Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.2008, Qupperneq 16

Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.2008, Qupperneq 16
16 FIMMTUDAGUR 13. MARS2008 Sport PV UEFACUP PSV-Tottenham 0-1 1-0 Berbatov ('81) PSV vann 5-4 (vítaspyrnukeppni. Everton - Fiorentina 2-0 1 -0 Johnson ('16), 2-0 Arteta ('67) Fiorentina vann 4-2 (vitaspyrnukeppni. Zenit St.- Marseille 2-0 1-0 P. Pogrebnyak ('39), 2-0 P. Pogrebnyak (78). Zenit St. fer áfram í næstu umferð með mörkum skoruðum á útivelli. Hamburg - Leverkusen 3-2 0-1 S. Barbarez('18),1-1 P.Trochowski ('53), 1-2 S. Barbarez ('59), 2-2 J.P. Guer- rero ('64), 3-2 Van der Vaart ('80). Hamburg fer áfram (næstu umferö með mörkum skoruðum á útivelli. Getafe - Benfica 1-0 1-0 Albin (77). Getafe fer áfram (næstu umferð. Bayern M. - Anderlecht 1-2 1 -0 Lucio ('9), 1 -1 Akin ('20), 1 -2 Yakov- enko ('35). Bayern M. fer áfram i næstu umferð. MEISTARADEILDIN Aston Villa - Middlesbrough 1-1 0-1 S. Downing ('23), 1-1 G. Barry (73, víti). Portsmouth - Birmingham 4-2 1 -0 J. Defoe ('6, víti), 2-0 J. Defoe ('8), 2-1 F. Muamba (’9), 2-2 S. Larsson ('40), 3-2 Hermann Hreiðarsson ('49), 4-2 N. Kanu ('90). Chelsea - Derby 6-1 1-0 Frank Lampard ('28), 2-0 Salomon Kalou ('42), 3-0 Frank Lampard ('57), 4-0 Joe Cole ('64), 5-0 Frank Lampard ('66), 6-0 Frank Lampard (72), 6-1 David Jones (73). StaSan Lið L u J T M St I.Arsenal 29 19 9 1 57:21 66 2. Man. Utd 28 20 4 4 58:15 64 3. Chelsea 28 18 7 3 48:18 61 4. Liverpool 29 15 11 3 53:20 56 5. Everton 29 17 5 7 47:24 56 6. Aston V. 29 13 10 6 52:37 49 7. Portsmth 29 13 8 8 42:31 47 8. Blackburn29 12 10 73 8:35 46 9. Man. City 29 12 9 8 34:33 45 lO.WestH. 29 11 7 11 31:35 40 H.Tottenh 28 9 8 11 53:45 35 12. Middles 29 7 9 13 26:43 30 13. Wigan 29 7 7 15 26:42 28 14. Reading 29 8 4 17 34:55 28 15. Newcas 29 7 7 15 30:56 28 16. Sunder 29 7 6 16 26:47 27 17. Birming 29 6 8 15 33:45 26 18. Bolton 28 6 7 15 28:42 25 19. Fulham 29 3 11 15 26:49 20 20. Derby 29 1 7 21 14:63 10 Markahæstir 1. Ronaldo 21 2. Adebayor 19 3.Torres 19 4. Benjani 13 5.-8. Keane 12 5.-8. Berbatov 12 5.-8. Yakubu 12 CHAMPIONSHIP Cardiff - Hull 1-0 WBA-Cr. Palace 1-1 Staðan Lið L U J T M St 1. Bristol C. 38 18 13 7 45:42 67 2. Stoke 38 18 12 8 61:49 66 3. Watford 37 17 12 8 57:43 63 4.WBA 35 18 7 10 72:43 62 5. Charlton 38 15 11 12 53:45 56 6. Hull 36 15 11 10 46:40 56 7. Plymouth 38 15 10 13 49:39 55 8. Burnley 38 14 13 11 51:49 55 9. Cr. Palac 37 13 14 10 42:37 54 10. Ipswich 37 14 11 12 54:48 53 11. Wolves 36 13 12 11 36:38 51 12.QPR 38 12 12 14 50:54 48 13. Blackpo 38 11 14 13 53:52 47 14. Sheff. U 37 11 14 12 39:41 47 15. Preston 38 13 7 18 38:43 46 16. Barnsley 37 11 13 13 42:52 46 17. Cardiff 35 11 12 12 43:42 48 18. Norwich 38 12 10 16 35:46 46 19. Southa 38 11 12 15 