Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.2008, Page 4
4 FIMMTUDAGUR13. MARS 2008
Fréttir DV
Ráðherra kom
færandi hendi
Björn Bjarnason dómsmála-
ráðherra hefur fært lögreglunni
á Vestfjörðum að gjöf þrettán
tetrastöðvar. Kemur gjöfin í kjöl-
far heimsóknar hans til ísafjarð-
ar í síðasta mánuði. Tetrasendar
hafa verið settir upp víðsvegar á
Vestfjörðum og kemur hver og
einn lögreglumaður til með að
hafa eina stöð til afnota.
Fram kemur á vef lögreglunn-
ar að mikill fengur sé í gjöfinni
en hún skiptir bæði íbúa og lög-
reglu svæðisins miklu máli. Færir
lögreglan á Vestíjörðum Birni
Bjarnasyni þakkir fyrir rausnar-
lega gjöf.
Fautarnir
fundnir
Lögreglan á Vestfjörðum
hefur handtekið og yfirheyrt
menn sem eru sakaðir um að
hafa ráðist á mann í stiga-
gangi í fjölbýlishúsi á Isa-
firði að kvöldi miðvikudags í
sfðustu viku. Mennirnir eru
sakaðir um að hafa gengið
nokkuð hraustlega í skrokk
mannsins. Maðurinn slasaðist
nokkuð í andliti og þurfti að
kalla til sjúkrabíl sem færði
hann á spítala. Samkvæmt
lögreglunni á Vestfjörðum
er málið í rannsókn og kæra
liggur fyrir af hálfu fórna-
lambsins.
29teknirvið
hraðakstur
Ómerkt lögreglubifreið búin
myndavélabúnaði stóð 29 öku-
menn að hraðakstri á Suðurbraut
í Hafnarfirði í fyrradag. Að sögn
lögreglu hefur reynslan sýnt að
notkun slíks búnaðar gefur gagn-
legar upplýsingar um ástand
umferðamála og auðveldar leit
að lausnum þar sem þeirra sé
þörf.
Mælingarnar í gær voru
hluti af sérstöku umferðar- og
hraðaeftirliti í og við íbúðargöt-
ur í umdæminu en unnið er eftir
ábendingum frá starfsmönnum
svæðisstöðva lögreglunnar.
Lögreglan fann
fimmta þjófinn
Fimmti maðurinn sem lög-
reglan ieitaði vegna þjófnaðar
á skotvopnum í Hafnarfirði
fýrr í vikunni er nú fundinn.
Hann gaf sig fram í fyrrakvöld
eftir að lögreglan hafði náð
tali af honum.
Maðurinn, sem er rétt
rúmlega tvítugur, viðurkenndi
þátt sinn í málinu og einnig
aðild sína að öðrum þjófnað-
armálum á höfuborgarsvæð-
inu að undanförnu. Mann-
inum var sleppt að lokinni
skýrslutöku og telst málið
upplýst.
Geir H. Haarde
Neitar að svara
gagnrýni Þorgríms
Þráinssonar.
Vítisengillinn Jón Trausti Lúthersson kom jakkafataklæddur í Héraösdóm Reykja-
ness í gær þar sem réttað var yfir honum vegna tveggja líkamsárása. Hann neitar
alfarið sök og segir raunverulegt fórnarlamb kvöldsins hafa verið þáverandi unn-
ustu sína. Sjálfur er hann hættur að reykja og trúlofaður barnsmóður sinni.
„Lögreglan kom
á staðinn, tók
skýrslu afhenni og
myndir afáverkunum.
Síðan var málið bara
látið niður falla."
VALUR GRETTISSON
blaöomoöur skriíar: volurvwlv.ii
„Ég lít á þetta sem persónulega að-
för að mér," segir Vítisengillinn Jón
Trausti Lúthersson, en hann er
ákærður fyrir að hafa nefbrotið mann
á skemmtistaðnum Hápunkti í sept-
ember 2006. Hann er einnig ákærð-
ur fyrir að hafa sama kvöld sparkað
í Jóhönnu Ósk Gunnarsdóttur, með
þeim afieiðingum að hún hlaut sár á
höfði og rifbeinsbrotnaði.
Sjálfur neitar Jón Trausti alfarið
sök. Hann segir þáverandi unnustu
sína hafa verið slegna með flösku
í andlitið sama kvöld og vör henn-
ar hafi klofnað. Hún kærði Jóhönnu
fýrir verknaðinn en málið var látið
niður falla. Nú er búið að kæra þá
ákvörðun til ríkissalcsóknara.
Snyrtilegur í dómsal
Jón Trausti var snyrtilega klædd-
ur þegar hann mætti fyrir Héraðs-
dóm Reykjaness í gærmorgun.
Hann var þá nýkominn frá Noregi
en hann hefur trúlofast barnsmóð-
ur sinni sem hann á tvö börn með.
Hann neitaði að hann hefði ráðist
á konuna og manninn á barnum
í september árið 2006. Fyrir dómi
sagði Jón Trausti að Jóhanna hefði
slegið þáverandi unnustu hans
með flösku í andlitið. Vörin á henni
klofnaði og þurftu þau að leita að-
hlynningar hjá heilsugæslunni á
Suðurnesjum.
