Dagblaðið Vísir - DV - 14.04.2008, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 14.04.2008, Blaðsíða 8
2 MÁNUDAGUR 14. APRlL 2008 Fréttir DV Endurtalið íSimbabve Kjömstjórn Simbabve úrskurðaði í gær að atkvæði úr tuttugu og þremur kjördæmum skyldu endurtalin. Rúmlega hálfur mánuður er liðinn síðan kosningar fóru fram, en engin opinber úrslit hafa verið kynnt og stjórnvöld í landinu legið undir þrýstingi alþjóðasamfélagsins að bæta þar úr. Stjórnarandstaðan hefur fullyrt að Róbert Mugabe, forseti landsins, hafi farið halloka í kosningunum og hefur töluverð ólga ríkt í landinu, enda býr almenningur við mikla pólitíska óvissu. Stjórnarandstöðuflokkur Morgans Tsvangirai, MDC, hefur lýst yfir að hann muni ekki una úrslitum sem byggist á endurtalningu atkvæða. Samsteypu- stjórn í Kenía Forseti Kenía, Mwai Kibaki, hefur tilkynnt um samsteypustjórn í landinu. Með þ\d standa vonir til að endi verði bundinn á óvissuna sem ríkt hefur síðan kosningar fóru fram í desember. Kibaki skipaði Raila Odinga, leiðtoga stjórnarandstöðunnar, sem forsætisráðherra í kjölfar viðræðna sem þeir áttu á laugardaginn. Olgan sem skapaðist í landinu í kjölfar kosninganna í desember kostaði um fimmtán hundruð manns lífið ogyfir hálf milljón manns hraktist frá heimilum sínum og þúsundir flúðu land. Samkomulagið verður eflaust til þess að margir varpa öndinni léttar og þjóðin getur horft fram veginn, enda mikil vinna fram undan til að bæta úr þeim skaða sem land og þjóð hafa upplifað. Mikið mannfall í Bagdad Harðir bardagar í Sadr- hverfinu í Bagdad, höfuðborg fraks, hafa kostað að minnsta kosti tvö hundruð mannslíf, og yfir þúsund manns hafa særst. Um helgina áttu sér stað harðir bardagar á milli Bandaríkjamanna og írakskra hermanna og vopnaðra stuðn- ingsmanna Moqtada al-Sadr, en hann er róttækur sjíta-klerkur. Læknir á Imam Ali-sjúkrahúsinu segist hafa búið þar undanfarnar tvær vikur, ekki sé vogandi að hætta sér út á götur sökum leyniskyttna og sprengna. Ástandið í Sadr hefur verið afar eldfimt undanfarna daga og á laugardaginn opnaði ríkisstjórn landsins tímabundið leiðum inn í hverfið svo unnt væri að koma þangað matvælum, teppum og lvfium. Róbert Murat var á sínum tíma sterklega grunaður um aðild að hvarfi Madeleine McCann fyrir tæpu ári. Hann hefur höfðað skaðabótamál á hendur fjölmörgum breskum dagblöðum, sem fóru um hann miður fögrum orðum á þeim tíma. Málshöfðunin er ein sú viðamesta í sögu breskra fjölmiðla. Robert Murat (t.v.) Var lögreglunni innan handar eftir að Madeleine hvarf. KOLBEINN ÞORSTEINSSON bladamadui skrifar: kolbeinn^dv.is Ein viðamesta málsókn í sögu breskrar fiölmiðlasögu er í burðarliðnum. Sá sem stendur að baki lögsókninni er Bretinn Róbert Murat sem lengi vel var undir smásjá lögreglunnar vegna hvarfs Madeleine McCann fyrir tæpu ári. Á lista yfir þá sem hann mun krefiast skaðabóta af eru ellefu dagblöð og ein sjónvarpsstöð. Lögfræðingar telja að lyktir þessarar málshöfðunar gætu orðið met í samanlögðum skaðabótum og gætu numið meira en þrjú hundruð milljónum króna. Einnig er um að ræða flestar málshöfðanir gegn bresk- um fiölmiðlum af einni persónu vegna sama máls. Bjó í nágrenni við McCann-hjónin Róbert Murat, þrjátíu og fiögurra ára, bjó í grennd við íbúð McCann- hjónanna í Praia da Luz í Portúgal þegar Madeleine dóttir þeirra hvarf. Hann fékk stöðu grunaðs í málinu skömmu eftir að blaðakona Sunday Mirror lét í ljósi skoðun sína skömmu eftir hvarfið. Blaðakonan Lori Campbell lýsti yfir áhyggjum vegna hegðunar Mur- ats sem henni fannst vera mjög í anda Ians Huntley í kjölfar hvarfs tveggja stúlkna í Soham á Englandi. Huntley lagði sig í líma við að