Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.2008, Side 21

Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.2008, Side 21
DV Umræða ÞRIÐJUDAGUR 5. FEBRÚAR 2008 21 ' Plúsinn fær Bergur Ebbi I |— Benediktsson, söngvari — Sprengjuhallarinnar sem einnig erlöglærður, fyrirað aðstoða féiaga sinn Árna Vilhjálmsson, söngvara FM Belfast, við að verja sig L. vegna umferðarlagabrots. A SPURNINGIN ER ÞETTA ALLT í REYKNUM OG RÁÐ- LEYSINU, KOMMI? „Á meðan embættismennirnir vaða reykinn reikum við um f óvissu um framtíðina," segir Kormákur Geirharðs- son, veitingamaðurá Ölstofu Kormáks og Skjaldar og stjómarmaður í Félagi kráareigenda. Kormákur og félagar hans berjast fýrir því að fá að innrétta sérstök reykher- bergi á veitingahúsum sfnum og hafa sumir brugðið á það ráö að leyfa reykingar, þrátt fyrir bann, f mótmæla- skyni. Þetta eru embættismenn ósáttir við og hóta leyfissviptingum. DVFYRIR 25ÁRUM „SttHWiunúl. varpfdnK var 9 ritur í múi- Meryl Streep ,Krnppan á eft- tr að verda okk- MYNDIIV Gleði við Tjörnina Fuglarnir voru ekki þeir einu sem kættust við Reykjavíkurtjörn á dögunum eins og sjá má á andliti hnátunnar sem heimsótti þá með brauðmola í poka. DV-myndStefán Ragnheiður biskupsdóttir Það er háleit list að vera í sviðsljósinu og halda lengi stöðu sinni þar, en vandi fylgir vegsemd hverri, segir máltækið, enda ofmetnast fólk í frægðarljóma. Aftur á móti er áfall að fara úr ljósinu og vera ekki lengur á vörum allra. En breiðu bökin þola að falla í skugga án þess að brotna niður, enda hafa þau sér til stuðnings máltækið: Fall er fararheill. Nýtt sviðsljós gæti verið á næstu grösum. Enginn ætti samt að monta sig af falli og fótbroti, handviss um að hann fær aftur löppina í lag. Góðu heilli lifum við núna á öðrum en þeim foma frægðartíma þegar Ragnheiður, biskupsdóttirin mikla, sór umdeilda eiðinn. Öldum saman talaði þjóðin ekki um annað, sumir með henni, aðrir á móti, þótt enginn þekkti sannleikann. Um Ragnheiði ortu skáldin lof og sálma sem juku bara eilífan kjaftagang um hvort hún hefði lagst undir Daða óspjölluð eða svikaepli. Um það vom skiptar skoðanir þangað til að Kaninn kom og giftar og ógiftar velgdu með honum beddann, settust svo á olíubrúsa, svissuðu sér í sokkana og heim til eiginmannsins og fóm frjálslega með sannleikann. Þessi nýi valkostur um rétt og rangt í samviskunnar landi leiddi til þess að umræður um Ragnheiði hurfu úr eldhúsum og ekki minnstáhanayfirkaffiboLlum, hvað þá Daða. Meira að segja sjálfur Brynjólhrr biskup Sveinsson varð ekkert annað en úldið námsefhi sem krakkar fúlsa við í skólum. Þeir vilja heldur horfa á Aðþrengdar eiginkonur í sjónvarpinu og sannfærast um að flatskjár sé betri en kúptur. Það gefur auga leið að faðir og dóttir hafa sett ofan í umræðunni „Um Ragnheiði ortu skáldin iofog sálma sem juku bara eilifan kjafta- gang um hvort hún hefði iagst undir Daða óspjöll- uð eða svikaepli." ■ og eiga ekki uppreisnarvon í hugarheimi þjóðarinnar. Ljóminn í kringum þau er horfinn. f Kasdjósi og Silfri Egils brýtur enginn heilann um fallið eða hvort fóturinn hafi gróið hjá Guði. Enginn spyr lengur: Er ástin sár sem aldrei grær og verður því eklá að öri? Það sómafólk sem segist hafa verið rekið úr Ráðhúsi Reykjavíkur með svikum eins og rússneska hirðin úr Vetrarhöllinni mætti hafa sögu Ragnheiðar í huga hvað sviðsljós og eiða nýju valdhafanna varðar. Það er ástæðulaust að brotna niður. Kaffibarskynslóðin ætti ekki að líta á það sem ævarandi harm að þurfa að færa sig um stund með hirðsálmakáldinu sínu á Kaffi Tár. Á HVERJUM DEGI heiðrum við óskrifaðar reglur um það hvern- ig við eigum að haga okkur og flestir hafa býsna mótaðar hug- myndir um það hvers lags hegð- un sé heppileg. Því um leið og við brjótum reglurnar og gerum eitthvað sem passar ekki inn í hugmyndir annarra um sæmilega hegðun, bökum við okkur vand- ræði sem við viljum flest forðast. Það vill enginn verða fýrir gamla góða hornauganu. EN ÞAÐ ER skondið að gramsa f blygðunarkennd náungans og komast að því hvað særir hana. Spá í allar litlu hversdagslegu ákvarðanirnar sem byggjast á til- finningu fyrir þvf hvað sé kjána- legt og hvað ekki. Fínar veislur og aðrar sparifatasamkomur eru kjörinn vettvangur fyrir slíkar rannsóknir, því þá vöndum við okkur meira en venjulega við að vera prúð og jafnvel saklaus feilspor verða að glæp. Við vitum að það gerist ekkert þó við fáum okkur fjórar pönnukökur, jafnvel þó við byggðum fjall úr trakter- ingunum en við gætum átt von á hornauga eða eitraðri athuga- semd og það heldur aftur af okk- ur. Menn eru lítið fyrir að draga að sér þannig athygli. KANNSKI eru sjarmatröllin sem sigra heiminn einmitt fólkið sem hefur fullkomið innsæi á þá hár- fínu dýnamík sem ber að gæta í viðskiptum við aðra. Að sama skapi og hinir vansælu eru þeir sem ná ekki að fóta sig í fíngerðu taktmynstri daglega lífsins, þar sem vel tímasett orð og gjörð- ir geta ráðið úrslitum um það hvort dagurinn fari norður eða niður. Það getur auðvitað sett helvíti stórt strik í reikninginn að misstíga sig trekk í trekk, að brjóta allar reglurnar og skilja eftir sig slóð særðra blygðunar- kennda. OGÞÁ er tvennt í stöðunni, annaðhvort að vanda sig í samskiptafimleikunum eða bara vera mátulega kærulaus og kippa sér ekki upp við það þó umhverfið beyglist örlítið undan okkar útfærslu á sæmi- legri hegðun. Því þó það megi hafa lúmskt gaman af þessum lúxusáhyggjum, mega þær ekki ganga af okkur dauðum. -hvað er að frétta?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.