Kópavogsblaðið - 01.01.2007, Page 6
6 Kópavogsblaðið JANÚAR 2007
„Mun starfa af alefli fyrir þetta kjördæmi”
Það vakti nokkura eftirtekt að
VG skyldi halda sameiginlegt próf-
kjör fyrir Reykjavíkurkjördæmin
og Suðvesturkjördæmi. Ögmundur
Jónasson hefur verið þingmaður
Reykvíkinga sl. 12 ár en kemur
til með að leiða framboðslistann
í Suðvesturkjördæmi og í 2. sæti
verður Guðfríður Lilja Grétarsdótt-
ir, sem einnig er úr Reykjavík.
Ögmundur var fyrst spurður
hvort það veikti ekki framboðslist-
ann að ekki skyldi vera “heimamað-
ur” fyrr en í 3. sætinu.
Ögmundur segir að ekki megi
gleyma því að Kraginn sé æði víð-
feðmur. Auk Kópavogs taki hann
til Hafnarfjarðar, Álftaness, Garða-
bæjar, Mosfellsbæjar, Kjósarinnar
og Seltjarnarnessins. Kraginn sé nú
orðinn fjölmennasta kjördæmið,
ekki aðeins hér á þéttbýlissvæðinu
á suðvesturhorni landsins heldur á
landinu öllu.
“Þetta gæluheiti fyrir Suðvestur-
kjördæmi er ágætlega lýsandi því
það myndar eins konar kraga um
höfuðborgina. Kjördæmið er land-
fræðilega nokkuð sundurslitið en
við skulum ekki gleyma því að það
á einnig við um Reykjavík, og ekk-
ert síður. Þá er spurningin hver er
heimamaður hvar?
Þegar allt kemur til alls þá á allt
þetta svæði sameiginlega hagsmuni
og þeir lúta að því að samhæfa skipu-
lag og þjónustu sem best þannig
að hún gagnist heildinni. Þessi fram-
tíðarhugsun bjó að baki því að við
ákváðum í VG að slá forvali okkar á
öllu þéttbýlissvæðinu saman í eitt.
Með þessu vildum við gera okkar til
að stíga inn í framtíðina. Við höfum
orðið vör við að þetta mælist vel
fyrir. Ekki gleyma því að þetta er
ekki bara á einn veginn. Menn geta
búist við Hafnfirðingum og Kópa-
vogsbúum á Reykjavíkurlistunum.
Og þegar allt kemur til alls má spyr-
ja hvort Seltirningur er heimamað-
ur í Kópavogi eða Breiðhyltingur í
Grafarvogi. Svo er hitt að okkur er
öllum holt að líta á okkur sem full-
trúa landsmanna allra og það hef
ég alltaf gert. Hins vegar gladdi það
mig og hafði sín áhrif að áður en nið-
urstöður lágu fyrir forvali okkar og
einnig eftir fékk ég mikla hvatningu
um að koma í Kragann. Sú hvatning
kom ekki síst úr Kópavogi. Sjálfur
lét ég kjörnefnd vita að hugur minn
væri jákvæður í þessa veru. Eftir að
þetta varð síðan að veruleika hef
ég fengið afar jákvæð viðbrögð og
fundið fyrir hlýjum straumum. Hvað
hlýhuginn snertir þá veit ég að það
á ekkert síður við um Guðfríði Liju.
Hún er náttúrlega sameign lands-
manna allra sem skákdrottning þjóð-
arinnar. Hún er auk þess mjög öflug-
ur talsmaður umhverfisverndar, jafn-
réttisstefnu og samfélagslegra gilda.
Það á einnig við um þá sem skipa
önnur sæti á listanum. Þar verður
að finna kröftugt og gott fólk, margt
hvert úr Kópavoginum. Ég nefni
Mireyu Samper sem tillaga hefur
verið gerð um að skipi fjórða sæti
listans. Þegar allt kemur til alls þá
er þetta “heimamannalisti”. Þannig
lítum við á málin og þannig munum
við starfa, af alefli fyrir þetta kjör-
dæmi og af alefli fyrir landið allt.