49:61 45 20. Coventr 37 12 7 18 39:52 43 21.Sheff.W 36 12 6 18 38:43 42 22. Leiceste 38 9 14 15 34:35 41 23. Scunthr 37 9 11 17 35:53 38 24. Colches 37 6 14 17 49:63 32 Tottenham er úr leik í Evrópukeppni félagsliða eftir að hafa tapað fyrir hollenska lið- inu, PSV Eindhoven, í vítaspyrnukeppni i gærkvöld. Tottenham var undir eftir fyrri viðureignina, 1-0, en knúði fram framlengingu á ögurstundu. Markvörðurinn, Gomes, var hetja PSV í lokin. VARNARJAXLINN SALCIDO Leggur alltaf allt i sölurnar og uppsker eins og hann sáir. TOTTENHAM SPARKAÐ UT Hollenska liðið PSV Eindhoven sló í gærkvöld út enska liðið Tottenham í 16 liða úrslitum Evrópukeppni fé- lagsliða í vítaspyrnukeppni. Með tapinu var ljóst að Juande Ramos, þjálfari Tottenham, myndi ekki sigra keppnina þriðja árið í röð. Tottenham-menn voru furðu- lega dauflr í fyrri hálfleik og átti PSV auðvelt með að verjast sóknarlot- um gestanna sem voru ómarkviss- ar. Dimitar Berbatov reyndi í hvert skipti sem hann fékk boltann að finna samherja sína í hlaup en þeir kveiktu sjaldnast á perunni og sókn- ir Tottenham ávallt stöðvaðar frekar auðveldlega. Seinni hálfleikurinn var öllu skárri en sá fyrri og eftir aðeins átta mínútu £ síðari hálfleik átti PSV að komast yfir þegar Danny Koever- manns fékk dauðafæri á markteig sem honum tókst að klúðra. Totten- ham komst samt áfram lítið áleiðis gegn vörn PSV. Allt lagt í sölurnar Juande Ramos, þjálfari Totten- ham, er reyndari ein tvær vetur í evr- ópukeppninni enda hefur hann unn- ið tvær síðustu keppnir með Sevilla. Honum var ekki setunar boðið held- ur fór hann "all in" eða lagði allt í sölurnar eins og góður póker spilari og bætti í sóknina. Hann tók fyrirlið- ann, Ledley King, út af og setti Aaron Lennon fram til að þyngja sóknina, bragð sem svínvirkaði. Sóknarþungi Tottenham varð meiri með hverri mínútunni enda lág næstum allt liðið í sókn. Það var á endanum hetjan, Dimitar Berbat- ov, sem tókst að jafna leikinn fyr- ir Tottenham með glæsilegu marki eftir fyrirgjöf frá Pascal Chimbonda. PSV geta sjálfum sér um kennt og einnig horf til leiksins á White Hart Lane-vellinum í fyrri leiknum því þeir fengu sæg af álitlegum sóknum sem þeir fóru illa með. Gomes mikilvægur Darren Bent fékk snemma tæki- færi í framlengingunni sem ein- kendist nú ekki af færum enda bæði lið varkárari í sínum aðgerðum. Ramos tefldi ekki á tvær hættur og var búinn að taka einn framherja út af og aftur kominn í hið sívinsæla 4- 4-2 leikkerfl. Steed Malbranque var sentí- metrum frá því að skjóta Tottenham áfram í framlengingunni þegar hann smellhitti boltann svo vel að hljóð- ið heyrðist alla leið til Islands. Þegar boltinn virtist æda að syngja í mark- vinklinum birtist allt í einu mark- vörður PSV, Brasilíumaðurinn Gom- es, og varði boltann af stakri snilld um