Dagblaðið Vísir - DV - 14.04.2008, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 14.04.2008, Blaðsíða 4
4 MÁNUDAGUR 14. APRlL 2008 A'k Jkj Fréttir DV Hækka kjötverð Sauðfjárbænaur hafa ákveð- ið að hækka verð á dilkakjöti hérlendis um 98 krónur á hvert kíló. Það jafngildir 27 prósenta hækkun en hún var samþykkt á aðalfundi Landssamtaka sauð- fjárbænda. Meðalkílóverð á dilkakjöti fer þannig úr 363 krón- um á kílóið í 461 krónu. í tilkynn- ingu frá samtökunum eru rökin fyrir hækkuninni sögð fyrst og fremst miklar aðfangahækkanir til bænda á undanförnum vikum og mánuðum. Vorhreinsun fram undan Árleg vorhreinsun í höfuð- borginni hefst um næstu helgi. Þá hjálpa starfsmenn hverfa- stöðva Reykjavíkurborgar hús- eigendum við að snyrta garða sína með því að fjarlægja garða- úrgang. Garðeigendur eru beðnir um að setja allan garðúrgang út fyrir lóðamörk sín þannig að borgarstarfsmennirnir geti fjar- lægt hann í kjölfarið. Starfsmenn hverfastöðvanna leggja aftur á móti áherslu á að eingöngu verður fjarlægður garðaúrgang- ur þannig að þeir sem vilja losa sig við annað rusl þurfa að leita til Sorpu. Vorhreinsunarátakið stendur yfir í eina viku, ff á laug- ardeginum 26. apríl til laugar- dagsins 3. maí með það að mark- miði að gera borgina fegurri. Öryrkjar hafa val Nýtt frumvarp félagsmála- ráðherra felur f sér að á tímabil- inu 1. júlí 2008 til 1. janúar 2009 geti örorku- og endurhæfingar- lífeyrisþegar aflað atvinnutekna allt að 100.000 krónur á mánuði án þess að þær skerði tekju- tryggingu. Hér er um mikla hækkun frítekjumarksins að ræða en í dag skerðist tekju- trygging vegna atvinnutekna umfram 327.000 krónur á ári eða um 27.000 krónur á mán- uði. Öryrkjar geta einnig valið um að telja 60 prósent af atvinnutekjum til tekna við útreikn- ing tekjutrygging- ar. 1. janúar2009 er gert ráð fyrir að nýtt örorkumats- kerfi hafi öðlast gildi og komi í stað frítekju- marksins. Hnífamaður í leigubílaröð Lögreglan á höfuðborgarsvæð- inu handtók karlmann um tvítugt á sunnudagsmorguninn eftir að hann hafði brugðið hnífi um háls manns sem beið ásamt honum í leigubílaröðinni við Lækjargötu. Atvikið átti sér stað á sjöunda tímanum en mennirnir tveir biðu í röðinni eftir leigubílum til þess að komast leiðar sinnar. Maðurinn er sakaður um að hafa brugðið hnífi að hálsi mannsins en ástæður eru ókunn- ar. Fórnarlambinu varð ekki meint af en árásarmaðurinn var í annarlegu ástandi þegar lögreglan handtók hann. | SBcUgl'AS \ TÆÍCNÍSVIÐ Ahyggjufullur Lalli er ekki sáttur við samdrátt hjá lögregluembættum þar sem ekki sé hægt að verja íbúana vegna fjársveltis. Lalla Johns líst afar illa á Qársvelti lögregluemb- ætta sem meðal annars birtist í lokun lögreglu- stöðva á höfuðborgar- svæðinu að lokinni dag- vakt. Hann skilur ekkert í því hvernig lögreglunni detti slíkt í hug þar sem flestir glæpamennirnir séu á ferðinni að nætur- lagi. Lalli hefur áhyggjur af því að glæpum geti fjölgað samhliða niður- skurði í löggæslunni. TAST G LÆPABYLGJ U TRAUSTI HAFSTEINSSON blodamaður skrifar: traustm<dv.is Lalli Johns hefur vaxandi áhyggjur af löggæslumálum á höfuðborgarsvæðinu og líst honum afar illa á samdráttinn sem birst hefur hjá lögregluembættum undanfarið. Hann skilur ekkert í því hvernig lögreglunni dettur í hug að loka lögreglustöðvum að lokinni dagvakt. „Á nóttunni eru krimmamir, þjófarnir og drykkjumennirnir á ferðinni og því á lögreglan að leggja meiri áherslu á þann tíma held- ur en dagvaktina. Löggan á miklu frekar að herða gæsluna á kvöldin og um nóttina," segir Lalli ákveð- inn. Björn Bjarnason dómsmála- ráðherra er gagnrýndur fyrir að leggja höfuðáherslu á sérsveitir og greiningardeildir hjá embætti ríkislögreglustjóra á kostnað al- mennrar löggæslu í landinu. Sam- einuð lögregluembætti þjást vegna blankheita og almennum lögreglu- mönnum fækkar á meðan íbúun- um fjölgar. Lögreglan á höfuðborg- arsvæðinu býr við fjársvelti líkt og önnur embætti og nú er svo komið að lögreglustöðvarnar í Hafnarfirði og Kópavogi eru lokaðar á kvöld- in og að næturlagi. Bæjaryfirvöld og bæjarbúar sveitarfélaganna eru