Kópavogsblaðið - 01.01.2007, Page 15

Kópavogsblaðið - 01.01.2007, Page 15
Skíðadeild Breiðabliks starfar nú sem fyrr af full- um krafti. Um 90 iðkendur, foreldrar og þjálfarar brugðu sér til Austurríkis í byrjun janúarmánað- ar þar sem skíðað var frá morgni til kvölds. Með hópnum voru góðir vinir í Fram og svo bættust hressir Völsungar frá Húsvík í hópinn. Ferðinn heppnaðist vel og var góður undirbúingur fyrir skíðaveturinn. “Skíðadeild Breiðabliks hefur úrvalsþjálfara og í vetur er ætlunin að bjóða upp á einkakennslu eða hópkennslu á skíðum þegar veður leyfir. Á heima- síðu deildarinnar www.breiðablik.is/skidi verður hægt að finna símanúmer þeirra þjálfara deildarinn- ar sem taka þetta að sér, en þó nokkrar fyrirspurnir hafa nú þegar borist. Skíðaiðkun er fyrir alla fjöl- skylduna og það er ótrúlegt hvað fólk er fljótt að ná undirstöðuatriðunum, það er auðveldara en marga grunar. Svo mikið var að gera í Skíðaskála Breiða- bliks nú um helgina að foreldrafélagið átti full í fangi með að sinna gestum. Við kappkostum að taka vel á móti fólki í skál- anum okkar og bjóðum alla velkomna. Sjáumst í Bláfjöllum í vetur,” segir Una María Óskarsdóttir, for- maður skíðadeildar Breiðabliks. 15KópavogsblaðiðJANÚAR 2007 Á íþróttahátíð Kópavogs 30. des- ember sl. var Þóra B. Helgadótt- ur knattspyrnukona útnefnd af Íþrótta- og tómstundaráði Kópa- vogs sem íþróttakona Kópavogs 2006 og Arnar Sigurðsson tennis- leikari sem íþróttakarl Kópavogs 2006. ÍTK samþykkti að að veita íþrótta- konu og íþróttakarli Kópavogs 2006 fjárstyrk til viðurkenningar tilnefningunni að upphæð 200 þús- und krónur. Þóra hefur verið ein helsta knattspyrnukona ársins að undanförnu, verið landsliðsmark- vörður og leitt lið Breiðabliks, m.a. í Evrópukeppni meistaraliða á sl. ári með frábærum árangri. Arnar er langfremsti tennisleikari landsins, er nú að vinna sér rétt á atvinnu- manna mótum vestan hafs og hef- ur síðustu ár verið Íslandsmeistari bæði í einliðaleik tvíliðaleik. Á íþróttahátíðinni var Steinari Lúðvíkssyni veitt af hálfu ÍTK sér- stök heiðursviðurkenningu fyrir áratuga starf í þágu íþrótta í Kópa- vogi. Steinar hefur starfað hjá Kópavogsbæ frá því að hann tók við starfi forstöðumanns Sundlaug- ar Kópavogs árið 1967 og síðustu sl. 15 árin sem forstöðumaður Skíðaskála Breiðabliks jafnframt því að kenna sund um áratugaskeið í Kópavogi. Steinari var færður áletr- aður skjöldur því til staðfestingar og bókargjöf sem þakklætisvottur fyrir hans framlag til íþróttamála í bænum. Knattspyrnudeild HK var veitt viðurkenning fyrir árangur meist- araflokks karla á sl. sumri er lið- ið ávann sér í fyrsta sinn rétt til keppni í efstu deild karla, en þeir leikur HK sumarið 2007. P-1 hópfim- leikaflokkur kvenna í Gerplu var val- inn flokkur ársins 2006, en hópur- inn varð Íslands- og bikarmeistari í hópfimleikum á árinu jafnframt því að ná þeim frábæra árangri að vinna til silfurverðlauna á Evr- ópumeistaramóti í Hópfimleikum í Ostrava i Tékklandi í nóvember- mánuði sl. Þóra B. Helgadóttir og Arnar Sigurðsson íþróttamenn Kópavogs 2006 GETRAUNANÚMER Brei›abliks ER 200 GETRAUNANÚMER HK ER 203 Körfuknattleiksdeild Breiða- bliks verður með KEA-skyr mót- ið í 9. sinn dagana 27. og 28. janúar nk. í Smáranum. Mótið