Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.2008, Qupperneq 22
22 ÞRIÐJUDAGUR 5. FEBRÚAR 2008
Fókus DV
I!\\l)ll) IIAi\S BIIBBA
Ekkert
að frétta
Ég beið spenntur eftir Bandinu
hans Bubba á íostudaginn. Enda
er ég á þeim punkti í lífi mínu að
ég hef ofsalega fátt að hlakka til,
nema það sé eitthvað nýtt í sjón-
varpinu. Það var líka búið að aug-
lýsa þáttinn mikið, Unnur Birna
aldrei verið eins sæt og í auglýs-
ingunum. Einn sperrtur að öskra,
„fuckyeah" í trailemum, ég meira
að segja poppaði. Þegar svo þátt-
urinn hófst sá ég hvað var uppi á
teningnum. Það er í raun og vem
ekkert í gangi. Bubbi segir sögu,
rabbar svo við einhvern, sem svo
á endanum syngur fyrir hann, og
á eftir því mætir Unnur Bima og
spyr viðkomandi hvemig það hafi
verið að syngja fyrir goðið, hvort
horfði á Bandið
hans Bubba um
helgina.
Bubbi hafi lengi verið í uppáhaidi,
uppáhalds Bubbalag og svo koll af
kolli. Á góðri íslensku heitir þetta
rúnk og er bæði óviðeigandi og
ósmekklegt. Fjrjrkomulag keppn-
innar skíl ég ekki alveg ennþá, en
óhkt Idolinu mun Bandið hans
Bubba verða'miklu skemmtilegra
þegar komið er Ííjónvarpssal.
Bandið hans Bubba er klárt dænj^
þess að útlit sé tekið fram yfir inm-
hald, allt alveg obboðslega töff,
slagsmálasögur og fegurðardrottn-
ing, en ekkert að frétta. Ég ætla
ekki að poppa í næstu vilöi.
Útvarp
til sölu
Á hveijum sunnudagsmorgni fær
Valdís Gunnarsdóttir til sín gesti á
Bylgjunni. Af þeirri einföldu ástæðu
að Bylgjan er sú útvarpsstöð sem mest
er hlustað á á heimilinu verður oftar
en ekki niðurstaðan sú á sunnudags-
morgnum að Valdís hefur orðið. Oft
á tíðum fær hún til sín góða gesti eins
og nýverið þegar bloggari af mbl.is
lýsti áfengisraunum sínum, ástum,
skilnuðum og lífinu með poppstjömu.
Nú síðast fékk hún Dísu í World Class
í það sem Valdís kallar hásætið. Dísa
hefur farið í fjölda viðtala í gegnum
tíðina og bætti svo sem litlu við. Viðtöl
Valdísar em gjaman ágæt þótt hún sé
, uppskrúfuð í lofi um gesti sína.
skrifar um útvarp. w B
★ ★★★ ★ /
- En það er alvarlegur galli á
þættinum. Húsgagnaverslunin Tekk-
Company er styrktaraðili þáttarins.
Valdís er svo yfir sig ánægð með stuðn-
• v inginn að hún gleymir öllum reglum
um að mgla ekki saman auglýsinga-
efni og dagskrá. Hún hamrar stöðugt
á því hvað er að gerast hjá þessari
makalausu verslun. Svo rammt kveður
að þjónkuninni við þann sem réttir
" henni brauðið að nokkmrn sinnum
hef ég flúið af Bylgjunni harðákveðinn
í að versla aldrei í umræddri verslun.
Áflóttanumásunnudagsmorgunvarð
" Rás 1 fyrir valinu sem reyndist góður
kostur. Sá snjalli útvarpsmaður, Ei-
- ríkur Guðmundsson, var að fjalla um
suðurríkjaskáldið William Faulkner.
~ Tekk-Company bar aldrei á góma og
þátturinn ríghélt.
HVAÐ VEISTU?
1. Hverjir fengu (slensku bókmenntaverðiaunin fyrir helgi? *
2. Hvað heitir leikritið eftir Gerald Sibleyras sem frumsýnt var á Nýja sviði
Borgarleikhússins um helgina?
3. Hvaða lið áttust við í Superbowl, úrslitaleik ameríska fótboltans, í nótt?
S lOIHlVd QNV ION3 M3N 90 SiNVID >IHOA M3N í HOCiBH Z NOSSNI3iSHOd NNl3iSHOd 90 NOSSIVd H0QH09IS ' l =HOAS
■J ; SfiUiam Shakespeare skrifaði Óþelló árið
‘ 1603 eða þar um bil. Hann var þá búinn
að semja Hamlet og alla stóru gamanleik-
■í ■ ina, var búinn að fá nóg af öllum kóm-
edíum; nú sneri hann sér að tragedíunum. í kjöl-
far Óþellós fylgja verk eins og Macbeth, King Lear,
Anthony og Cleopatra. I þeim skapaði Shakespeare
hið sálfræðilega leikhús Vesturlanda; sumir segja
að hann hafi beinlínis lagt með þeim fyrstu undir-
stöður sálfræðinnar sem fræðigreinar. Ekkert skáld,
enginn hugsuður, hafi lagt jafiunikið af mörkum og
hann til að móta skilning okkar á mannlegu sjálfi.
