Kópavogsblaðið - 01.01.2007, Page 8

Kópavogsblaðið - 01.01.2007, Page 8
8 Kópavogsblaðið JANÚAR 2007 A F H Á L S I N U M Fyrir tæpri viku héldu þau Stefán Höskuldsson flautuleik- ari og rússneski píanóleikarinn Elizaveta Kopelman, eiginkona Stefáns, tónleika í TÍBRÁ, tón- leikaröð Kópavogs í Salnum. Á efnisskránni voru verk eftir Carl Philip Emanuel Bach, Gabriel Fauré, Claude Debussy og Segei Prokofiev. Fljótt frá sagt, þarna voru miklir listamenn á ferðinni enda sýndu tónleikagestir þakk- læti sitt og hrifningu í verki. Stefán vakti ungur athygli fyr- ir flautuleik sinn. Hann starfar nú sem fastráðinn flautuleikari í hljómsveit Metropolitan óper- unnar í New York og var til þess valinn úr hópi 350 umsækjenda. Stefán er eini Íslendingurinn sem að hefur hlotið stöðu við þá hljóm- sveit. Stefán vinnur þar með list- möunnum eins og James Levine, Valerie Gergiev og Christoph Eschenbach, Placido Domingo, René Fleming og Anna Netrebko. Auk þessa er Stefán meðlimur í Metropolitan Kammerhljómsveit- inni sem kemur árlega fram í Carnegie Hall. Elizavetu Kopelman frumflutti allar prelúdíur og fúgur meistara Sjostakovitz fyrir píanó á tvenn- um TÍBRÁR-tónleikum í nóvem- bermánuði sl. Elizaveta lærði við Central School of Music hjá Dina Parachina og hjá Arnaldo Cohen við Royal Northern Col- lege í Manchester, þar sem hún vann til fjölmargra verðlauna. Árið 1995 var Elizaveta valin til að halda tónleika á vegum Young Concert Artist Trust í London. Hún hefur komið fram sem ein- leikari í Bretlandi, Evrópu, Banda- ríkjunum og Suður-Ameríku og spilað debut tónleika og almenna tónleika við tónlistarhús á borð við Purcell Room, Harewood Hou- se, Wigmore Hall, Barbican Cent- er, Royal Opera House Linbury Studio Theatre, Bridgewater Hall og Weill Recital Hall í Carnegie Hall. Skipulagðir tónleikar á næst- unni eru meðal annars í Rochest- er, Philadelphiu og New York og tónleikaferð í Bretlandi, Evrópu, Rússlandi og Úkraínu. Elizaveta Kopelman og Stefán Höskuldsson. Frábærir flaututón- leikar í Salnum Á flakki milli Þýskalands, Bretlands og Kópavogs! Ólafur Kjartan Sigurðarson óperusöngvari hóf æfingar á titil- hlutverkinu í óperunni Kullervo eftir finnska tónskáldið Aulis Sal- linen í Saarbrücken, Þýskalandi, í byrjun janúar. Hann segir að um afar spennandi verkefni sé að ræða fyrir hann, hlutverkið sé stórt og mikið og henti hon- um afar vel. Þetta er fyrsta verk- efni hans við þýskt óperuhús, en hingað til hefur hann aðallega unnið á Íslandi og í Bretlandi. Hann segist hafa stefnt stefnt að því í nokkurn tíma að fikra sig inn á meginland Evrópu og þetta verkefni komi því á hárréttum tíma. “Fjölskyldan er heima í Kópa- voginum og hugurinn því heima eins og gefur að skilja. Auðvit- að er bæði erfitt og leiðigjarnt að vera langdvölum frá fjölskyldu og vinum en þetta starf býður ekki upp á annað. Í fjölskyldu minni hafa verið þónokkrir sjómenn og líki ég mínu starfi oft við þeirra, þó ég telji mig hafa það snöggt- um þægilegra á túrum. Samhliða sýningum hér í Þýskalandi mun ég vinna verkefni bæði heima á Íslandi og í Englandi. Á næstu mánuðum mun ég því verða á stöðugu flakki milli Þýskalands, Bretlands og Kópavogs,” segir Ólafur Kjartan Sigurðarson, óperu- söngvari. Ólafur Kjartan Sigurðarson fór með hlutverk álfakóngsins þegar Landsbankinn hélt upp á þettándann á Ingólfstorgi í Reykjavík. Margir kannast við að eiga í fór- um sínum gamlar ljósmyndir sem ekkert er vitað um og e.t.v. orðið of seint að spyrja nokkurn mann í fjöl- skyldunni um, annað hvort vegna þess að enginn er eftir, eða elli kerling búin að svipta fólk minni. Ástæða er til þess að hvetja fólk til þess að gæta þess að láta vitneskju um myndefni fylgja ljósmyndum sínum, þannig að þetta komi ekki fyrir, því ljósmyndir verða rusl ef þeim fylgir engin saga. Ljósmyndir (kópíur) skemmast ef á þær er ritað með penna, og því betra að láta þeim fylgja upplýsing- ar á miðum, áletrun við myndir í albúmi eða á umslagi. Filmur eru ákjósanlegt varð- veisluform, þær er best að varð- veita á köldum og þurrum stað. Varðveisla stafrænna mynda er vandasöm, en hægt er að setja þær á góðan ljósmyndapappír og vona það besta. Fjöldi mynda án upplýsinga Minnisleysi um myndefni herjar einnig á skjalasöfn. Héraðsskjala- safn Kópavogs varðveitir mikið af ljósmyndum frá ýmsum tímum. Til allrar óhamingju er ekki alltaf ljóst hvert myndefnið er, staðir eru óþekktir og nöfn fólks ókunnug. KÓPAVOGSBLAÐIÐ hefur nú veitt Héraðsskjalasafninu kærkom- ið tækifæri til þess að reyna að bæta úr þessu með því að birta hér ljósmynd og óska eftir aðstoð lesenda. Sameiginlega reyna KÓPA- VOGSBLAÐIÐ og Héraðsskjalasafn Kópavogs að bjarga sögulegum fróðleik frá glötun. Með dyggri þátt- töku lesenda verður framhald á myndbirtingu. Hvað heitir fólkið á myndinni? Hvenær og hvar er myndin tekin? Hver tók myndina? Viti einhver lesandi blaðsins eitt- hvað af þessu væri vel þegið að því yrði komið á framfæri við Hér- aðsskjalasafn Kópavogs, Hamra- borg 1, 200 Kópavogi, netfang hrafns@kopavogur.is Hverjir? Hvenær? Hvar? Úrval af heilsuvörum og mögnuð matstofa. Bestir í lífrænu Hæðasmára 6, sími 58 58 710. Opið virka daga kl. 10–20, laugardaga kl. 10–17.

x

Kópavogsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kópavogsblaðið
https://timarit.is/publication/1117

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.