Dagblaðið Vísir - DV - 14.04.2008, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 14.04.2008, Blaðsíða 21
DV Sport MÁNUDAGUR 14. APRÍL 2008 21 menn leyfa okkur að hitna er þetta búið," sagði stórskyttan Magnús. Gríðarleg stemning var með- al áhorfenda í gær sem voru komn- ir löngu fyrir leik að hita upp radd- böndin. Árni Sigfússon, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, mætti á svæðið en pó- lítikusar fá ekkert gefins þegar íþrótt- ir eru annars vegar og bæjarstjórinn varð að sætta sig við að standa megn- ið af leiknum. TaKesha Watson, leik- maður íslandsmeistaraliðs Keflavík- ur, varð einnig að sitja uppi á ofni. Hreggviður Magnússon, leikmað- ur iR, hefur farið mikinn í fjölmiðl- um undanfarið en á hann var algjör- lega lokað í leiknum í gær. Hann var með skelfilega nýtingu í fyrri hálfleik, 1 af 5 í stökkskotum, 0 af 2 í þristum og 1 af 2 í vítum og var aðeins með 3 stig. Ef ÍR ætíar ekki að koksa á loka- prófinu verður Hreggviður að hysja upp um sig buxurnar. Hann endaði með 11 stig. Áfram hélt sýning Keflavíkur í þriðja leikhlutanum og voru áhorf- endur strax þá farnir að syngja „ole, ole, ole". Sigurður sagði stnum mönnum þó að halda haus. Varn- arleikur Keflvíkinga var frá- bær í gær. Eitt sinn fékk Nate Brown meira að segja dæmdar á sig 5 sekúndur sem gerist varla í sjötta flokki. Fjórði leikhlutinn var síðan formsatriði þar sem ungir og efnileg- ir leikmenn fengu að spreyta sig. Sig- urinn var því sanngjarn. „Mér fannst reyndar halla veru- lega á okkur í dómgæslunni, dóm- ararnir voru slakir ekki síður en við. Við ætíuðum að koma klárir og það er ljóst að það verður erfitt á mið- vikudaginn. Við gerum okkur grein fyrir því að þetta er hörkulið sem við erum að spila á móti, það náði að ýta okkur út úr okkar leik og það er auðvitað afar svekkjandi að geta ekki klárað þetta eftir góða byrjun," sagði Eiríkur sem skoraði 9 stig. Allir lofa því að vera tilbúnir Þjálfari Eiríks, Jón Arnar Ingvars- son, var heldur ekki sáttur við dóm- ara leiksins. „Nú erum við búnir að spila tvo slaka leiki í röð og búnir að gefa Keflavík mikið sjálfstraust um leið. Hins vegar er þetta aðeins einn leikur á miðvikudag og við verðum klárir í það. Við höfum spilað þessa leiki illa, erum of linir og við þurfum að gera betur ef við ætíum okkur að vinna gott lið Keflavíkur. Þeir spila fast og allt það en samt fáum við fleiri villur en þeir. Það er svolítið skrýtið en dómararnir réðu ekki úrslitum í þessum leik. Það var fyrst og fremst að við spiluðum illa og ég ætíast til þess að mínir menn komi einbeittir og spili sig í gegnum þá stöðu sem Fórhamförum TommyJohnson byrjaði á bekknum en kom inn á með miklum hvelli. Hann skoraði 28 stig. sm--. Eiríkur Önundarson, fyrirliði (R, lofar betri leik sinna manna á miðvikudag. kemur upp. Hvort sem það er dóm- gæsla eða andstæðingar." Keflavíkurhraðlestin brunar um þessar mundir og það er erfitt að sjá ÍR stoppa hana í þessum ham á hennar heimavelli. Lykilmenn liðsins brugðust, fóru að tuða við dómarana, hentu boltum út af, létu dæma á sig 5 sekúndur og svona er lengi hægt að halda áfram. Ef öskubuskuævintýri ÍR á að halda áfram þurfa þeir leik- menn sem eiga að teljast fykilmenn að stíga upp og sýna úr hverju þeir eru gerðir. „Við höfum engu að tapa á miðvikudag. Við erum búnir að tapa tveimur í röð, við höfum ekki gert mikið af því að tapa þremur í röð, svo við mætum klárir og það er ekkert annað en að klára dæmið þar," sagði Eiríkur, fyrirliði ÍR. f þessum ham ráða fáir við Kefla- vík og það er engin tilviljun að liðið vann deildina. Lykilmenn þar á bæ áttu heldur ekki neinn stórleik en þá stigu aðrir upp. Þröstur Jóhanns- son kom gríðarlega sterkur inn og skoraði 19 stig. Honum fylgdi kraft- ur og barátta. „Liðið spilar á getu núna. Menn voru ekki sáttir við sína frammistöðu eftir fyrstu tvo leikina, hvorki einstaklingar né liðið. Sem sannir keppnismenn tóku þeir sig saman og breytm því. Ég hef heyrt af því að við spilum gróft en það er svo langt í frá. Við spilum af meiri krafti. Við spilum fast og vel. Við ætlum okkur að vera ein- beittari og ákveðnari en andstæðing- arnir. Við eigum einn leik eftir, hann er á miðvikudaginn og ég lofa að við verðum tilbúnir." Ronaldinho er á förum frá Barcelona til AC-Milan: RONALDINHO SAMÞYKKTI SAMNINGSTILBOÐIÐ ÉG ER FARINN Ronaldinho ervið það að ganga til liðs við hið fornfræga lið