Málfregnir - 01.04.1989, Blaðsíða 5

Málfregnir - 01.04.1989, Blaðsíða 5
við sögu. Nöfn í Þorbjargarflokki, sem fá endinguna -u, eru svo nefndir ö-stofnar og i-stofnar, en nöfn í Ásgerðarflokki, sem fá endinguna -/, kallast iö-stofnar. (Með ö-stofnum er í þessari grein átt við hreina ö-stofna og jö-stofna.) Þorbjargarllokkur Samsett kvenmannsnöfn með ö- eða i- stofn að síðari lið eru býsna mörg í íslensku. Til hans teljast einnig samsett nöfn, sent hafa fremur lýsingarorð en nafnorð að síðari lið, en uppruni sumra viðliða er óljós. Flest nöfn í þessum flokki enda á -björg, -borg, -ey, -laug, -leif, -Ijót, -ný, -rún, -veig eða -vör. Dæmi: Þorbjörg, Valborg, Laufey, Guð- laug, Dýrleif, Bergljót, Guðný, Guðrún, Rannveig, Hervör. Meiri hluti þessara nafna mun upphaf- lega vera ö-stofnar, en þess ber að gæta að mörkin milli i- og ö-stofna eru nú óglögg og voru orðin það þegar um 1300. Allir ö-stofnar, sem í fornu máli höfðu ö í stofni (t.d. sök, gjöf), beygjast nú eins og i-stofnar (ft. sakar, nú sakir; ft. gjafar, nú gjafir). Nafnið Kolbrún, sem var einungis viðurnefni að fornu, fellur inn í þennan flokk. Talið er að sumir hinir fornu viðliðir séu lýsingarorð að uppruna, þótt ekki sé augljóst nútímafólki. Það breytir því ekki að nöfnin fá öll endinguna -u, hver sem uppruni viðliðar er. Öðru máli gegnir unt yngri nöfn, sem hafa lýsingarorð að síðari lið, nöfn sem enda á -björt eða -hvít. Nokkur vafi getur leikið á um beygingu þeirra. I máli margra er t.d. rótgróin beygingin Dagbjörtu, en aðrir eru í vafa. Nafnið Svanhvít er beygt á ýmsa vegu, og sama gildir um nafnið Mjallhvít \ ævintýrinu. En komum betur að þeint síðar. Asgerðarflokkur Samsett kvenmannsnöfn, sem enda á -/ í þolfalli og þágufalli, hafa að síðari lið -dís, -elfur, -fríður, -gerður, -gunnur, -heiður, -hildur, eða -þrúður. Dæmi: Þórdís, Þórelfur, Hólmfríður, Asgerður, Hildigunnur, Ragnheiður, Svanhildur, Arnþrúður. Hér eiga einnig heima nöfn sem enda á -rt'ður og -unn, t.d. Sigríður og Steinunn, þótt ekki séu lengur aug- ljósar samsetningar. Þetta eru svo nefndir iö-stofnar. Öll hafa þessi orð endinguna -/ í þolfalli og þágufalli, hvort sem þau eru viðliður í samsettu orði eða sjálfstæð, nema dísar- nöfnin. Þau skera sig úr og hafa gert það allt frá öndverðu. I hvaða flokki er Berglind? Orðið lind beygist yfirleitt sem i-stofn. Fleirtalan lindar er þó til; að minnsta kosti var oft sagt Herðubreiðarlindar fyrir norðan og tíðkast eflaust enn. En það skiptir ekki máli hvort lind er i-stofn eða ö-stofn; það togar nafnið Berglind inn í Þorbjargarflokk hvort sem er. Svo mikið er víst að iö-stofn getur það ekki verið, og ekki er Berglind dísar-nafn. Engin frambærileg rök eru til annars en skipa því í flokk með Þorbjargar-nafni og öðrum góðurn nöfnum sem beygjast eins og það. Reglubundið misræmi Það sem er einkennilegt í þessum beyg- ingarmálum er sérstaða hinna samsettu nafna í Þorbjargarflokki og dísar-nafna. Sem fyrr segir beygjast samsett orð í íslensku yfirleitt eins og síðari liðurinn: svalalind beygist eins og lind, Iífsbjörg eins og björg og Ijóðadís eins og dís. En kvenmannsnöfn, sem enda á -björg og -dís, láta sem þeim komi þetta ekkert við. Hin fyrrnefndu - og flokksfélagar þeirra - enda á -u í þolfalli og þágufalli, en hin síðarnefndu á -/, hvað sem svip- uðum orðum líðut. Sams konar misræmi er til meðal karl- mannsnafna. Þar má nefna sem dæmi að samsettu nöfnin Þorgeir og Steinþór fá í þágufalli endinguna -/, en nöfnin Geir 5

x

Málfregnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfregnir
https://timarit.is/publication/1146

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.