Dagblaðið Vísir - DV - 14.04.2008, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 14.04.2008, Blaðsíða 13
PREMIER LEAGUE Manchester Unit- ed með aðra hönd á titlinum. san2 HARGREAVES HETJAN Leikur Manchester United og Arsenal hafði upp á allt það sem enska knattspyrnan hefur upp á að bjóða á góðum degi. Færunum rigndi, tæklingarnar flugu og markvarslan á heimsmælikvarða. Af öllum var það Owen Hargreaves sem skoraði sigurmarkið úr laglegri aukaspyrnu. Hvað sem Arsenal reyndi náði liðið ekki að bæta við mörkum og jafnvel þótt varnarmenn Manchester United hafi gert sitt besta til að koma knettinum í eigið net, átti ekki fyrir Lúndúnabúum að liggja að fá stig úr þessum leik. Arsenal er svo gott sem úr leik í baráttunni um enska meistara- titilinn og nú er það í höndum Chelsea, sem leikur í kvöld við Wigan, aðhalda spennuíbaráttunni um enska meistaratitilinn. Sex stig skilja að Manchester United og Chelsea sem getur minnkað muninn í þrjú stig með sigri í kvöld. Toppliðin mætast svo um aðra helgi á Stamford Bridge. Bolton og Fulham settu spennu á botn deildarinnar með góðum sigrum. Bolton, Birmingham, Reading og Fulham berjast um stöðu í deildinni en afar líklegt er að tvö þessara liða muni fylgja Derby niður í l.deild. Liverpool verður í Meistara- deildinni að ári. Grannar þess í Everton missm af gullnu tækifæri til þess að halda í við rauðliða sem sigruðu Blackburn á sama tíma og karamellurnar gerðu jafntefli við Birmingham. vörður lceland Express@ vodafone Manchester United skildi Arsenal eftir í baráttunni um enska meistaratitilinn með því að leggja liðið að velli.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.