Dagblaðið Vísir - DV - 14.04.2008, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 14.04.2008, Blaðsíða 10
10 MÁNUDAGUR 14. APRlL 2008 Umræða DV ÚTGÁFUFÉLAG: Dagblaðið-Vísir útgáfufélag ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Hreinn Loftsson FRAMKVÆMDASTJÓRI: Elín Ragnarsdóttir RITSTJÓRAR: JónTrausti Reynisson og ReynirTraustason FULLTRÚI RITSTJÓRA: Janus Sigurjónsson FRÉTTASTJÓRI: Brynjólfur Þór Guömundsson AUGLÝSINGASTJÓRI: Ásmundur Helgason Umbrot: DV. Prentvlnnsla: Landsprent. Dreifing: Árvakur. DV áskilur sér rétt til aö birta aösent efni blaðsins á stafrænu formi og I gagnabönkum án endurgjalds. öll viötöl blaðsins eru hljóðrituð. AÐALNÚMER 512 7000, RITSTJÓRN 512 7010, ÁSKRIFTARSÍMI 512 7080, AUGLÝSINGAR 512 70 40. SANDKORN ■ Kristófer Helgason, útvarps- maður í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni, kom fram í viðtali hjá Frétta- blaðinu á dögunum þar sem hann lýsti því hvernig hann reyn- ir að selja lögreglunni rafbyssur. Jónas Kristjánsson ritstjóri þolir illa áróður og kallar Krist- ófer vopnasala á vefsíðu sinni jonas.is. Jónas bendir þar á að rafbyssur hafl drepið minnst 245 manns frá júní 2001 til júní 2007. Lögreglan hefur enn ekki tekið tilboðinu frá Kristófer, sem betur fer. ■ Matthías Jóhannessen, fyrr- verandi ritstjóri Morgunblaðs- ins, var ekki hrifinn af Stak- steinadálki blaðsins, þar sem fjallað hefur verið um pólitík á afar gagnrýninn hátt. f dagbók- arfærslu Matthíasar, sem Andr- és Jónsson vitnar í á bloggsíðu sinni, fagnar hann endalok- um Staksteina, sem nú hafa verið endurreistir með pompi og prakt. „Nú eru Staksteinar dottnir upp fyrir, guði sé lof og dýrð," skrifaði Matthías, og hélt áfram: „... við erum hættir að skrifa þessa nafnlausu, ofstæk- isfullu pólítík í Staksteina, sem betur fer." En nú eru þeir sum sé byrjaðir aftur. ■ Þrátt fýrir andúð sína á ofstækisfullri pólitík í Stak- steinum virtist Matthías Jó- hannessen ekki hafa verið andsnúinn nánum tengslum við stjórnmálamenn. Þannig lýsir Matthías skemmtilegum og afslöppuðum málsverði Morgun- blaðsmanna í ráðherra- bústaðnum með Davíð Oddssyni forsætis- ráðherra. „Borðuðum skötusel og töluðum saman í léttum dúr; samtalið var gott og alls ekki í skötulíki... Davíð sagði nýjar og gamlar gamansögur og nokkur trúnaðarmál," skrifaði Matthí- as, og tók fram að hann vildi ekki láta freistast til að segja frá trúnaðarmálunum. ■ Samfylkingin leitar nú leynt og ljóst að nýjum seðlabanka- stjóra. Boðuð hefur verið úttekt á starfsemi Seðlabankans og Björgvin G. Sigurðsson við- skiptaráðherra sagði í sam- tali við fréttastofu útvarps að allar hug- myndir yrðu skoðaðar við end- urskoðun peninga- stefnunnar, einnig hugmyndin um að „fag- menn" stýri bankanum. Sem kunnugt er er aðalbankastjóri Seðlabankans menntaður í lög- fræði, en hinir bankastjórarnir tveir eru hagfræðimenntaðir. J Þurfalingar flokksins’ REYNIR TRAUSTASON RITSTJÓRl SKRIFAR. Astandið í peningamálum þjóðarinnar er með þeim ósköpum að nauðsyn- legt er að grípa til aðgerða. Ráð- þrota Seðlabanki kann þau ráð ein að hækka stýrivexti en sífellt hallar þó á ófæfuhliðina. Lengi hefur verið lenska að leita ekki