Ætli Harold Bloom sé ekld sá sem hefur skrifað hvað
best um þetta í sinni merku bók um skáldið.
Óþelló er eitt mikilvægasta skrefið í þróun þessa
leikhúss. Þar sýnir Shakespeare á fullkomlega trú-
verðugan hátt hvemig stjórnlausar ástríður og illska
geta heltekið besta fólk og eyðilagt líf þess. Djöfull-
eg mannvonska ff amkvæmir verk sitt, að því er virð-
ist fýrirhafnar- og átakalaust, ef hentugar aðstæður
em fyrir hendi. Öþelló er eitt óhugnanlegasta verk
Shakespeares, jafhvel enn hrikalegra en Macbeth
eða King Lear, af því að kringumstæðumar em svo
hversdagslegar; það er svo auðvelt að setja sig í spor
persónanna. Við höfum öll horft upp á svipaða
harmleiki, úr mismikilli fjarlægð, og oft hafa þeir
orðið fréttaefni - líka hér á okkar litla landi.
Á lida sviði Borgarleikhússins getur nú að líta dá-
lítið sérkennilegt og óvenjulegt leikverk samið upp
úr Óþelló. Klassískt skólaður ballettdansari dansar
þar hlutverk Óþellós hins aíbsýðisama, heymarlaus
leikkona fer með hlutverk Desdemónu, ástkonu
hans og eiginkonu, og leikari með hlutverk Jagós,
illvirkjans sem steypir þeim Óþelló og Desdemónu
í glötun. Hann er sá eini sem mælir fram texta, kafla
úr þýðingu Helga Hálfdanarsonar, hvomgt hinna
fær að tjá sig með orðum. Það er alltaf virðingarvert
þegar leikhúsfólk spreytir sig á verkefnum sem ekki
er fýrirffamgefið að takist - sé það gert af heiðar-
leika, einlægni og (nóta bene) fagmennsku. Á það
skortir ekkert hér, eins þótt tilraunin takist ekki til
hlítar, árangurinn sé ekki fyllilega sannfærandi.
Það sem stendur upp úr í þessari sýningu er
ffammistaða Brads Sykes í hlutverki ÓþeÚós. Hann
er feikilega kröftugur og þokkafullur dansari; þeg-
ar hann er á sviðinu er ekki hægt að horfa á neitt
annað en hann, eins þótt hið litía svið Borgarleik-
hússins setji list hans þröng takmörk. Ég hef séð
Elsu G. Bjömsdóttur leika einu sinni áður og veit
að hún er góð leikkona sem ég vona að fái tækifæri
til að þroska list sína í verkefnum sem henni henta.
Það geislaði af henni í hlutverki Desdemónu. Þriðji
leikarinn, Hilmir Snær Guðnason, var hins vegar
ekki góður í hlutverki Jagós. Ég hef aldrei séð Hilmi
Snæ leika varmenni á sannferðugan hátt; þeg-
ar ég sá hann reyna sig við Ríkharð þriðja hér um
árið sannfærðist ég um að slíkar persónur séu ekki
á hans túlkunarsviði, að minnsta kosti ekki í dag.
LEIKDOMIJR
ÓÞELLÓ, DESDEMÓNA
OGJAGÓ
Draumasmiðjan í samstarfi vid
Íslenska dansflokkinn
Höfundur leikgerðar og leikstjóri:
Gunnar I. Gunnsteinsson
Dans- og sviöshreyfingar: Astrós
Gunnarsdóttir
Tónlist: Rúnar Þórisson
Leikmynd: Vignir Jóhannsson
Biiningar: Maria Oiafsdóttir
Ljós: Magnús Arnar Sigurðsson
★ ★★★★
JónViðar Jónsson
leiklistargagnrýnandi
Hilmir Snær getur túlkað lævísi og hann getur verið
skemmtilega kaldhæðinn, en hið hvassa bit sálar-
lausrar grimmdar virðist vanta í registrið hans. Þar
að auki var hann enn litaður af Ivanov, sem hann
túlkar nú af snilld á sviði Þjóðleikhússins; ákveðinn
drafandi raddseimur var fínn í Ivanov, en klæddi
Jagó ekki eins vel. Ég hef sterklega á tilfinningunni
að Hilmir Snær hafi bara ekki unnið hlutverkið
nógu vel - gæti hugsast að hann sé farinn að hlaða
á sig of mörgum verkefhum um þessar mundir?
