Kópavogsblaðið - 01.01.2007, Side 13
13KópavogsblaðiðJANÚAR 2007
Kannanir hafa sýnt að stöðugt
fleiri búa við einsemd og einangr-
un af ýmsum ástæðum og því hef-
ur það verið eitt áhersluverkefna
Rauða krossins á undanförnum
árum að vinna gegn þessu, eink-
um með heimsóknaþjónstu og
rekstri Dvalar, athvarfs fyrir geð-
fatlaða í Kópavogi.
Þessi þjónusta hefur byggst
hratt upp á undanförnum árum
en eftirspurnin er mikil svo það
er stöðug þörf fyrir fleiri sem eru
tilbúnir að taka þátt í þessu starfi
með Rauða krossinum í Kópavogi.
Deildin hélt fjölmennt undir-
búningsnámskeið fyrir verðandi
heimsóknavini á sl. ári. Á vegum
Kópavogsdeildar sinna um 65 sjálf-
boðaliðar heimsóknum til Kópa-
vogsbúa sem búa við einsemd og
félagslega einangrun. Þörf er á
fleiri sjálfboðaliðum til að mæta
aukinni eftirspurn fólks eftir félags-
skap. Heimsóknavinir Rauða kross-
ins veita félagsskap meðal annars
með því spjalla, spila eða fara í
göngu- og ökuferðir. Heimsóknir
eru að jafnaði einu sinni í viku í
klukkustund eða samkvæmt sam-
komulagi.
Námskeiðið er nauðsynlegur
undirbúningur fyrir sjálfboðaliða
áður en þeir fara af stað í heim-
sóknir og þar er farið í gegnum
ýmis atriði sem sjálfboðaliðar
þurfa að hafa í huga. Heimsókna-
vinirnir fá síðan án endurgjalds
ýmsa fræðslu og þjálfun sem
nýtist þeim í starfi, námskeið í
skyndihjálp og sálrænum stuðn-
ingi. Deildin leggur einnig áherslu
á að umbuna sjálfboðaliðum sín-
um reglulega fyrir vel unnin störf.
Leikhúsin hafa meðal annars ver-
ið dugleg að bjóða sjálfboðaliðum
deildarinnar á sýningar án endur-
gjalds,” segir Garðar H. Guðjóns-
son, formaður Kópavogsdeildar
Rauða krossins, í samtali við KÓPA-
VOGSBLAÐIÐ.
Fjölbreyttur hópur
Að sögn Fanneyjar Karlsdótt-
ur, framkvæmdastjóra Kópavogs-
deildar, heimsækja heimsóknavin-
ir mjög fjölbreyttan hóp af fólki í
Kópavogi, bæði karla og konur á
ýmsum aldri. Heimsóknavinir fara
í vaxandi mæli inn á einkaheimili
en þjónustan er einnig veitt á stofn-
unum, svo sem í Sunnuhlíð, á sam-
býlum fyrir aldraða og heilabilaða
og í Rjóðrinu, skammtímavistun
fyrir langveik börn. Helsta nýlund-
an í verkefninu er að hundaeigend-
ur fara með sérvalda og þjálfaða
hunda í heimsókn og leyfa fólki að
njóta samvista við þá.
“Meirihluti þeirra sem þiggja
heimsóknir eru aldraðir einstak-
lingar sem eru mikið einir og fá
fáar heimsóknir. Það eru einnig
allnokkur dæmi um ungmenni og
fólk á miðjum aldri sem hefur lent
í erfiðleikum og hefur notið stuðn-
ings af heimsóknum fólks á líkum
aldri. Við finnum líka fyrir vaxandi
þörf hjá fólki með geðraskanir. Við
fréttum aðallega af fólki sem þarf
heimsóknir í gegnum starfsfólk
heimahjúkrunar, félagsráðgjafa,
geðlækna og aðstandendur fólks.
Það er mjög sjaldgæft að fólk
hringi og óski sjálft eftir heimsókn-
um en það kemur þó fyrir,” segir
Fanney Karlsdóttir.
Mikil þörf fyrir
þjónustuna
Niðurstöður landskönnunar
Rauða kross Íslands, “Hvar þreng-
ir að?”, sem voru birtar á sl. ári
leiddu í ljós að mikil þörf er fyr-
ir úrræði eins og heimsóknaþjón-
ustu til þess að rjúfa einsemd
fólks og bæta aðstæður þeirra
sem búa við þrengingar og mót-
læti. Niðurstöðurnar styðja í raun
útkomu úr sambærilegri staðbund-
inni könnun sem Kópavogsdeild
Rauða krossins gerði í Kópavogi
árið 2003. Heimsóknaþjónusta er
því eitt af áhersluverkefnum Kópa-
vogsdeildar Rauða krossins og
Rauða kross Íslands og stefnt er
að því að efla og þróa þjónustuna
enn frekar.
“Í nýjustu könnuninni er rætt
um nokkra hópa sem standa höll-
um fæti í íslensku samfélagi. Við
höfum verið að sinna flestum þess-
ara hópa með verkefnum eins og
heimsóknaþjónustu. Við viljum
þó gjarna útvíkka þjónustuna enn
frekar og ná til hópa eins og inn-
flytjenda sem margir hverjir virð-
ast mjög einangraðir í íslensku
samfélagi, segir Garðar H. Guð-
jónsson sem hefur sjálfur verið
heimsóknarvinur undanfarin miss-
eri, og hefur haft gaman af.
Sjálfboðaliðar á ýmsum
aldri og báðum kynjum
“Ég heimsæki eldri herramenn
á sambýli fyrir aldraða hér í bæn-
um og hef mikla ánægju af því.
Við förum stundum í ökuferðir til
að skoða okkur um en oftar sitj-
um við í góðu yfirlæti og spjöllum
um málefni líðandi stundar, sögu,
bókmenntir, pólitík og hvaðeina
annað sem okkur dettur í hug.
Þessir karlar fæddust á öndverðri
síðustu öld og eru ótrúlegur visku-
brunnur um sögu hennar. Þeir eru
ekki langskólagengnir en fróðir og
áhugasamir um samfélagið og það
er gaman að spjalla við þá.”
Kópavogsdeildin leggur áherslu
á að fá sem fjölbreyttastan hóp
sjálfboðaliða til liðs við sig, fólk á
öllum aldri og af báðum kynjum.
Eldri konur eru áberandi í hópi
sjálfboðaliðanna en á síðustu miss-
erum hefur ungu fólki og fólki á
miðjum aldri fjölgað talsvert. Þess
má einnig geta að nemendur í MK
sem valið hafa áfangann SJÁ 102,
sjálfboðið Rauða kross starf, taka
þátt í heimsóknaþjónustunni eins
og öðrum verkefnum deildarinnar.
Þeir sem hafa áhuga á að gerast
heimsóknavinir geta sett sig í sam-
band við Kópavogsdeild Rauða
krossins. Þeir sem vita um ein-
hvern sem gæti þurft á heimsókn-
um að halda eru líka eindregið
hvattir til að hafa samband.
Heimsóknavinir Rauða krossins
vinna gegn einsemd og einangrun
Hundar eru nýlega farnir að taka þátt í heimsóknum sjálfboðaliða
Rauða krossins.
Ballið hefst kl. 24.00
Missið ekki af þessari frábæru skemmtun!!
Miðaverð 2000kr.
Forsala aðgöngumiða í
íþróttahúsinu Digranesi og Fagralundi
Einnig seldir miðar við inngang
20 ára aldurstakmark
Sálin í Digró !
27. jan