mjög hallær- islegt og skammaðist mín." Manst þú eftir vandræðalegu atviki utan vallar? „Það er af mörgu af taka. Trú- lega er það eftirminnilegast þegar löggan hafði afskipti af steggjuninni Eftirminnilegasta stund á íþróttaferlinum? „Þegar ég varð bikarmeistari með árið 2005. IR vann HK í úrslit- unum." Eftirminnilegasta stund í einkalífinu? „Fæðing sonar míns í júní síðast- liðinn." Ólafur Gíslason, mark- vörðurVals í handknattleik, varði 31 skot þegarVals- menn lögðu Hauka að velli á laugardaginn. Stórbrotin markvarsla kappans skilar honum í hetju helgarinnar að þessu sinni. Hvers vegna markvörður í handbolta? „Því Gaupi (Guðjón Guðmunds- son) hafði ekki trú á mér í skyttunni. Hann fékk mig til þess að byrja að æfa og sagði mér að mæta í heil- galla." Hver eru markmið Vals á leiktíðinni? „Að taka þá tvo titla sem eftir eru." Hvers vegna gekk svona iila í *** byrjun leiktíðar? ------- „Maður verður að fara fínt í þetta. Vegna óvæntra mannabreytinga og kæruleysis í liðinu í upphafi leik- tíðar. Menn héldu að þetta myndi koma af sjálfum sér" Hvernig tilfinning er að verja svona vel eins og á móti Haukum? „Það er toppurinn á tilverunni. Maður fær hrós hvar sem maður kemur og það er alltaf gaman." Ragna Ingólfsdóttir tapaði fyrir malasískri stúlku— RAGNA ÚR LEIK ÍÍRAN Ragna Björg Ingólfsdóttir bad- mintonkona tapaði fyrir malas- ískum andstæðingi á alþjóðlegu móti í íran. Tapið er nokkur von- brigði fyrir Rögnu sem valdi að fara til Iran í von um að lenda á móti léttari andstæðingi en á sams kon- ar móti í Evrópu. Það gekk hins vegar ekki eftir og var Imn óhepjlfci að lenda gegn Morshahliza Bahar- um strax í 8 manna úrslitum. Leik- urinn var langur og jafn en svo fór að lokum að sú malasíska vann 21- 19 í oddalotu. Ragna tapaði fyrstu lotunni 18-21 en vann þá næstu 21-10. Hún var því mjög svekkt að ná ekki að klára leikinn eftir góðan leik í annarri lotu.„Ég taldi mig vera - -með -léikinn í mínum höndum en - aldrei þessu vant tapaði ég leik sem mér -fannsrtg ullan tímann vei að fara að vinna. Ég verð að viður- kenna það að ég er mjög vonsvikin og vildi gera mun betur á mótinu. Ég verð svekkt í kvöld en það þýðir ekki að vera að dvelja við þetta of lengi og fara að huga að næsta móti," segir Ragna. Óhætt er að segja að skammt sé stórra högga á milli því Ragna kem- ur til íslands á miðvikudag en held- ur aftur utan næstkomandi sunnu- dag til að keppa á móti í Sviss. „Vonandi nær maður að rífa sig upp og það er gott að fara að spila svona fljótt aftur. Ég veit að ég verð sterk á næstu vikum," segir Ragna sem stefiiir að því að standa sig á næstu mótum en hún á í harðri baráttu um að komast á Ólympíuleikana í Peking næsta sumar. —vidtmiv.h

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.