Því geta kjósendur í kjördæminu
treyst.”
Á hvaða mál munu frambjóðendur
VG í Suðvesturkjördæmi leggja sér-
staka áherslu í kosningabáráttunni
sem framundan er? Verða það sér-
mál sem snerta kjördæmið sérstak-
lega?
“Okkar áherslur eru mjög skýr-
ar. Við erum umhverfis- og náttúru-
verndarflokkur. Allar götur frá því
VG var stofnað árið 1999 hefur flokk-
urinn fylgt mjög staðfastri stefnu
á þessu sviði. Oftar en ekki höfum
við staðið ein eða svo til ein í þess-
um slag innan veggja Alþingis. Það
á til dæmis við um Kárahnjúka. Þá
treysti enginn þingmaður utan VG
sér til þess að greiða atkvæði með
tillögu okkar um þjóðaratkvæða-
greiðslu þegar við gerðum úrslita-
tilraun til að koma í veg fyrir það
stórslys. Það er gleðiefni að náttúru-
verndin virðist vera að fá aukinn
hljómgrunn á meðal annarra stjórn-
málaflokka. Hvað okkur snertir þarf
hins vegar enginn að velkjast í vafa
um afstöðu og staðfestu. Það á líka
við hvað snertir samfélagsmálin
almennt.
Við munum gera allt sem í okkar
valdi stendur til að koma í veg fyrir
frekara misrétti og misskiptingu í
þjóðfélaginu og beina því að nýju
inn á braut jafnaðar. Hér er að verða
til auðmannaklúbbur annars vegar
sem baðar sig í peningum og ráðs-
kast með samfélagið að vild. Hins
vegar er almenningur og þar með
þúsundir manna sem búa við erf-
iðan kost. Ungt fólk á í erfiðleikum
með að eignast húsnæði, leigumark-
aður er mjög dýr og erfiður, fátækt
fólk veigrar sér við að leita lækninga
vegna þess að þar er nú rukkað fyr-
ir hvert viðvik. Almennt vill fólk ekki
þessa þróun. Það vill ekki heldur
vaxandi kjaramun og þar með launa-
mun kynjanna. Fólk vill öruggt og
gott samfélag laust við yfirgang og
ofbeldi, ekki síst kynbundið ofbeldi,
sem er smánarblettur á samfélag-
inu. Fólk vill nefnilega réttlæti. Það
er mergurinn málsins.
Fólk vill líka að Íslendingar sýni
reisn á alþjóðavettvangi og séu ekki
undirgefnir stefnu hervelda heims-
ins. Á öllum þessum sviðum má
treysta á að VG kemur fram af heil-
indum og með skýra stefnu. Stefna
landsstjórnarinnar í atvinnumálum,
velferðarmálum, umhverfismálum,
jafnréttismálum, utanríkismálum
skiptir alla landsmenn máli og þá
ekki síður þetta kjördæmi en önnur.
Hér eru stórar velferðarstofnanir
sem hlúa þarf að og öll skiptir okkur
máli hver skatta- og efnahagstefnan
er. Þar að auki eru vissulega sérmál
fyrir kjördæmið og nefni ég þar sam-
göngumálin sem dæmi. Þau skipta
þetta kjördæmi máli sérstaklega og
hvernig skiptingu fjármuna er hátt-
að.”
Þingmenn eiga að beita
sér fyrir farsælum lausn-
um í samgöngumálum
Tvöföldun Reykjanesbrautar frá
Reykjavík og suður fyrir Hafnarfjörð
hefur ekki gengið sem skyldi, og nú
virðist vera í uppsiglingu deilumál
milli Kópavogs og Garðabæjar um
lagningu mislægra gatnamóta á
mótum Reykjanesbrautar og Arnar-
nesvegarvegna skipulags svokallað
“Gustssvæðis” í Kópavogi. Tvöföldun
Reykjanesbrautar er ekki einkamál
þessara sveitarfélaga og nú virðist
sem enn muni dragast úr hömlu að
ljúka þessu verki. Eiga þingmenn
kjördæmisins að beita sér fyrir far-
sælli lausn í þessu máli?
