Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.2008, Page 29

Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.2008, Page 29
DV Fólkiö FIMMTUDAGUR 13. MARS 2008 29 GISTIPLASS AÐ KLARAST FYRIR VESTAN: Tónlistarmaðurinn Mugi- son ólst upp í Breiðholtinu og segir sig í raun nýbúa fyrir vestan. Honum líkar þó lífið þar og er að leggja lokahönd á að skipuleggja rokkhátíð alþýð- unnar. „Ég er eiginlega algjör sígauni," segir Örn Elías Guðmundsson, betur þekkt- ur sem Mugison, um uppruna sinn. Mugison hefur á undanförnum árum orðið eins konar andlit Vestfjarða og hátíðarinnar Aldrei fór ég suður en sjálf- ur ólst hann upp í Breiðholtinu og víðar. „Ég bjó reyndar fyrir vestan frá því að ég var eins árs og til fimm ára aldurs en bjó síðan í Breiðholtinu frá níu til fjórtán ára," segir Mugison sem margir hafa talið ramm- vestfirskan. „Þessu með Vestfirðina hefur eiginlega ver- ið logið upp á mig og ég hef margoft reynt að leiðrétta þetta en aldrei tekist," segir Mugison í glettni. „Ég hef alltaf litið á mig að miklu leyti sem Breiðhyllting því þetta var svo magnaður tími," og segist Mugison vera eins konar nýbúi fyrir vestan. Mugison hefur reyndar búið ótrúlega víða og þar á meðal á Grænhöfðaeyjum og í London. „Ég bjó í Hrísey frá fjórtán til átján ára en þar á undan bjó ég, frá því ég var sex og þangað til ég var tólf, á Grænhöfðaeyjum og alltaf hálft ár í senn. Seinna bjó ég síðan líka í London í þrjú ár," en Mugison lítur þó á sig sem Vestfirðing í dag og líkar lífið þar. Mugison og fleiri völdu nýlega listann yflr þær hljómsveitir sem spila á tónlistarhátíðinni Aldrei fór ég suður. „Við erum með tæplega 40 atriði," segir Mugison en hvorki meira né minna en 130 sóttu um að koma fram á hátíðinni. „Það var virkilega erfitt að velja og hafna en mér finnst listinn sýna nokkuð góða sneiðmynd af því sem er að gerast í íslenskri tónlist þessa stundina," en hátíðin fylgir þeirri reglu að engin hljómsveit spili tvö ár í röð. í ár verður boðið upp á þá nýbreytni að haldin verður tón listarráðstefna á fimmtudeginum fyrir en hátíðin fer fram dagana 21. og 22. mars. „Til dæmis munum við fá lög- regluna og sýslumanninn til þess að tala um hver drap sveitaballið. Síðan gætí verið að Dr. Gunni og Óttar Proppé stoppi við og ræði íslenska textagerð," segir Mugison að lokum en hver fer að verða síðast- ur að næla sér í gistingu og flug því allt er að verða uppbókað. asgeir@dv.is TAKMARKAÐIR MIÐAR Eins og Iram hetur komið heldur Þursallokkurinn tónleika á (íræna haUinum löstudag- inn 11. apríl í tilel'ni al 30 ára alinæli sínu og litkomu Þursa- hoxins sem inniheldur alla þeirra tónlist. Þursallokkurinn lielur ákveðið að hieta við öðr- um túnleikum á laugardeginum en aðeins eru seldir 180 miðar á hvora lónleikana l'yrir sig. Miða- sala hefst í fyrramálið (löstudag) klukkan 10.00 á midi.is með Mastercard -forsölu. Almenn sala hefst svo klukkan I 1.00 og rná búast við því að miðarn- ir rjúki út. Miðinn kostar 3.500 krónur stykkið. AFKLÆDDU UNNI Á heimasíðunni leikjanet.is, er nú hægt að spila leik, sem snýst um að klæða og afklæða fegurðardrottn- inguna Unni Birnu Vilhjálmsdótt- ur. Leikurinn er svipaður í sniðum og sá sem gerður var til heiðurs Agli Gillzenegger Einarssyni, þó að sá fatnaður sem stendur Unni Birnu til boða sé mun smekklegri og snyrti- legri. Það er Ingvar Þór Gylfason sem bjó til leikinn, en hann nýtur mikilla vinsælda á netsíðunni, enda ekki á hverjum degi sem karlmenn geta afklætt ungffú heim. (VAR GUÐMUNDS Á BYLGJUNNISEGIR SÖGU AF PÉTRIJÓHANNI ÞEGAR HANN VANN f BYKO: * SELDIRASSGÖT Á RUGGUHESTA ívar Guðmundsson, útvarpmað- ur á Bylgjunni og bloggari, segir á bloggsíðu sinni sögu af Pétri Jó- hanni Sigfússyni leikara. Sagan ger- ist þegar Pétur vann í byggingardeild BYKO í Kópavogi en eins og frægt er orðið starfaði Pétur þar á lagernum áður en hann sló í gegn sem grínisti og leikari. Samkvæmt ívari var það hefð hjá starfsmönnum byggingardeildar- innar að hrekkja nýja starfsmenn. I lok fýrstu viku Péturs hringdi svo starfsbróðir hans frá byggingadeild- inni í Hafnarfirði og ætlaði að snúa á Pétur. „Heyrðu vinur, við erum í vandræðum, það er stór kúnni hjá okkur sem var að panta 200 kvista- göt og þau eru uppseld hjá okkur, viltu drífa þig niður á lagerinn og finna fýrir mig 200 stykki af kvista- götum og senda það í snatri til okk- ar," segir ívar að sá hafnfirski hafi sagt við Pétur. ívar segir Pétur þrælskýran og hafi svarað um hæi að öll kvistagöt væru uppseld hjá þeim líka. Svarar þá sá hafnfirski með undrun, „Ha! Hvernig stendur á því? Áttu virkilega engin kvistagöt til, strákur?" Pétur svarar því neitandi og vill maðurinn þá fá að vita hver keypti þau öll. „Nú, það kom hingað smiður sem vantaði þau í rassgöt á rugguhesta," svaraði þá Pétur og var hann aldrei hrekktur aftur að sögn Ivars. asgeir@dv.is I Pétur Jóhann Lét ekkl plata sitj þegar hann vann í BYKO.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.