aðstoða lögregluna og leitaði að stúlkun- um ásamt fleirum. Síðar kom í ljós að hann var ábyrgur fyrir hvarfi stúlknanna og dauða. Nú tæpu ári eftir að Madeleine McCann hvarf leitar fiölskylda Murats leiðatilaðknýjaáumopinberaafsökun og greiðslu skaðabóta af hálfu breskra fiölmiðla vegna „óverðskuldaðra smánarbletta á nafn manns sem ekki snefill af sönnunum er gegn" eins og einn fiölskyldumeðlimur orðaði það. Það sem hvílir hvað þyngst á Murat eru staðhæfulausar árásir á hann í breskum blöðum sem endurtóku hryllilegar ásakanir sem birtust í portúgölskum dagblöðum eftir að Madeleine McCann Þess er skammt að bíða að ár verði liðið frá hvarfi hennar. hann fékk formlega stöðu grunaðs í málinu. Þrjátíu milljónir á blað í yfirlýsingu frá lögfræðiskrifstof- unni sem fer með málið fýrir hönd Murats kemur fram að um er að ræða Sky, Daily Express, Sunday Express, Daily Star, Daily Mail, Evening Standard, Metro, Daily Mirror, Sunday Mirror, News of the World, Sun og Scotsman. Caroline Kean, sem sérhæfir sig í skaðabótamálum og fiölmiðlum, sagði að ef Murat hefði erindi sem erfiði í að færa rök fýrir því að blaðaskrif hefðu gefið í skyn að hann hefði átt þátt í hvarfi Madeleine McCann eða morði á henni, gætu lyktir orðið greiðsla skaðabóta. „Það er hægt að gera ráð fýrir um tvö hundruð þúsunda sterlingspunda greiðslu frá hverju dagblaði, fýrir hverja kröfu, og það gerir meira en þrjú hundruð tvær milljónir sterlingspunda," sagði Caroline Kean. Hæsta skaðabótakrafan hingað til nemur um tvö hundruð og tuttugu milljónum króna, en þá vann Aldington lávarður mál gegn Nikolaj Tolstoy greifa. Nikolaj Tolstoy var skyldur rithöfundinum Tolstoy. Róbert Murat hefur enn stöðu grunaðs, en engu að síður hefur lögreglan skilað honum tölvu, fatnaði og ýmsu öðru sem lagt var hald á á heimili Murats skammt frá þeim stað sem Madeleine McCann hvarf frá fyrir tæpu ári. Forkosningar fara fram í Pennsylvaníu í næstu viku: Hillary dugir aðeins sigur Barátta Hillary Clinton vegna komandi forsetakosninga í Banda- ríkjunum hangir nú á bláþræði. For- kosningar fara fram í Pennsylvaníu í næstu viku og ekkert nema hreinn sigur virðist geta tryggt grundvöll fyr- ir áframhaldandi baráttu. Möguleikar repúblikana á að halda Hvíta húsinu aukast á sama tíma og innbyrðis slag- ur Hillary Clinton og Baracks Obama dregst á langinn og tekur á sig dekkri mynd. Nú þegar hefur Hillary legið undir þrýstingi um að draga í land og sigur í Pennsylvaníu er henni lífsnauðsynlegur því hætt er við að sá þrýstingur sem hún liggur nú þegar undir aukist til mikilla muna fari hún halloka í fylkinu. Þó eitthvað hafi dregið saman með Clinton og Obama í könnunum, er hann engu að síður sá sem er und- ir. Hann nýtur fylgis í stórborgum á við Fíladelfíu og Pittsborg því þar býr mikill fiöldi blökkumanna, en engu að síður er á brattann að sækja fyrir hann. Forskot Baracks Obama á heild- ina litið er mikið. Hann hefur unnið í fleiri fylkjum og unnið fleiri kjörmenn og þeim fer fækkandi orrustunum sem Hillary gæti haft sigur í. Barack Obama þarf að halda sjó og standa af sér þær árásir sem Hillary Clinton getur hugsanlega framkvæmt. TU að slá HiUary út úr slagnum þarf Obama hins vegar ekki nema eitt gott högg, og hagstæð úrslit í forkosning- unum í Pennsylvaníu gæti orði náð- arhöggið sem tryggir Barack Obama réttinn til að takast á við repúblik- anann John McCain í nóvember. En sigri HiUary Clinton hefur hún jaftivel tryggt sér tækifæri til að draga bárátt- una enn frekar á langinn, en margir flokksfélagar hennar eru þó þeirrar skoðunar að slíkt gæti orðið demó- krötum dýrkeypt.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.