leið og flautað var til leiksloka. Jenas og Chimbonda skúrkar Paul Robinson varði aðra spyrnu PSV í vítaspyrnukeppninni og vit- ist sem stund að hann yrði loks- ins hetja en hann er vanari því að vera skúrkur. Tottenham gat tryggt sér sigurinn með síðustu spyrn- unni því allir aðrir höfðu skorað en Jermain Jenas varð skúrkurinn um stund þegar Gomes varði glæsilega frá honum. f bráðabananum steig upp fyrir PSV hinn ungi Dirk Marcellis og þó hræðslan skein úr augunum á hon- um yfirsteig pilturinn það og setti boltann snyrtilega í hornið. Það var því undir bakverðinum, Pascal Chimbonda, að halda Tottenham í leiknum. Chimbonda sem lét öll- um illum látum í úrslitaleik deild- arbikarsins sá svo til þess að hann yrði seldur í sumar þegar hann lét Gomes verja frá sér og Tottenham úr leik. Tottenham-menn eru ekki hrifnir af Chimbonda og fi'flalæti hans ásamt klúðrinu í gærkvöld gætu verið ávísun að Frakkinn þyrfti að fara að finna sér nýtt lið. Fiorentina komst áfram í 8-liða úrslit eftir sigur á Everton í vítaspyrnukeppni. VÍTAVERÐ FÆRANÝTING EVERTON Fiorentina komst áfram í 8-liða úrslit í Evrópukeppni félagsliða eftir að hafa lagt Everton af velli. Úrslitin réðust í vítaspyrnukeppni eftir að Everton hafði sigrað leikinn 2-0. Þar með voru leikar jafnir 2-2 eftir fyrri leikinn sem einnig endaði 2-0, en þá fyrir Fiorentina. David Moyes stillti upp sóknars- innuðu liði að þessu sinni með Andy Johnson í byrjunarliði. Hann endur- galt traustið með því að koma Evert- on yfir á 16. mínútu. Everton sótti svo látlaust all- an fýrri hálfleikinn en Sebastian Frey var í stuði í marki Flórens búa. Nokkrum sinnum skall hurð nærri hælum. Leikmenn Fiorentina björg- uðu meðal annars tvívegis á línu í fyrri hálfleik. í síðari hálfleik héldu Everton- menn áfram að pressa að marki Fi- orentina og það var því eftir gangi leiksins þegar Mikel Arteta skoraði annað mark Everton á 67. mínútu með föstu skoti í stöng og inn. Á lokakaflanum reyndu heima- menn allt sem þeir gátu til þess að koma inn marki en allt kom fýrir ekki og svo fór að leikurinn fór í framleng- ingu. f henni ógnuðu Fiorentina-menn loks en gott skot Pazzini fór rétt framhjá á lokamínútunni. Fram að því hafði Everton fengið ágæt færi til þess að skora en eins og oft áður vantaði herslumuninn eftir að liðið hafði yfirspilað ftalana. Leikurinn fór því í rússnska rúll- ettu, öðru nafni vítaspyrnukeppni. Þar höfðu Fiorentina-menn betur. Yakubu og Jagielka misnotuðu sína vítaspyrnur fyrir Everton en Fior- entina-menn skoraði úr öllum sín- um spyrnum. Þeir fara því áfram í keppninni, en David Moyes og félag- ar í Everton geta nagað sig í handar- bökin fyrir að hafa ekki gert betur úr þeim fjölmörgu færum sem féll lið- inu í skaut. vidar@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.