Kópavogsblaðið - 01.01.2007, Qupperneq 9

Kópavogsblaðið - 01.01.2007, Qupperneq 9
Toyota á Íslandi hefur starfað á Nýbýlaveginum í Kópavogi síðan 1970. Úlfar Steindórsson tók við starfi forstjóra Toyota á Íslandi, eins stærsta fyrirtækis í Kópavogi síðustu áratugi, í janúarmánuði 2005 en frá árinu 2004 hafði hann setið í stjórn þess fyrir þáverandi eigendur fyrirtækisins. 20. desem- ber 2005 keypti Magnús Kristins- son útgerðarmaður í Vestmanna- eyjum fyrirtækið, en fasteignirn- ar eru skráðar á eignarhaldsfyr- irtækið Bergey en reksturinn er hjá Toyota á Íslandi. Magnús fékk Úlfar til þess að starfa áfram sem forstjóri. Árið 1989 tók Úlfar við starfi fjármálastjóra fyrirtækisins, en hvarf síðan til annara starfa um skeið. Erfitt er að ímynda sér annað en að forstjóri stærsta bílainnflutnings- fyrirtækis landsins sé mikill bílaá- hugamaður. En er það svo? Úlfar segir að hann verði líklega seint talinn sérstakur bílaáhugamað- ur en hann líti á fyrirtækið sem þjón- ustufyrirtæki þar sem verið sé að sinna viðskiptavinunum, og gera það sem best. “Ég verð aldrei kallaður “bíla- dellukarl” en mér finnst óskaplega gaman að keyra góða bíla, og finnst yfirhöfuð gaman að keyra. Þegar fjölskyldan er t.d. erlendis keyrum við mjög mikið, og höfum gaman af. Það starfar hins vegar mikið af bílaáhugafólki hér hjá Toyota og hér fólk sem hefur starfað hér í allt að 30 ár. Ég get t.d. nefnt hann Harald sem er framkvæmdastjóri sölusviðs sem hefur frá 16 ára aldri verið að snúast kringum bíla, s.s. á bílasöl- um fyrir notaða bíla og þó hann hafi verið að starfa eitthvað annað tíma- bundið hafa bílar verið hans helsta áhugamál, hans ær og kýr. Það er því hér til staðar gríðarleg þekking á bílum.” - Toyota er með hæstu sölutölur bíla á Íslandi, og hefur verið það all- lengi. Er það vegna góðrar og mark- vissrar sölumennsku, vegna gæði bíl- anna, eða haldast þessir tveir þættir kannski eitthvað í hendur? “Toyota er hvergi í heiminum að ná svipuðum árangri og við hér á Íslandi, nema í Japan. Hún er hér liðlega 28% en í Japan er hún 45%. Toyota er alls staðar þar sem er ekki framleiðsla á local vörumerkj- um annað hvort númer eitt eða tvö í markaðshlutdeild. Staðreyndin er sú að Toyota er bílaframleiðandi sem hefur unnið mjög skipulega og markvisst, og voru t.d. fyrstir með framleiðsluað- ferð þar sem hver einasti starfsmað- ur í framleiðslulínunni er einnig eftir- litsmaður. Þannig getur hver einasti starfsmaður í framleiðslulínunni stoppað framleiðsluna ef hann sér að eitthvað er að, eitthvað stenst ekki gæðakröfur Toyota. Svo fram- leiðir fyrirtækið aldrei bíla nema að þeir séu seldir, það er aldrei framleitt á lager. Það eru komnar pantanir á alla bíla sem settir eru í framleiðslu. Þannig gátum við ekki bugðist við aukinni sölu fyrri hluta ársins 2006 með því að kaupa ein- hverja bíla af lager, þeir eru ekki til. Síðustu tvö ár hefur okkur yfirleitt vantað bíla. Undirbúningsferlið að því að kynna nýtt módel hjá Toyota er yfirleitt mjög langt en skipulagt. En það að panta nýja bíla frá Íslandi tekur yfirleitt um fjóra mánuði, þ.e. frá því að pöntun fer heðan frá okk- ur í nýjan bíl og þar til hann hann er kominn hingað til okkar. Því skiptir allt áætlanaferli hjá okkur gríðarlega miklu máli.” - Stóðuð þið þá frammi fyrir því að síðasta ári að það vantaði ákveðnar tegundir Toyotabifreiða? “Fyrri hluta ársins var í raun vönt- un á öllum tegundunum vegna gríð- arlegrar aukningar í sölu en þegar gengið féll um mitt ár dró aðeins úr sölu, en í haust hófst aftur viss söluaukning. Salan á Land-Cruiser er þannig að yfirleitt geta menn ekki komið inn af götunni og fengið slíkan bíl afhentan. Ef þú mundir vilja kaupa bíl í dag með ákveðnum lit að utan og á innréttingu og t.d. með sjálfskiptingu, sóllúgu og auka- sætum, skiptir það máli hvort við næðum að panta hann í dag til að hraða afhendingu eins og mögulegt er. Það gæti þýtt að þú værir að fá hann afhentan í maímánuði, jafnvel ekki fyrr en í júnímánuði, þ.e. það er um fjögurra mánaða bið eftir slíkum bíl.” Aðstæður skapa aukna jeppaeign - Áhugi Íslendinga á kaupum á jeppum hefur aukist verulega á síð- ustu árum, jafnvel áratugum. Er þetta jafnvel óeðlilega mikill áhugi og fjöldi í samanburði við fólksbíla? “Aðstæður á Íslandi eru bara með þeim hætti að það er eðlilegt að áhugi á