Málfregnir - 01.04.1989, Blaðsíða 32

Málfregnir - 01.04.1989, Blaðsíða 32
Sitt af hverju Ný skipun í málnefnd Menntamálaráðherra hefir skipað í íslenska málnefnd frá 1. janúar 1989 til næstu fjögurra ára. í nefndinni eiga nú sæti: Kristján Árnason dósent, formaður, Jón Hilmar Jónsson orðabókarritstjóri, varaformaður, Jónas Kristjánsson prófessor Sigrún Stefánsdóttir fjölmiðlafræðingur Þórhallur Vilmundarson prófessor Sigrún Stefánsdóttir er fyrsta konan sem tekur sæti í íslenskri málnefnd. Nýjar orðanefndir í 1. tölublaði Málfregna (maí 1987) birt- ist skrá yfir 22 orðanefndir sem íslensk málstöð var í sambandi við. Eina nefnd vantaði þó á skrána, Orðanefnd um há- plöntuheiti, sem starfað hefir síðan í byrjun árs 1987 undir forystu Jóhanns Pálssonar garðyrkjustjóra. Síðan hafa fjórar nefndir bæst við, og hefir flestra verið getið áður í Málfregn- um. Þær eru: Flugorðanefnd (1987), for- maður Pétur Einarsson flugmálastjóri; Orðanefnd ÍSÍ (1987), formaður Sig- urður Magnússon, framkvæmdastjóri ÍSÍ; Orðanefnd Tannréttingafélags íslands (1987), formaður Teitur Jónsson tann- læknir, og Orðanefnd um mat og matar- gerð (1988), formaður Guörún Kvaran orðabókarritstjóri. Alls eru því 27 orðanefndir á skrá í Islenskri málstöð. Frá Orðanefnd byggingarverk- fræðinga Orðanefnd byggingarverkfræðinga var stækkuð í fyrra, svo að nú eru í henni 10 menn í stað 7 áður. Jafnframt hefir nefndin skipt sér í tvo vinnuhópa, og eru þó 6 í hvorum. Annar hópurinn vinnur að orðasafni um fráveitur og orðasafni um vegagerð. Pað eru þau verkefni sem nefndin hefir einkum fengist við að undanförnu. Hinn hópurinn hefir hafist handa við orðasafn um aflfræði og burðar- þolsfræði. Einar B. Pálsson, formaður nefndarinnar, og Ólafur Jensson starfa í báðum vinnuhópunum, enn fremur Hall- dór Halldórsson sem er ráðgjafi nefndar- innar um málfræðileg efni. Málfregnir koma út tvisvar á ári Útgefandi: íslensk málnefnd Ritnefnd: Jón Hilmar Jónsson og Kristján Árnason Ritstjóri: Baldur Jónsson Ritstjórn og afgreiðsla: íslensk málstöð, Aragötu 9, ÍS-101 Reykjavík. Sími: (91) 28530, (91) 622699, (91) 25088 Áskriftarverð: 600 krónur á ári Prentsmiðja Árna Valdemarssonar lif. ISSN 1011-5889 w ÍSLENSK MÁLNEFND

x

Málfregnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfregnir
https://timarit.is/publication/1146

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.