Málfregnir - 01.04.1989, Blaðsíða 8

Málfregnir - 01.04.1989, Blaðsíða 8
HALLDÓR HALLDÓRSSON Um orðið sygill Inngangur Fyrir alllöngu uröu nokkrar umræður um það í Orðanefnd byggingarverkfræðinga hvaða orð skyldi nota á íslensku um búnað þann sem á dönsku kallast hævert og á ensku siphon. Niðurstaðan varð sú að valið var orðið vökvasuga sem notað er í Ensk-íslenskri orðabók (1984) sem þýðing á siphon. Mig minnir að enginn væri fyllilega sáttur við þessa niðurstöðu, en menn gátu látið sér hana lynda eftir atvikum. Orðið sygill hafði mikið komið til umræðu í nefndinni, en með því að orðabækur töldu að það merkti ‘trekt’ þótti varhugavert að taka það upp í nýrri merkingu. Einn nefndarmanna, Ólafur Jensson deildarverkfræðingur, hélt þó fast við að sygill væri besta orðið yfir „hævert". Ræddi hann um það á fundum í apríl 1988, og varð niðurstaðan sú að mér var falið að rannsaka sögu orðsins sygill til þess að ganga úr skugga um, hvort orðabókarþýðingar væru réttar. Þetta gerði ég og skrifaði fyrir nefndina skýrslu um niðurstöður mínar í maí- byrjun 1988. Styðst ég hér við þau gögn sem ég viðaði þá að mér og raunar fleiri. Nýyrði í eðlisfræði Orðið sygill (ritað sýgill) kemur, sam- kvæmt heimildum Orðabókar Háskól- ans, fyrst fyrir í Eðlisfrœði eftir J.G. Fischer, sem Magnús Grímsson íslensk- aði og út kom í Kaupmannahöfn 1852. Verður það síðar rakið. Almenna orðið um „hævert“, sem Magnús Grímsson notar í þýðingu sinni á Eðlisfræðinni, er hefjandi, og ræðir hann um ýmsar tegundir af hefjendum. Skilgreining á hefjanda er á þessa leið (bls. 147): " Hefjendur eru tól, sem höfð eru til þess að flytja legi með sér úr einu íláti í annað. Einn hefjandinn nefnist töfrasýgill (Trylle- tragt). Hann virðist hafa verið notaður til að fremja með töfrabrögð, t.d. til að láta áhorfendur álíta, að töframaðurinn (loddarinn) gæti breytt vatni í vín. Honum er svo lýst í Eðlisfræði Fischers (bls. 147-148): ' í þessu tóli er í raun og veru fólginn beinn hefjandi. Það er þannig til búið, að það eru teknir tveir sýglar og settir hvor ofan í annan, og látið verða bil á ntilli. Að ofanverðu falla þeir saman, svo það ber ekki á öðru, en að sýgillinn sé einn, og þar kemst ekkert loft inn á milli. Undir handarhaldinu er dálítið gat á ytra sýglinum, og er það til þess, að þar geti loftið komist inn um, inn í bilið milli sýgl- anna. Þetta litla op er í myndinni (97.) táknað með d. Sé nú töfrasýglinum difið ofan 97. mynd. n I) c 8

x

Málfregnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfregnir
https://timarit.is/publication/1146

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.