er haldið fyrir alla iðkendur félaga sem eru 11 ára og yngri. Um er að ræða eitt af stærstu unglinga- mótum sem haldin eru á Íslandi í körfuknattleik. Gleðin er ríkjandi í mótinu og eru stigin ekki talin heldur er markmiðið að börnin komi saman og skemmti sér í 3 - 4 tíma við að leika körfuknattleik. Upphafsmað- ur að mótinu er Bjarni Gaukur Þórmundsson og hefur hann fylgt því frá upphafi og séð um niður- röðun allra leikja mótsins, en það er heljarinnar mikið verk. Mikilvægir leikir eru framund- an hjá meistaraflokkum félagsins í körfuknattleik. Mfl. kvenna leikur í Iceland Express deildinni gegn ÍS 2. febrúar í Smáranum og 4. febrú- ar útileik við Hamar í Hveragerði. Meistaraflokkur karla, sem er í 2. sæti í 1. deild, tekur á móti Þór Akureyri laugardaginn 3. febrúar í Smáranum. Þórsarar eru í efsta sæti deildarinnar og því mætast þar liðin í tveim efstu sætum deild- arinnar. Blikar þurfa á stuðningi sem flestra áhorfenda í þeim leik. Blikar standa fyrir KEA-skyr mótinu HK fagnaði þrettánd- anum í Fagralundi Íþróttakarl Kópavogs 2006, Arnar Sigurðsson, og íþróttakona ársins 2006, Þóra B. Helgadóttir. Álfakóngur og álfadrottning ásamt fleiri verum sem tilheyra þessum árstíma! Á þrettándanum, 6. janúar sl., var haldin hin árlega þrettánda- gleði HK í Fagralundi. Boðið var upp á andlitsmálun fyrir börnin og farin var blysför um svæðið sem álfakóngur og álfadrottning leiddu. Á leiðinni slóust ýmsir púkar með í för. Hátíðinni lauk með áhrifaríkri flugeldasýningu. Skólahljómsveit Kópavogs lék fyr- ir framan félagsheimili HK og jók það mjög á stemmninguna. Frá leik Blika gegn Tindastól í bikarkeppninni fyrr í vetur. Tvær stúlkur úr HK í U-17 landsliðið í handbolta Guðríður Guðjónsdóttir, þjálf- ari kvennaliðs HK í DHL-deild kvenna, hefur verið ráðinn lands- liðsþjálfari U-17 landsliðs kvenna, en aðstoðarþjálfari er Hafdís Guð- jónsdóttir, þjálfari 5. flokks kven- na hjá HK. Guðríður hefur valið 24 manna æfingarhóp og eru tveir leikmenn HK í hópnum, þær Rut Jónsdóttir og Sólrún Dís Kolbeins- dóttir. U-17 landslið kvenna fer til Tékklands 2.-5. mars nk. og tekur þar þátt í forkeppni fyrir EM sem fer fram í Slóvakíu í lok júnímánað- ar. Gangi landsliðinu vel má búast við að utanferðir i vor og sumar geti orðið allt að fjórar talsins. Rut Jónsdóttir er útileikmað- ur og skytta og hefur verið að standa sig mjög vel með unglinga- flokki HK. Unglingaflokkur kvenna vann nýlega lið Akureyrar 29-20 en markahæst í þeim leik var Auð- ur Jónsdóttir, systir Rutar, með 9 mörk. Rut gerði 3 mörk. Sólrún Dís Kolbeinsdóttir segist hafa æft handbolta í um 4 ár, og fyrst í stað hafi hún leikið á lín- unni, en ekki líkað það alls kostar. Þá vantaði markvörð og hún sló til og fór í markið, og sér ekki eft- ir því. Sólrún Dís er 16 og leikur með 4. flokki HK, en Rut ári eldri og leikur með unglingaflokknum eins og áður er getið. Landsliðskonur HK í U-17 ára landsliðinu, Sólrún Dís Kolbeinsdóttir og Rut Jónsdóttir. Snjór, snjór og snjór! Á skíðum skemmti ég mér! 8 ára og yngri á æfingu í Austurríki. borgarblod.is

x

Kópavogsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kópavogsblaðið
https://timarit.is/publication/1117

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.