Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.2008, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.2008, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR 13.MARS2008 Fréttir DV FRÉTTIR Réttaðyfir Rússa Alexander Trofimov, rúss- neskur auðkýfingur og við- skiptajöfur, var færður fyrir rétt í Kambódíu í gær. Hann var handtekinn í október vegna gruns um að hafa, í bænum Shi- anoukville, beitt nítján stúlkur kynferðislegu ofbeldi. Stúlk- urnar voru á aldrinum ellefu til nítján ára. Eitt fórnarlambanna, fjórtán ára stúlka, sagði að Trof- imov hefði í fjögur skipti neytt hana til kynmaka. Að sögn lög- reglunnar er þetta stærsta mál sinnar tegundar í sögu landsins. Alexander Trofimov er stórt nafn í Shianoukville og fyr- ir tveimur árum fékk fyrirtæki hans leyfi til að byggja gríðar- stórt hótel þar. Ef hann verður fundinn sekur á hann yfir höfði sér allt að tuttugu ára fangels- isvist. Uppgjafaher- maðurdeyr Síðasti eftirlifandi uppgjafa- hermaður Frakka úr fyrri heims- styrjöldinni lést í gær hundrað og eins árs að aldri. Lazare Pont- icelli kom frá Italíu, en Iaug til um aldur sinn til að fá inngöngu í Frönsku útlendingaherdeild- ina árið 1914, þá sextán ára að aldri. Hann ákvað að ílendast í Frakklandi árið 1921. Það er ekki nema handfylli hermanna úr fyrri heimstyrjöldinn á lífi, þar á meðal er breski flugmaðurinn Henry Allingham og ungversk- austurríski stórskotaliðsmaður- inn Franz Kunstler. í janúar lést síðasti eftirlif- andi uppgjafahermaður Þjóð- verja úr fyrri heimsstyrjöldinni. 0, % / f * Lögreglustjóri án stjörnu Eliot Spitzer, ríkisstjóri New York-ríkis, sagði af sér í gær. Hann hafði verið undir miklum þrýstingi eftir að tengsl hans við vændishringinn Klúbb keisar- anna urðu heyrinkunn. Eliot Spitzer hafði á ferli sínum ávallt sagt að fólk ætti að taka ábyrgð á gerðum sínum og hann gerði ekki minni kröfur til sjálf sín. Spitzer naut mikillar virðing- ar fyrir afstöðu sína gegn spill- ingu og glæpum og fékk meðal annars viðurnefnið Lögreglu- stjórinn á Wall Street. Afsögn Spitzers tekur gildi á mánudaginn og mun David Patterson taka við af honum. Breskum stjórnvöldum stendur ekki á sama um hve mörg börn hverfa fyrirvaralaust frá námi. Árlega hafa um þrjú hundruð manns samband við þau vegna hjónabands sem stofnað var til með nauðung. Fórnarlömbin eru allt niður í ellefu ára aldur. ÚR NÁMI í NAUÐUNG Að meðaltali hverfa á þriðja hundr- að stúlkna á ári úr skólum í bresku borginni Bradford, eða skila sér ekki til baka úr ferðalögum út fyrir land- steinana. Bradford er ekkert eins- dæmi, en í borginni er eitt stærsta samfélag múslíma í Bretlandi og rekja þeir að stærstum hluta rætur sínar til Pakistans og Indlands. Bresk stjórnvöld vita hvorki hvert þessar stúlkur hafa farið né hvort þær hafa komið til baka. Það sem aftur á móti liggur ljóst fyrir er að þær hafa ekki skilað sér í skólana og hafa af þeim sökum verið teknar út af nem- endaskrá. Yfirvöld hafa sterkan grun um að þær stúlkur sem um ræðir séu neyddar í hjónaband, en engar hald- bærar tölur eru fyrirliggjandi um hve margar hafa hlotið þau örlög. Misvísandi tölur Arið 2006 hurfu um tvö hundruð og fimmtíu stúlkur af yfirborði jarð- ar í Bradford, samkvæmt tölum frá innanríkisráðuneytinu. Borgarráð Bradford vefengir þessar tölur, en þar á bæ er vitað um tvö hundruð og fimm börn sem á síðasta ári voru ekki í skóla á vegum borgarinnar. Þar af voru ferðir eitt hundrað sjötíu og tveggja raktar á annan áfangastað eða vitneskja lá fyrir um skólagöngu. Þrjátíu og þrjú börn allra þeirra átta- tíu og níu þúsunda nemenda í Brad- ford eru búin að vera utan nemenda- skrár lengur en tvo mánuði, að sögn borgarráðs Bradford. Nauðungarhjónabandsdeild á vegum innan- og utanríkisráðuneyt- isins fær um fimm þúsund símtöl á ári. Af þeim varða um þrjú hundr- uð nauðungarhjónaband. Fimmt- án prósent þeirra snerta drengi og þrjátíu prósent börn allt frá ellefu ára aldri. Hugsanleg fórnarlömb Jasvinder Sanghera sem stofnaði Karma Nirvana, samtök sem berj- ast gegn heimilisofbeldi, segir töl- urnar frá Bradford áhyggjuefni. „Töl- urnar frá Bradford valda sérstökum áhyggjum, því ef svo margar stúlkur eru í hættu í einni borg hve mörg eru möguleg fómarlömb