Málfregnir - 01.04.1989, Blaðsíða 20

Málfregnir - 01.04.1989, Blaðsíða 20
með þróun stílsins frá einu tímabili bók- menntasögunnar til annars með tilvísun til sögulegs baksviðs ritmenntanna. Sagt verður frá umhverfi þeirra, stöðu höf- unda og tengslum þeirra við áheyrendur eða lesendur og hugsanlegum áhrifa- völdum, innlendum og erlendum. í þess- ari umfjöllun verður annars vegar leitast við að lýsa stíleinkennum helstu bók- menntagreina, einkum þeirra sem mót- aðar eru af ákveðnum rithefðum. Þannig verða til dæmis sérkaflar um hómilíur, heilagra manna sögur, íslendingasögur, riddarasögur, annála og þjóðsögur. Hins vegar verður eftir föngum rætt sérstak- lega um stíl þeirra bókmenntaverka og höfunda sem á einhvern hátt brjóta gegn ríkjandi hefðum eða hafa haft umtals- verð áhrif á aðra höfunda. Hér má nefna þýðingu Odds Gottskálkssonar á Nýja testamentinu, postillu Jóns Vídalíns eða höfunda á borð við Benedikt Gröndal, Halldór Laxness og Þórberg Þórðarson. Eins og í fyrri hluta bókarinnar verður lögð rík áhersla á að hafa góð textadæmi í stílsögunni, lesendum til glöggvunar. Einnig verður sagt frá hugmyndum þeirra fræðimanna sem ritað hafa um efnið. Þó að Islensk stílfræði verði rituð í sam- felldu kaflaskiptu máli er gert ráð fyrir því að hún geti einnig nýst sem almennt upp- flettirit. Þannig verður þar ítarleg atriðis- orðaskrá yfir mikilvægustu hugtök og heiti, sem notuð eru í bókinni, með til- vísun til þeirra staða þar sem þau eru skilgreind eða notuð á annan hátt. Um leið verður þar skrá yfir helstu fræðirit eða greinar sent fjalla um almenna stíl- fræði og stíl íslenskra bókmennta. Helstu vandkvæði Ljóst er að gerð íslenskrar bókar um stíl- fræði er um margt vandkvæðum bundin. í fyrsta lagi eru innlend fræðirit um efnið engin, ef frá eru skilin fjölritað kennslu- kver Bjarna Guðnasonar, Stíll og stíl- brögð, frá 1972, og Stílfrœði Baldurs Ragnarssonar frá 1985, sem ætlað er til kennslu í framhaldsskólum. Bein afleið- ing þessa er sú að hér á landi hefur lítil sem engin hefð myndast fyrir því að skrifa eða tala urn stíl og stílfræði. Allt of oft hafa menn brugðið fyrir sig almennum og óljósum orðum þegar stíll einstakra verka hefur borist í tal. Hver kannast ekki við ummæli á borð við þau að stíllinn sé „lipur og léttur“, „Ijóðrænn og skáldlegur", „hraður og skemmtileg- ur“, „rismikill og hátíðlegur" eða ein- faldlega „við hæfi“? í fæstum tilvikum hafa menn hins vegar reynt að útskýra hvað felst í þessum einkunnum eða finna þeim stað í textunum sem um er rætt. Tilrauna í þá veruna er helst að leita í óútgefnum námsritgerðum frá síðustu árum og einstaka köflum stærri verka þar sem fjallað er um tiltekna rithöf- unda. Þessi skortur á undirstöðurannsóknum á stíl íslenskra bókmennta tálmar vita- skuld og takmarkar mjög ritun íslenskrar stílsögu. Við þetta bætist að sum höfuð- rit okkar að fornu og nýju eru enn ekki til í traustum og aðgengilegum útgáfum. Hér má til að mynda nefna íslensku hómilíubókina, Njáls sögu, Vídalíns- postillu eða Ævisögu Jóns Steingríms- sonar eldklerks. Meðan svo er ástatt hljóta óhjákvæmilega að verða ýmsir lausir endar þegar saga íslensks máls og stíls er skráð. Um leið hljóta þessir og aðrir annmarkar þó að verða mönnum hvatning til að bæta ráð sitt og efla rann- sóknir og ptgáfu íslenskra bókmennta. Lokaorð Með Islenskri stílfræði er einmitt leitast við að treysta eina af undirstöðugreinum máls og bókmennta og brjóta leið til æskilegrar hugtakamyndunar og fram- þróunar í þessari vanræktu fræðigrein. Ritið er þó ekki einungis ætlað fámennum hópi fræðimanna heldur er stefnt að því að það verði sem allra flestum til gagns og gamans. Stíll er enda í eðli sínu býsna víðfeðmt hugtak sem tekur ekki aöeins 20

x

Málfregnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfregnir
https://timarit.is/publication/1146

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.