jeppum og fjórhjóladrifsbíl- um hefur aukist alveg gríðarlega. Það er ekki bara vegna þess að þeir sem eru að ferðast geta lent í erfiðri tíð heldur hefur til viðbótar við það bæst við aukin notkun á fjórhjólum, vélsleðum og mótorhjólum, og allt þetta þýðir það að koma þarf því á milli staða á kerru og til að draga kerrurnar þurfa menn stærri bíla til að draga þær, t.d. jeppa. - Þið gerið áætlun um það hversu marga bíla á að panta af hverri teg- und. Fór einhver tegund langt fram úr áætlun hvað varðar eftirspurn og vætningar? “Eftirspurnin eftir Land-Cruiser er yfirleitt meiri en við erum að gera ráð fyrir. En það er líka dýrari bíll.” - Þið seljið líka notaða bíla. Hvern- ig hefur salan á þeim gengið? “Mjög vel og raunar ótrúlegur fjöldi bíla sem við erum að selja. Salan á notuðum bílum hefur aukist alveg gríðarlega á á síðustu árum, ekki bara hjá okkur heldur almennt hjá bifreiðainnflytjendum. Fólki finnur líka að það er meira öryggi að kaupa notaðan bíl af fyrirtæki sem hefur átt bílinn heldur en af einhverjum einstaklingi. Þeir sem kaupa notaðan bíl hjá Toyota vita að búið er að fara yfir hann. Jafn- framt veitir Toyota ábyrgð á bílnum í 3 eða 12 mánuði, í þeim tilvikum sem að verksmiðjuábyrgðin er fallin úr gildi.” Byggingaframkvæmdir við Nýbýlaveginn að loknu deiliskipulagsferli - Eru uppi einhver áform um að flytja fyrirtækið úr Kópavogi? “Nei. Okkur líður alveg óskaplega vel hérna í Kópavoginum. Við létum erlent ráðgjafafyrirtæki framkvæma fyrir okkur á síðasta ári athugun á því hvar við ættum að staðsetja okkur með tilliti til þess að það væri að meðaltali jafn langt fyrir alla að koma til okkar. Punkturinn var nán- ast hér á Nýbýlaveginum. Árið 2005 keyptum við auk þess Krókslóðina og fyrir síðustu áramót gengum við frá kaupum á lóðunum sem Kópa- vogsbær átti á milli Krókslóðarinn- ar og okkar, þ.e. Dalbrekku 2, 4 og 6. Við eigum nú lóð alveg út að Skelja- brekkunni og í framhaldi hefur farið fram þarfagreining innan fyrirtækis- ins um það hvað hver deild þarf mik- ið rými undir sína starfsemi miðað við áætlun til allra næstu ára. Við gerum okkur vonir um að fyr- ir næsta vor verðum við búnir að fara í ákveðna vinnu með bæjaryf- irvöldum í Kópavogi um deiliskipu- lag á þessum reit. Í framhaldi af því munum við hefja undirbúning að framkvæmdum á svæðinu. Bæjar- yfirvöld í Kópavogi hafa sýnt mik- inn skilning á því að hafa mikla og vaxandi atvinnustarfsemi í bæjarfé- laginu, það er ekki eingöngu verið að horfa til íbúðabyggða. Kópavogs- bær hefur verið að skapa atvinnufyr- irtækjum ágætis umhverfi og sýnt ótvíræðan vilja til þess að hafa okk- ur hjá Toyota í Kópavogi.” Hátt skor í starfsánægjukönnun - Í þessu fyrirtæki vinna mjög margir. Er það skilyrði fyrir því að fá atvinnu að aka um á Toyota-bifreið? “Alls ekki. Við hins vegar hvetjum fólk til að keyra á Toyota, og að sjálf- sögðu eru flestir á Toyota! Toyota er hins vegar þannig vöru- merki að þegar þú hefur starfað hér um hríð ertu farinn að anda þessu einnig inn með húðinni. Það er mjög sérstakt og ég hef trú á því að þessi tilfinning sé ríkari hér en hjá öðr- um bílaumboðum. Við látum fram- kvæma starfsánægjukönnun hér og þar kemur berlega í ljós að starfs- menn Toyota eru stoltari af sínu fyr- irtæki en starfsmenn flestra annara fyrirtækja. Styrkur fyrirtækisins liggur líka í því að við erum í grunninn að selja eitt vörumerki, þ.e. Toyota, en einnig Lexus sem Toyota á, en á sama tíma eru samkeppnisaðilarnir að selja nokkur vörumerki. Við þurf- um aðeins að fara á einn fund til að fá upplýsingar um alla bílana sem við seljum. Markaðshlutdeild okkar á síðasta ári var 28,8% sem gerir 5.444 bíla en einnig tæplega 4.700 notaða bíla, eða að jafnaði um 400 notaða bíla á mánuði, eða yfir 10 þúsund bíla á síðasta ári,” segir Úlfar Steindórs- son, forstjóri Toyota á Íslandi. 9KópavogsblaðiðJANÚAR 2007 Smiðjuvegi 5 200 Kópavogur www.skola. is Sími 585 0500 Opið virka daga 9-18 og laugardaga 10-14 O D D I H Ö N N U N P O 6. O O .2 96 Stórútsala á prjónagarni og hannyrðavörum allt að 0%6 Fimmti hver bíll í eigu Kópavogsbúa er Toyota Úlfar Steindórsson, forstjóri Toyota á Íslandi.

x

Kópavogsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kópavogsblaðið
https://timarit.is/publication/1117

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.