Málfregnir - 01.04.1989, Blaðsíða 25
BALDUR JÓNSSON
Orðaspjall
„Nei, ég skrunaði bara“
Allir, sem eitthvað hafa hugað að
örnefnum, kannast við það hvílíkum
hendingum slíkar nafngiftir eru oft og
tíðum háðar. Ólíklegustu atvik búa þá
að baki og getur verið býsna fróðlegt að
þekkja þau. En oft er vonlaust að grafast
fyrir þær rætur, og þá er freistandi að
skálda í eyðurnar, búa til sögu út frá
örnefninu og skýra það um leið. Enginn
hörgull er á slíkum sögum. Líklega getur
þetta átt við um hvers konar nafngiftir
þótt örnefni séu skýrustu dæmin.
Að nokkru leyti gilda sömu lögmál um
nafngiftir nýrra hugtaka. Ég ætla hér á
eftir að segja frá því hvernig það bar til
að sögnin skruna hefir komist á kreik í
íslensku tölvutæknimáli. og þar með nafn-
orðið skrun.
Því hefir verið haldið fram að skruna
sé endurvakið fornyrði í nýrri merkingu
(Eiríkur Rögnvaldsson í ritdómi um
Tölvuorðasafn. Islenskt mál og almenn
málfrœði, 8. árg. 1986, bls. 197). Heim-
ildar um það að fornu er ekki getið, og
ég hefi ekki fundið það í neinum forn-
málsorðabókum. Hins vegar má fletta
upp á skruna bæði í Blöndalsorðabók
(sjá einnig gamla viðbætinn) og Orða-
bók Menningarsjóðs 1963 og 1983. Vel
má sögnin skruna vera forn fyrir því;
ekki skal ég um það segja. Hitt er víst að
hún er ekki komin í tölvutæknimál sem
endurvakið fornyrði, heldur úr lifandi
máli austan úr Hornafirði.
Tölvubyltingin, sem margir tala um,
finnst mér hafa hafist með tilkomu skjá-
anna eða skjástöðvanna. Pá komust
tölvunotendur í þetta einkennilega sam-
band við tölvur sínar sem minnti meir á
samskipti manns við lifandi veru en
nokkur önnur viðskipti manns og vélar.
Þá fannst mönnum skjástöðin vera
tölvan sjálf þótt hún væri hvergi nærri,
jafnvel í öðru húsi. Tölvur hættu að vera
tæki handa sérfræðingum einum. Pær
komust fljótlega í almenna notkun í við-
skiptalífinu og daglegu lífi fólks. Nú eru
einmenningstölvur og skjástöðvar álíka
hversdagslegir hlutir og útvarpstæki,
símtæki eða ritvélar. Þó er ekki nema
röskur áratugur síðan skjástöðvar fóru
að tíðkast að einhverju ráði. Fyrstu
tækin sem ég man eftir af því tagi hér -
a.m.k. þau fyrstu sem ég notaöi sjálfur-
komu á Reiknistofu Háskólans 1978.
Um þær mundir hafði ég setið tvö ár í
Orðanefnd Skýrslutæknifélags íslands
sem var aðgerðalítil á þeim árum. En
það breyttist eins og fleira 1978. Nefndin
fékk nýja forystu og nýjan liðsafla. Hún
fór að halda reglulega fundi, og nefndar-
menn réðust á nýjungarnar hverja á
fætur annarri til að finna þeim íslensk
heiti. Meðal þeirra voru auðvitað skjá-
stöðvarnar og margt sem þeim fylgdi, til
dæmis „scroll".
Mörgum varð starsýnt á þessi nývirki
sem hægt var að vélrita á með Ijósstöfum
og láta textann bruna niður eða upp,
stundum eins og hann hryndi eða hrykki
línu fyrir línu. Þessi sérkennilega hreyf-
ing átti sér enga augljósa fyrirmynd í
reynsluheimi okkar, fremur en margt
annað í tölvutækninni, og þá ekki heldur
neitt sjálfgefið heiti á íslensku. Enska
heitið scroll, sem fylgdi skjáunum í bók-
staflegri merkingu, var því notað ósjálf-
rátt.
Mér kom brátt í hug sögnin að skruna
25