skýringa hjá stórnendum í opinberum störfum heldur skella skuld- inni á eitthvað málinu óviðkomandi. Um- ræðan um Seðlabanka íslands er þessu marki brennd. Þegar í óefni er komið seg- ir Davíð Oddsson, sjáifskipaður seðlabanka- stjóri og smjörklípumeistari þjóðarinnar, að um sé að kenna ljótum köllum í útlöndum sem gert hafl árásir á íslenskt hagkerfi með þeim afleið- ingum að fjárhag almennings blæðir. Framan af var skýringum seðlabankastjórans tekið sem góð- um og gildum en loksins hafa vaknað efasemdar- raddir um færni hans í starfi og krafa um afsögn hans er á dagskrá. DV spurði Davíð á blaðamannafúndi í bank- anum, þar sem að vanda voru boðaðar stýrivaxtahækkanir, hvort hann hefði ekki íhugað að segja af sér vegna stöðunnar. Honum fannst spurningin vera fráleit og sneri út úr henni. Við Þetta cm mcnniniiv sem þjóðin þarfað losna við. ítrekun spurningarinnar sagðist hann sitja sem fastast. Það er ömurleg niðurstaða og þá sérstaklega vegna þess að líklega ræð- ur Davíð ennþá því sem hann vill ráða. Hann mun halda áfram að skaða þjóð- arhag í skjóli Sjálfstæðisflokksins og stjórnar Seðlabankans sem að miklu leyti er skipuð fávísum flokksgæðing- um. Formaður stjórnar Seðlabankans er Halldór Blöndal, afdankaður stjórn- málamaður, sem er að hverfa sporlaust úr stjórnmálum eftir áratugasetu á Alþingi. Dav- íð Oddsson er skipaður af flokknum rétt eins og Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor sem hvað þekktastur er fyrir að vera dæmdur fyrir að stela texta frá nóbelsskáldi. Þetta eru mennirnir sem þjóðin þarf að losna við ef taka á upp vitræna stjórnun peningamála. Ef Sjálfstæðisflokkurinn vill ekki hefja þá lúsahreinsun sem þarf verður þjóð- in að refsa honum harðlega í komandi kosningum. Það verður að skipa mönnum rétt tii verka. Tími er til kominn að þurfalingar á vegum flokksins hverfl frá mikilvægum störfum og hæfni verði látin ráða. FÓTB0LTI0G FJÖLDAM0RÐ Svarthöfði er maður rökvísinnar í rugluðum heimi. Hann elskar sannleikann meira en annað og þykir fyrir vikið frekar Ieiðinlegur á köflum. Eftir áralangan stuðning við knattspymulið í enska boltan- um hefur hann kosið að snúa baki við þeirri iðju, eða réttara sagt iðjuleysi. Hann fylgdist með liði sínu, Arsenal, leika hvern stórleildnn á fætur öðmm, algerlega ólógískt. Víti var ekki dæmt á Ars- enal gegn Liverpool þegar leikmaður liðsins var felldur. f næsta leik gegn Liverpool var dæmt víti á Arsenal þegar leik- maður Liverpool hófst skyndilega á loft inni í teignum og fékk heiftar- legt flog líkt og unga stúlkan í kvik- myndinni The Exorcist. f fyrradag skoraði svo framherji Arsenal gegn Manchester United, jú, með hend- inni. Það er svindlað í hverjum ein- asta leik. En svindlið er ekki það sem hefur fengið Svarthöfða til að snúa baki við enskri knattspyrnu. Hann áttaði sig fyrir mörgum vikum þegar hann hlustaði á fréttatímann með karlkyns kunn- ingjum sínum. Greint var frá bull- andi niðursveiflu í efnahagslífinu, sveltandi börnum og hörmulegum dauðdaga tuga manna í útíöndum. Enginn félaganna kipptí sér upp við það. En þegar sagt var frá því að knattspyrnulið í Englandi hefði tap- að leik góluðu þeir eins og stungnir