Söguþráðurinn í Óþelló er allflókinn og þar
skiptir miklu máli að ákveðið jafhvægi sé á milli
persónanna. Ef við eigum að taka þessa sýningu
sem tilraun til að túlka verk Shakespeares, er hægt
að finna að ýmsu, setja mörg spumingamerki. Brad
Sykes er til dæmis of ungur og of flottur fyrir hinn
roskna hershöfðingja Óþelló. Desdemóna leik-
ritsins er tæpast sú sakleysislega „Heiða" sem hún
verður hjá Elsp. Það em líka ýmis atriði í „plotti"
leiksins sem' ég er hræddur um að kunni að orka
ruglingslega á þá sem em ekki handgengnir frum-
textanum, og til þess er ekki hægt að ætíast af ís-
lenskum áhorfendum sem hafa ekki haft tækifæri til
að sjá Óþelló í bráðum tuttugu ár. Persónur eins og
Emúía, kona Jagós, og Kassíó, sem bæði koma mjög
við sögu í árás hans á Óþelló, em nefnd á nafn, en
nærvera þeirra og hlutverk em vart nógu skýr; sama
máli hygg ég gegni um vasaklútínn fræga sem verð-
ur parinu að falli.
Búningamir vom skemmtilega stílfærðir og ríkir
af andstæðum og leikmyndin tók sig ekki illa út þar
sem ég sat til hliðar í salnum. Hún var augljóslega
innblásin af formi hins elísabetanska leikhúss með
uppsviði, framsviði og innsviði. Var ekki Alexander
Calder líka einhvers staðar á sveimi þar - og jafnvel
Poul Henningsen með ph-skermana sína? Hugs-
anlega hefði mátt nota þessi rými á dýnamískari
hátt; það er svolítið erfitt að meta eftir einungis eitt
áhorf og það ekki af besta stað í leikhúsinu. Lituð
ljóskölluðuvíðafram svipmildð andrúmsloft Sum-
ar brellurnar eins og vasaklútaóróinn sem dansar
yfir sviðinu og búrið, sem reis upp af því í lokin og
umlukti þau Oþelló og Desdemónu í morðsenunni,
vom of ágengar og utanáliggjandi fyrir minn smekk
og tónlistina kunni ég ekki heldur að meta, allra síst
í lokin.
Q
1
JLJLJ
Þrettán leikhópar fengu verk-
efnastyrki uþp á samtals 39,2 millj-
ónir króna frá menntamálaráðu-
neytinu að tillögu leiklistarráös
fyrir helgi. Alls bárust 64 umsóknir
um verkelnastyrkj frá 53 aóilum og
ein umsókn um samstarfssamning.
Þeir sern fengu styrk eru:
l'ígúra ehf., 1 ,ti millj. vegna ttpp-
setningar á verkinu Klókur ertu -
Einar Áskell, Kristján Ingimarsson
o.ll., 1,8 millj. vegna uppsetningar
á verkinu Skepna, IJglyDuck Prod-
uctions/Steinunn Ketilsdóttir o.fl.,
800 þús. vegna verkefnisins 108
Prototype,
Sælugerðin/Álfrún llelga Örn-
ólfsdóttir o.fl., 2,4 millj. vegna upp-
setningar á verkinu Ilúmanímal,
Ímógýn/Þóra Karítas Árnadóttir
o.fl., 1,2 millj. vegna uppsetningar á
1
IU
11
í hlut leikhópa
Söguleikliúsið fékk þrjár
milljónir króna vegna
uppfærslunnar a Brák.
m ■
verkinu Ég heiti Rachel Corrie, Lab
Loki/Rúnar Guðbrandsson o.fl., 7,5
millj. kr. vegntt uppsetningar á verk-
inu Steinar í djúpinu, Einleikhúsið/
Sigrún Sól (ilafsdóttir o.ll., 1,7 millj.
vegna uppsetningar á verkinu Upp
á fjall, Opið út/Charlotte Böving
o.fl., 4,6 milij. vegna uppsetning-
ar á verkinu Mamma, Panic Prod-
uctions/Gréta María Bergsdóttir
o.fl., 3,4 miilj. vegna uppsetningar
á verkinu Professional amateurs,
Söguleikliúsið/Kjartan Ragnars-
son o.fl., 3 millj. vegna uppsetn-
ingar á verkinu Brák, Shalala/Erna
Ómarsdóttir o.fl., 2,5 millj, vegna
uppsetningar á verkinu The talking
tree, Odd lamb couple ehf./Mar-
grét Vilhjálmsdóttir o.fL, 5,5 millj.
vegna uppsetningar á verkinu L,
Evudætur/Ólöf Nordal o.fl., 3 millj.
vegna uppsetningar á verkinu Eva,
Hafnarfjarðarleikhúsið I lermóð-
ur og Háðvör, 20 millj. samkvæmt
samstarfssamningi.
Athygli hefur vakið að Mögu-
leikhúsið fékk ekki styrk að þessu
sinni í fyrsta skipti i ljórtán ár. Leik-
listarráð er skipað Orra HaukssynJ,
iórunni Sigurðardóttur og Magnúsi
Þór Þorbergssyni.