Málfregnir - 01.04.1989, Blaðsíða 19

Málfregnir - 01.04.1989, Blaðsíða 19
ÞÓRIR ÓSKARSSON íslensk stílfræði Inngangur Hinn 12. mars á þessu ári voru Iiðin 100 ár frá fæðingu Þórbergs Þórðarsonar rit- höfundar. Á þessum tímamótum fer vel á því að minnast einnar bókar sem nú er í smíðum og hann var forgöngumaður um. Hér er átt við yfirlitsritið íslenska stílfrœði sem unnið er að á vegum Styrktarsjóðs Þórbergs Þórðarsonar og Margrétar Jónsdóttur. Styrktarsjóður Þórbergs og Margrétar var stofnaður árið 1970 með veglegri gjöf þeirra hjóna. Sjóðurinn er í vörslu Háskóla Islands og sitja nú í stjórn hans Jón Aðalsteinn Jónsson, forstöðumaður Orðabókar Háskólans, Davíð Erlings- son, dósent í íslensku, og Sigmundur Guðbjarnason rektor. íslensk stílfræði er annað verkefnið sem sjóðurinn ræðst í, en haustið 1985 gaf hann út íslenska samheitaorðabók undir ritstjórn Svavars Sigmundssonar. Auk þessara tveggja rita er í skipulagsskrá sjóðsins einnig áformuð útgáfa n'morðabókar. Beint starf að undirbúningi íslenskrar stílfræði hófst árið 1987. Stjórn styrktar- sjóðsins réð þá Þorleif Hauksson, sendi- kennara í Uppsölum í Svíþjóð, sem rit- stjóra bókarinnar og hefur hann séð um skipulagningu hennar samhliða kennslu- störfum sínum. Sá sem þetta skrifar hefur hins vegar verið í fullu starfi við að grundvalla og semja drög að einstökum hlutum verksins síðan í maí 1987. Þess er vænst að Þorleifur geti einnig snúið sér alfarið að ritun bókarinnar frá vori komanda. Gerð og efni Enn er ekki ljóst hve mikil íslensk stíl- fræði verður að vöxtum. Þó er gert ráð fyrir því að hún verði í einu bindi en skiptist í tvo meginhluta. Fyrri hlutinn er hugsaður sem almenn umfjöllun um stíl- fræðina sem fræðigrein, en síðari hlutinn verður saga íslensks lausamálsstíls frá öndverðu og fram á þessa öld. Rúmsins vegna þótti ekki fært að gera grein fyrir stílsögu bundins máls, og verður hún því að bíða betri tíma. I upphafi bókarinnar verður rakin saga klassískrar mælskufræði allt frá dögum Grikkja og Rómverja fram á síð- ustu öld þegar nútímaleg stílfræði tekur að leysa hana af hólmi. Greint verðurfrá stöðu mælskufræðinnar í samfélaginu, aðferðum hennar við að bregðast við ólíkum markmiðum og áhrifum hennar á ræðuflutning og bókmenntir. I framhaldi af þessum sögulega hluta verður rætt um mismunandi greinar nútímastílfræði, svo sem forskriftarstílfræði, aðgreinandi stíl- fræði, lýsandi stílfræði, túlkandi stílfræði og rökræðustílfræði. Hér verður enn frernur talað um ólíkar hugmyndir manna um það hvað stíll sé. Einnig verður greint frá vandamálum sem tengjast hug- myndum um form og inntak í ritverkum. Að lokum verður fjallað um helstu stílbrögð sem notuð eru til að ná fram einhverjum ákveðnum áhrifum, vinna áheyrendur eða lesendur á sitt band, sannfæra þá eða hrífa geð þeirra. í tengslum við allt þetta verða sýnd fjöl- mörg textadæmi allt frá auglýsingum og blaðafréttum til fagurbókmennta frá ýmsum tímum. Eins og áður sagði verður síðari hluti stílfræðibókarinnar helgaður sögu ís- lensks lausamálsstíls. Hér verður fylgst 19

x

Málfregnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfregnir
https://timarit.is/publication/1146

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.