“Ég ætla ekki að gefa mig út fyrir
að vera sérfræðingur um útfærslur
í þessum efnum. Hins vegar svara
ég því hiklaust játandi að þingmenn
kjördæmisins eigi að beita sér fyrir
farsælum lausnum þegar kemur að
samgöngumálunum. Auðvitað þarf
að skoða þessi mál heildstætt og
horfa til framtíðar. Ég skal játa að
ég er ekki sérstakur áhugamaður
um mislæg gatnamót og slaufur í
amerískum stórborgarstíl þótt sums
staðar verði hreinlega ekki undan
slíkum lausnum vikist. Ég fyrir mitt
leyti er tilbúinn að hlusta á nýjar
lausnir í samgöngumálum. Þannig
hefur tækni til jarðgangnagerðar
fleygt fram á tiltölulega skömmum
tíma. Mér finnst áhugavert að skoða
af fullri alvöru hugmyndir um að
fara í jarðgöngum frá Reykjavík og
jafnvel suður fyrir Hafnarfjörð með
eitthvað af umferðinni sem kemur
til með að aukast jafnt og þétt á
komandi árum eftir því sem umferð-
in um Keflavíkurflugvöll eykst.
Tvöföldun Keflavíkurvegarins og
lýsingin þar eru stórkostleg sam-
göngubót og eykur öryggi vegfar-
enda en á umferðinni frá Reykjavík
og suður fyrir Hafnafjörð verða aug-
ljóslega hnútar ef ekki er að gert og
þá hnúta verður að leysa. Þingmönn-
um kjördæmisins ber að sjálfsögðu
skylda til að setja sig inn í þessi mál
og leggja sitt af mörkum til farsælla
lausna. Hins vegar íbúa einstakra
bæjarfélaga að velja sér ásýnd, ekki
annarra. Þannig eigi íbúarnir að
hafa talstvert um það að segja hvort
bæjarfélögin þeirra eru bæjarfélög
bílsins og mislægra gatnamóta eða
bæjarfélög almenningssamgangna
og grænna svæða.
Í umferðarmálum er mjög mikil-
vægt að sýna fyrirhyggju og hugsa
langt fram í tímann. Dýrar fram-
kvæmdir til skammst tíma á borð
við raflestir og góðar almenningsam-
göngur geta þegar upp er staðið
sparað til lengri tíma þegar horft er
til eldsneytisnotkunar, hagkvæmni
og öryggis í umferðinni. Þá er einnig
mikilvægt að hugsa samgöngurnar
með hliðsjón af þéttbýlissvæðinu
í heild sinni og þar stefnir jú í að
miðja byggðarinnar sé að færast til.
Af þessu verður að taka mið. Þörf
er á umhverfisvænni og jafnframt
opinni, fordómalausri hugsun.”
Eru þingmenn VG tilbúnir að
mynda ríkisstjórn eftir kosningarnar
12.maí nk., og þá með hvaða flokki
sem er, og það án skilyrða?
“Við eru vissulega tilbúin að
ganga inn í ríkisstjórn. Það gerum
við hins vegar ekki án skilyrða. Okk-
ar skilyrði eru skýr. Við viljum að
horfið verði frá stóriðjustefnunni.
Það hefur verið yfirlýst stefna þess-
arar ríkisstjórnar að stóriðja verði
undirstöðuþáttur í efnahagslífi þjóð-
arinnar. Við höfum talið þetta óráð-
legt á tvennum forsendum. Í fyrsta
lagi kallar þetta á stórfelldar virkj-
anir með tilheyrandi náttúruspjöll-
um. Okkur veitir hins vegar ekki af
orkunni til uppbyggingar annarri
atvinnustarfsemi eða hve margir
skyldu gera sér grein fyrir því að
Kárahnjúkavirkjun, sem þjónar ein-
um kaupanda, framleiðir álíka raf-
orku og framleidd er í landinu öllu,
fyrir öll heimili og alla aðra atvinnu-
starfsemi til samans!