á landsvísu?" sagði Sanghera, en hún var neydd í hjónaband fjórtán ára að aldri. Nazir Afzal, saksóknari krún- unnar, sérhæfir sig í æruglæpum og nauðungarhjónaböndum. Hann tel- ur að það ætti að vekja yfirvöld til 'm. * f»t. * * ,, Jf Hellti yfir sig eldfimum vökva Margar ungar stúlkui *‘v ' •* kjósa örþrifaráö frarn yfir • ‘A. # nauðungarhjónaband. Þegar hún var fímmt- án ára varhún tekin úr skóla í Manchester því hún neitaði að giftast frænda sínum í Pakistan. umhugsunar þegar barn er tekið úr skóla, og að meiri gaum ætti að gefa hugsanlegum fórnarlömbum. Að hans sögn er það teikn um að nauð- ungarhjónaband sé í bígerð ef barn er tekið snemma úr námi. Erfitt um vik Þeir sem fara fyrir í baráttunni gegn nauðungarhjónaböndum eiga ekki hægt um vik. I Bretíandi, líkt og víða um lönd, fá þeir sem gagn- rýna minnihlutahópa oftar en ekki á sig stimpil kynþáttafordóma og em, í þessu tilfelli, sakaðir um „íslams- fælni". Ann Cryer, þingmaður Verka- mannaflokksins, er ein þeirra sem Jasvinder Shangera Var neydd í hjónaband fjórtán ára að aldri. unnið hafa ötullega að þessum mál- efnum í Keighly-hverfinu í Bradford, en samfélag þess er mjög blandað. Hún hefur verið sökuð um kynþátta- fordóma og íslamsfælni. Cryer segir að það sem standi lausn vandamáls- ins helst fyrir þrifum sé að enginn eigi hagsmuna að gæta með lausn þess. „Foreldrar, skólar og samfélag- ið vilja einfaldlega komast til botns í því [vandamálinu]." Haldiðfanginni Shazia Qayum er ein þeirra stúlkna sem lentu milli steins og sleggju. Þegar hún var fimmtán ára var hún tekin úr skóla í Manchest- er því hún neitaði að giftast ffænda sínum í Pakistan. Þrátt fyrir að henni væri haldið í prísund á heimili for- eldra sinna í á annað ár kom enginn og spurði um hana. Hún var sann- færð um að einhver frá skólanum eða yfirvöldum kæmi til að athuga með hana, en því fór fjarri. Foreldrar hennar höfðu fengið lækni til að skrifa vottorð fyrir hana og þegar hún var sautján ára fór hún með foreldrum sínum til Pakist- an og var neydd í hjónaband. Þeg- ar þau komu heim til Englands á ný hafði Shazia samband við lögregl- una og sagði sínar farir ekki sléttar. Lögreglan kom og náði í hana, en sagðist í raun lítið geta gert. „Ég bjó á gistiheimili í sex mánuði. Útskúf- uð af fjölskyldu minni og alein. Ég hef aldrei verið eins átakanlega ein- mana," sagði Shazia. Hillary fékk óvæntan og jafnvel óæskilegan stuðning: Viðkvæmt innlegg í baráttuna Barack Obama og Hillary Clinton Getur brugðið til beggja vona í slag þeirra. Barack Obama vann léttan sig- ur í forkosningunum í Mississippi í fyrradag og hnykkti á forskotinu sem hann hefur á keppinaut sinn Hillary Clinton. Sigur Obamas hafði eng- in afgerandi áhrif, en undirstrikaði engu að síður það fylgi sem hann á að fagna í slagnum um forsetastól- inn í Bandaríkjunum. Obama hefur nú haft betur en Hillary Clinton í tuttugu og sex fylkj- um, en Clinton hefur sigrað í sex- tán fylkjum. Obama er með rúm- lega hundrað kjörmönnum fleiri en Hillary, eða 1.596 kjörmenn á mótí 1.484. Á sama tíma og Obama og Clin- ton brýna hnífana getur repúblik- aninn John McCain einbeitt sér að hinni eiginlegu kosningabaráttu því hann hefur þegar tryggt sér úmefn- ingu flokks sfns til forsetaframboðs, en enn getur ailt gerst hjá demókröt- um. f kjölfar sigurs Obamas í Missis- sippi steig Geraldine Ferraro fram fýrir skjöldu í viðtali. Ferraro er smðningsmaður Hillary og kom í viðtalinu inn á eitt viðkvæmasta efn- ið í kosningabaráttunni; kynþæm. f viðtalinu sagði hún að ef Barack Obama væri hvímr maður væri hann ekki kominn í þessa stöðu. Þess má geta að Ferraro var varaforsetaefni demókrata í forsetakosningunum 1984, fyrsta konan til að vera vara- forsetaefni annars stóru flokkanna í Bandaríkjunum. Þessi ummæli Ferraro hafa ef- laust verið bjarnargreiði því Hihary Clinton sagðist harma þau og hún væri ekki sammála þeim. Hvað sem áliti Hillary Clinton líður eru um- mæh Ferraro komin í loftið. Ger- aldine neitaði að draga í land með ummælin og sagðist vera fórnar- lamb kynþáttafordóma. „Kynþátta- fordómar virka á báða vegu. Ég held að ég sitji undir ámæh af því að ég er hvít," sagði Ferraro.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.