AC-Millan. Brasilíumaðurinn Ronaldinho er á leiðinni til AC-Milan ef marka má orð umboðsmanns kappans sem segir hann hafa samþyklct samningstilboð frá ít- alska stórveldinu. Ronaldinho mun ekki leika með Barcelona það sem eftir er leik- tíðar vegna tognunar í hné. Hann ku vera þreyttur á lífinu í Barcelona og hugi að vista- skiptum. „Við eigum eftir að skrifa undir en það er einungis formsatriði því við erum sammála um alla hluti. Ronaldinho var sáttur við samningstilboðið og AC- milan er ffábært lið," segir umboðsmaður og bróðir Ronaldinhos, De Assis. Adriano Galliani, stjómarmaður AC- Milan, staðfesti orð umboðsmannsins. „Við höfum náð samkomulagi við leik- manninn í meginatriðum. Næst á dagskrá er að klára að semja um verð við Barce- lona, gefið okkur tíma," segir Galliani. De Assis sást á leik með Chelsea fyrir skömmu og samstundis fóru sögusagnir í gang um að hann myndi fara til Lundúna en Manchester City var einnig orðað við Brasilíumanninn. De Assis segir hins vegar að hann hafi aðeins verið gestur á Stamford Bridge og hann hafi ekki rætt formlega við forráðamenn Chelsea um kaup á Ronaldinho. „Meginmáli skiptir að hann verði ánægður þar sem hann verður. Vonandi verða liðin fljót að ná samkomulagi um verð," segir De Assis en Ronaldinho hefur tvívegis verið valinn besti leikmaður heims, árið 2004 og 2005. Carlo Ancelotti, þjálfariAC-Milan, hef- ur gefið það út að hann vilji fá Ronaldinho og Andrej Schvechenko til þess að bæta sóknarlínu liðsins. AC-Milan hefur átt í stökustu vandræðum með að skapa mark- tækifæri og skora mörk á leiktíðinni. vidar@dv.is ÍÞRÓTTAM0LAR HAUKAR fSLANDSMEISTARAR Haukar urðu (slandsmeistarar ( handbolta karla á föstudaginn var þegar þeirvöltuðuyfirFram aðÁsvöllum,41- 30. Enn eru fjórar umferðireftiraf (slandsmótinu en Haukarsýnduí leiknum yfirburði s(na á íslands- mótinu íleiknum gegn Fram þar sei þeirspiluðu listahandbolta á köflum. Haukar hafa nú ekki bara 10 stiga forskot á toppi deildarinnar heldur hafa þeir einnig betur í innbyrðis viðureignum gegn öllum liðum. Enn fremur hafa hin liðin sama og hætt keppni en margir þeirra leikja sem hafa verið í síðustu tveimur umferðum mótsins hafa verið vægast sagtskelfilega spilaðir. TAPGEGN MEXlKÓUM Karlalandsliðið í íshokkí tapaði seinasta leik sínum í B-riðli 2. deildar heimsmeist- arakeppninar í íshokkí þegar liðið tapaði 6-4(yrirMexíkó. (slenska liðið byrjaði skelfilega ogvar4-1 undir eftirfyrstu lotu. Það bætti sig í annarri lotu og minnkaði muninn (5-4. (von umaðjafna leikinn var markvörðurinn tekinnútafá seinustu mínútu leiksins og sóknarmanni skipt inn (staðinn. Það gekk ekki heldur skoruðu Mexíkóar sjötta markið. Jónas Breki Magnússon skoraði tvö mörk og Birgir Hansen og Ingvar Jónsson sitt markið hvor. (slenska liðið hélt sér ( deildinni og flestir leikir þess voru jafnir. % FRAMVANN GRÓTTU Fram heldurfjögurra stigaforystu í N1- deild kvenna í handknattleik eftir 26-28 sigur á Gróttu á laugardag. Fram var yfir 10-17 í hálfleik og 18-25 um miðjan seinni hálfleik. Góður leikkafli heimaliðsins kom þvíafturinní ieikinn en ekki nógu nálægt Fram til að krækja f stig. Fram á tvo leiki eftir,gegnValog FH.Tapi liðið öðrum leiknum opnast leið Stjömunnar eða Vals. Stjaman er í öðru sæti, stigi á undan Val, en bæði liðin eiga þrjá leiki eftir og mætast í seinustu umferðinni þegar Fram situr hjá. TAPAÐIFYRIR UNGVERJA Júdókappinn ÞormóðurJónsson féll úr leik (fyrstu umferðá r Evrópumeistara- mótinuíjúdósem fram för í Portúgal um helgina. Þormóður, sem . keppir(+100kg flokki, tapaði fyrir Ungverjanum Barna Bor. Bor vann á ipponi eftir fjóra og hálfa mlnútu. STJARNAN OG ÞRÓTTUR N. LEIÐA Stjaman og Þróttur Neskaupstað eru komin í forystu í úrslitaeinvígum um (slandsmeistaratitilinn í blaki. Stjarnan vann Þrótt Reykjavík 3-1 í gær ( karlaflokki. Austurá Norðfirði unnu heimamenn nafna sinn úr Reykjavík 3-0 á laugardag (kvennaflokki. Kvennaliðin mætast aftur (kvöld. Það lið sem fyrr vinnurtvo leiki verður (slandsmeistari. ÓLAFUR f ÚRSUT Ciudad Real, lið Ólafs Stefánssonar, tryggði sér um helgina sæti (úrslitum Meistaradeildarinnar (handknattleik. Liðið tapaði fyrir Hamburg 32-26 á útivelli en þar sem Ciudad vann fyrri undanúrslitaleikinn með sjö mörkum fór spænska liðið áfram. Ólafur var markahæstur leikmanna Ciudad ( leiknum, skoraði átta mörk þar af fjögur úrvftaköstum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.