grísir og fylltust harmi sem skyggði á tilvist þeirra næstu klukkutímana á eftir. Þeir ræddu áfaUið ffam og tíl baka og komu með tillög- ur að því hvernig lagfæra þetta hörmulega ástand og koma í veg fyrir að liðið tapaði aftur. En þeir sögðu ekki orð um menn, konur og börn sem tíndu lífinu á vov- eiflegan hátt. Þeim var full- komlega sama og lögðu ekkert tíl um það, hvernig bjarga mættí sveltandi og myrtu fólkinu í Darfur. þeim. Fréttín um íslending í útíönd- um sem skaut kúlum ofan í holu allan daginn - miðlungsvel - þykir jafnmerkileg og fféttin um manninn sem vafði sig sprengjubelti og ákvað að tæta í sundur tuttugu og tvo saklausa borgara fyrir Guð. Tuttugu og tveir menn spil- uðu knattspyrnu í Bret- landi í dag - ekkert mark var skorað - er ennþá merki- legra. I þróttír þykja svo mikilvægar í þjóðfélaginu að vænn skammtur af öllum fféttatímum er helgaður Margir þeirra manna sem í eldmóði sínum fyllast reiði og gleði á víxl við að horfa á tuttugu og tvo menn leika knattspyrnu á laugardegi skipta ekki skapi það sem eftir lifir vikunnar, þótt böm séu lim- lest, konur drepnar og vextír á lán hækkaðir í 15,5 prósent. Iþróttírnar eru ólógískt fyrirbæri. Til er fjölmargt fólk sem borgar fyrir að hlaupa á snúningsbrettí, líkt og hamstrar í búri. Það myndast jafn- vel biðraðir í slíka hreyfingu. Sumt fólk borgar verka- fólki fyrir að puða við að ryksuga og skúra heimili sitt, á meðan það borgar sjálft fyrir að hreyfa sig í þar til gerðum sal. Einfaldast hefði verið að skúra sjálfur og gera það kannski sérstaklega hratt tíl að hámarka brennsluna. Hvernig væri að þrífa líka bílinn, í staðinn fyrir að fara á bílaþvottastöð? Eða gera upp húsið og mála það? Ef ekkert þarf að gera á heimilinu er hægt að hjálpa nágrannanum. Til vara, ef engar færar leiðir til hreyfingar finnast, er hægt að heilsa upp á verkamenn að störfum og aðstoða þá í klukkutíma. Það er ekki slíkur skortur á verkefn- um í heiminum að nauðsyn- legt sé að borga fyrir að eyða orkunni á rafdrifnu hlaupabretti. Loks mætti athuga, hvort hægt væri að fara milliveginn og breyta líkamsræktar- stöðvum í orkuver og leyfa þannig fólki að leggja ffam sitt til þjóðfélagsins í anda umhverfisstefnu. Það er gamaldags að sóa orku. SVARTHÖFDI DÓMSTÓLL GÖTUNINÍAR HVAÐA EINKUNN GEFUR ÞÚ EFNAIIAGSSTJÓRNUN RÍKISINS? „Ég hugsa að ég gæfi þeim ekki meira en fimm í einkunn. Mér finnst að þeir gætu gert meira, jafnvel lækkað benstnið. Það myndí bjarga öllu að stórum hluta. Það eitt myndi gera rosalega mikið. Mér finnst þeir ekki vera að gera sitt besta." María Kristinsdóttir 57 ára hjúkrunarfraeðingur „Þeir fá miðlungseinkunn. Nærri sex. Við skulum gefa þeim séns. Þeir hljóta að spjara sig." Guðbjörg Sigrún Gunnarsdóttir, 38 ára stuðningsfulltrúi „Ég gef þeim minus.Tvo [ einkunn ef við erum góð. Mér finnst þeir gera allt of Ktið (þeim málum sem skipta máli." Guðný Leifsdóttir, 34 ára heimavinnandi „Seðlabankinn fær tótal falleinkunn. Ríkisstjórnin hins vegar fær sex ( einkunn. Mér finnst svolítið eins og Davíð Oddsson sé ennþá að stjórna þessu landi." Vilhjálmur Pétursson, 50 ára vélvirki

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.