Og nú eru menn að íhuga að fórna
Brennisteinsfjöllunum á Reykjanesi,
Jökulsánum í Skagafirði og öðrum
náttúruperlum fyrir frekari orku-
sölu til álrisa. Þetta er fullkomlega
óásættanlegt út frá umhverfissjón-
armiðum. Síðan er hitt, að þetta er
einnig óhyggilegt í efnahagslegu til-
liti. Virðisaukinn af stóriðjunni fyrir
efnahagslífið er sáralítill miðað við
virðisaukann af annarri efnahags-
starfsemi. Af þessari ástæðu teljum
við hyggilegra að miða efnahags-
stefnuna að því að skapa grundvöll
fyrir fjölbreytni í atvinnustarfsem-
inni og höfum við lagt fram tillögur
þar að lútandi á Alþingi. Við brenn-
um í skinninu að koma þeirri stefnu
í framkvæmd.”
Ögmundur segir VG vera með
skýra stefnu varðandi efnahags-,
skatta-, og velferðarmál. Flokkurinn
vilji ekki frekari einkavæðingu og
á það við um grunnþjónustuna í
samfélaginu, heilbrigðis- og mennta-
kerfið, að ógleymdu vatninu og raf-
magninu sem VG telur vera þætti
sem tilheyra grunnmannréttindum
velferðarsamfélagsins. Slík velferð-
arstefna komi engan veginn í veg
fyrir að hér geti blómstrað einka-
framtak og nýsköpun á forsendum
þess á öðum sviðum. VG sé einmitt
fylgjandi fjölbreytni á öllum sviðum.
Þannig sé stöðugt hægt að vinna að
tilraunastarfsemi í skólum og bjóða
upp á mismunandi kennsluaðferðir
og hugmyndafræði innan skólakerf-
isins, þrátt fyrir að hið opinbera sjái
um reksturinn og öll börn hafi þan-
nig möguleika á að eiga aðgang að
fjölbreytninni."
Þú spyrð um flokka segir Ögmund-
ur. “Við horfum frekar til málefna en
flokka. En eitt er víst. Það verður að
fella þessa ríkisstjórn. Stjórnarand-
staðan hefur stillt strengi sína vel
saman og sýnt að hún getur samein-
ast um pólitík sem er mér mjög að
skapi. Sú pólitík er í anda jafnaðar
og réttlætis - nokkuð sem kominn
er tími til að innleiða að nýju inn
í íslenskt samfélag. Atkvæði greitt
VG er lóð á þessa vogarskál. Því get
ég lofað.
Það ræðst ekki síst hér í fjölmenn-
asta kjördæmi landsins, hvort okk-
ur tekst ætlunarverk okkar í vor.
Þess vegna liggur víglína íslenskra
stjórnmála um Kragann. Það eru
því forréttindi að fá að taka þátt í
baráttunni hér,” segir Ögmundur
Jónasson, sem leiðir lista VG í Suð-
vesturkjördæmi í þingkosningunum
12. maí nk.
Ögmundur Jónasson alþingismaður, hér staddur í Kópavogi, sem í
vor leiðir framboðslista VG í Suðvesturkjördæmi.
Árskort, sem gilda í sal og sund í Sundlaug Kópavogs,
veita einnig aðgang að íþróttamiðstöðinni í Salahverfi.
Tilboðið gildir til 5. febrúar 2007.
Bjóðum upp á ókeypis prufutíma
undir leiðsögn þjálfara.
Panta þarf tímann með fyrirvara.
16 ára aldurstakmark.
Árskort gildir á báðum stöðum.
www.nautilus.is · Salalaug · Sími 570 0480 · Sundlaug Kópavogs · Sími 570 0470
AR
GU
S
/
06
-0
71
9
Árskort í líkamsrækt
og sund á aðeins
eða 2.333 kr. á mánuði.
Bjóðum VISA/EURO-léttgreiðslur.
27.990 kr.
- segir Ögmundur Jónasson, efsti maður á lista VG í Suðvesturkjördæmi