áhyggjufull. Löggunni ekki treystandi Lalli er líka áhyggjufullur. „Ég skal segja ykkur alveg eins og er með lögregluna að henni er ekki treystandi til að gæta öryggis borg- aranna eins og staðan er í dag. Nú sker löggan endalaust niður hjá sér og farin að loka stöðvum á kvöld- in. Mér finnst ógeðslegt að huga til þess hvernig ástandið er orðið því lögreglan getur ekki varið íbú- ana með þessum hætti," segir Lalli. Hann telur líklegt að glæpum geti fjölgað í samræmi við niðurskurð í löggæslunni. „Lögreglan verður að treysta því að glæpamennirnir brjóti ekki af sér á nóttunni. Það er ekkert vit í þessu. Þeir sem stunda glæpina þurfa oft lítið svigrúm til að athafna sig og fjarvera lögreglunnar ger- ir þeim enn auðveldara fyrir. Verði þetta þróunin áfram byrja ránin fyrir alvöru." Góður árangur Stefán Eiríksson, lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins, var í síð- ustu viku kallaður fyrir fjárlaga- nefnd Alþingis til að skýra út erfið- leikana í rekstri embættisins. Hann hefur lýst því yfir að rekstrarfé sé skorið við nögl en bað, í samtali við DV í síðustu viku, fólk að hafa í huga þann góða árangur sem náðst hefur í löggæslunni á höfuðborg- arsvæðinu. „Að mörgu leyti höfum við náð mjög góðum árangri og við búum £ góðu og öruggu samfélagi. 90 prósent íbúanna teija sig örugg í dag og þeim góða árangri vilj- um við ekki glata niður á stuttum tíma. Við höfum áhyggjur af þeirri skekkju sem er í grunninum því við „Á nóttunni eru krimmarnir, þjófarnir og drykkjumennirnir á ferðinni og því á lög- reglan að leggja meiri áherslu á þann tíma helduren dagvaktina erum ekkert í venjulegum heimil- isrekstri og það kostar sitt. Því höf- um við þurft að draga saman seglin á einhverjum stöðum. Ég tel orðið tímabært að styrkja grunnþjónustu löggæslunnar" segir Stefán. Aðspurður telur Lalli íbúa borg- arinnar ekki búa við mikið öryggi í ljósi þess að lögreglustöðvar séu ekki einu sinni opnar á kvöldin og að næturlagi. „Þetta er ekkert ör- yggi, nei, nei, nei. Löggan stend- ur sig alls ekki sig nógu vel. Björn dómsmálaráðherra ætti að hætta þessari vitleysu og skammast sín." Söfnunartónleikar til styrktar forræðisdeilu Dagbjartar Rósar: Vill fá Caitlin heim Olga Helgadóttir, nítján ára nemi við Fjölbrautaskólann í Breiðholti, er nú í óða önn við að skipuleggja tón- leika til styrktar Dagbjörtu Rós Hali- dórsdóttur. Dagbjört hefur í nokkurn tíma staðið í forræðisdeilu við barns- föður sinn, en dóttir Dagbjartar, Caitl- in, er úti í Bandaríkjunum. Mál Dagbjartar er nú fyrir banda- rískum dómstólum og er áætlað að niðurstaða fáist í málinu í júní. Síð- ast hitti Dagbjört dóttur sína í jan- úar og langar hana mikið til að fá að hitta lidu telpuna á ný. Mál Dagbjart- ar kom fyrst til kasta fjölmiöla síðasta sumar þegar greint var frá því að Dag- björtu hefði verið vísað frá Bandaríkj- unum eftir að hún fékk ekki dvalar- leyfi. Barnsfaðir hennar hafði aftur á móti lofað því að skrifa undir dvalar- leyfið, en ekki staðið við það. Caitíin er yngra bam Dagbjart- ar, en fyrir á hún son á íslandi. „Hún stendur sig frábærlega sem móðir," segir Olga um vinkonu sína. Olga fór upphaflega af stað með söfnun fyrir Dagbjörtu vegna forræðisdeilu henn- ar, en flugferðir og lögfræðikostnað- ur hafa tekið sinn toll í daglegum út- gjöldum. Olga þekkti Dagbjörtu ekki persónulega þegar málið bar fyrst á góma, en þær hafa orðið mjög nán- ar vinkonur og em nánast í daglegu sambandi. Þetta er í fyrsta sinn sem Olga skipuleggur tónleika sem þessa og verða þeir haldnir 15. maí á skemmti- staðnum NASA í Reykjavík. Meðal þeirra sem munu koma ffarn em Páll Óskar Hjálmtýsson, Buff og Helga Dýrfinna. Þá munu lfldega fleiri lista- menn bætast í hópinn þegar nær dregur tónleikadeginum. „Það hef- ur verið ofboðslega skemmtilegt að skipuleggja þetta, en þetta er mun kvæðir og yndislegir" segir Olga, sem meiri vinna en maður gerir sér grein vonast til að söfnunin hjálpi Dag- fyrir. Það hafa allir tónlistarmenn sem bjöitu í baráttu hennar. ég hef talað við tekið verið mjög já- mberthb@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.