Persónuleg aðför
„Lögreglan kom á staðinn, tók
skýrslu af henni og myndir af áverk-
unum. Síðan var málið bara látið
niður falla," segir Jón Trausti en eftir
nokkra rannsókn ákvað fulltrúi lög-
reglustjóra á Suðurnesjum að ekki
yrði ákært í málinu. Sjálfur túlkar
Jón Trausti þetta sem afleiðingu per-
sónulegrar árásar á sig: „Þeir vilja
bara negla mig," segir Jón Trausti.
Akvörðun fulltrúans hefur verið
kærð til ríkissaksóknara en niður-
staða í því máli mun ekki liggja fyr-
ir fyrr en eftir mánuð. I millitíðinni
fellur dómur í máli Jóns Trausta, um
hvort hann hafi í raun gerst sekur
um að slá tvímenningana.
Hættur að reykja
„Maður er hættur að reykja,"
sagði Jón Trausti þegar blaðamað-
ur spjallaði við hann fyrir utan hér-
aðsdóm að málsmeðferð lokinni.
Þá japlaði hann á nikótíntyggjói en
sjálfur er hann nýtrúlofaður barns-
móður sinni í Noregi. Þar býr hann
auk þess sem hann kemur reglulega
til íslands. Hann segir lífið gott í Nor-
egi. Hann fái að vera með börnun-
um sínum tveimur og segist vera í
góðu yfirlæti.
Hann hlær þegar hann bendir
blaðamanni á viðtal sem tekið var
við meint fórnarlamb hans, Jóhönnu
Gunnarsdóttur, en tekið var
sérstaklega fram að hún væri
þriggja barna móðir sem byði
Vítisenglinum byrginn.
„Það hefði frekar átt að
vera þriggja barna móðir sem
býður tveggja barna föður
byrginn," segir Jón Trausti og
hlær.
Aldrei handrukkað
„Ég hef aldrei handrukkað,"
svarar Jón Trausti þegar hann
spurður hvort þeir dagar séu að
baki. Jón hefur margsinnis kom-
ist í kast við lögin auk þess sem
hann var handtekinn í Leifsstöð
þegar hann ætlaði að taka á móti
norskum Vítisenglum árið 2005. Þá
var hann einnig dæmdur í fimm
mánaða fangelsi síðasta haust fyrir
aðild að líkamsárás nálægt 10-11 í
miðborg Reykjavíkur. Þá var hann
sviptur ökuréttindum fyr-
ir að tika of hratt á
forláta Har-
leyDavid-
son-mót-
orhjóli.
„Þeir vilja bara
negla mig."
JónTrausti Lúthersson
Vítisengill íslands kom
jakkafataklæddur i Héraösdóm
og japlaöi á nikótíntyggjói.
Guðlaugur Þór Þórðarson segir að heilsustefna ráðuneytisins verði kynnt fljótlega:
Óþolinmæði er dyggð
Geir H. Haarde forsætisráðherra
neitar enn að svara gagnrýni Þor-
gríms Þráinssonar, formanns fag-
hóps um bætt heilbrigði þjóðarinnar.
Hópurinn skilaði af sér skýrslu fyrir
um 18 mánuðum. Hún inniheldur á
fimmta tug tillagna um hvernig megi
stuðla að bættu heilbrigði þjóðar-
innar. Birkir Jón Jónsson, þingmað-
ur Framsóknarflokksins, bar upp fyr-
irspurn á Alþingi í febrúar þar sem
hann krafði forsætisráðherra svara.
Þorgrímur lét í kjölfarið óánægju
sína með framkvæmdaleysi forsætis-
ráðuneytisins í ljós í samtali við DV.
Geir hefur ekki viljað tjá sig um
málið en vísaði nú síðast á Guðlaug
Þór Þórðarson heilbrigðisráðherra.
Guðlaugur Þór segir óþolinmæði
dyggð þegar kemur að heilsu og for-
varnarmálum. Þar þurfi að
hratt og vel. „Það er jákvætt
að fá hvatningu en því
fer víðs fjarri að við höf-
um ekkert unnið í þeim
tillögum sem nefndin
skilaði af sér. Frá því ég
tók við höfum við
verið að móta
heilsustefhu og
þar nýtast hug-
myndir fag-
hópsins vel.
Einn liður í
því er þátt-
taka okkar í
lífshlaupinu
sem hleypt
var af stokk-
unum á dög-
vinna
unum. Við menntamálaráðherra
höfum einnig hafið samstarf við fé-
lög framhaldsskólanema vegna for-
varnarmála. Það er margt í gangi og
á allra næstu vikum verður haldinn
opinn fundur þar sem þessi stefnu-
mótun verður kynnt þjóðinni,"
segir Guðlaugur. Hann
segir ábyrgðina liggja
víðar en í heilbrigðis-
ráðuneytinu. „Yfirvöld
þurfa að skapa fólki
þær aðstæður að það
sé einfalt og auðvelt
að velja heilsu-
samlegan lífsstíl.
Umræðan um
heilsueflingu í
þjóðfélaginu
er mjög mik-
Guðlaugur Þór Þórðarson Segir
yfirvöld þurfi að auðvelda fólki að velja
heilsusamlegan Iffsstíl.
ilvæg en foreldrar og íþróttafélögin
hafa einnig skyldum að gegna," segir
ráðherrann. baldur@dv.is