Málfregnir - 01.11.1992, Síða 13

Málfregnir - 01.11.1992, Síða 13
BALDUR JÓNSSON Um íslenskt heiti á ECU í vaxandi umræðu um málefni Evrópu er nú oft talað um hina evrópsku myntein- ingu. I ritmáli umheimsins heitir hún ECU eða ecu, og er það ýmist borið fram /ekú/, /eku/ eða jafnvel /i’kuj/ að frönskum hætti. Engin festa hefir enn komist á framburð þessa heitis hér, og ekki hefir heldur tekist að festa í sessi íslenskt nafn á þessari mynteiningu, aðlagað eða nýsmíðað, þótt reynt hafi verið. Ekki er annað sýnt en myntein- ingin nýja muni lifa eitthvað áfram, e.t.v. um langan aldur, og því er ástæða til að leggja niður fyrir sér hvernig best er að nefna hana á íslensku. Pað verður reynt hér á eftir. Án efa hefir þetta mál verið rætt manna á meðal og jafnvel um það ritað víðar en mér er kunnugt. Les- endur eru beðnir að hafa þann fyrirvara í huga. Erlenda heitið Áður en við förum að velta fyrir okkur íslensku heiti á myntinni er rétt að kynn- ast hinu erlenda betur. Oftast er talað um ECU (eða ecu) sem enska skamm- stöfun á „European Currency Unit“. En þar er varla allt sem sýnist. Hér er um eins konar orðaleik að ræða, því að écu er gamalt franskt myntheiti. Best hefði verið að fá myntfræðing til að fræða les- endur um það, en hér verður látið nægja að tína saman fáeina fróðleiksmola úr bókum. Einkum er stuðst við nýju sænsku alfræðibókina, Nationalencyklo- pedin, 5. bindi (1991), bls. 252. Franska orðið écu merkir upphaflega ‘skjöldur’ og á rætur að rekja til latneska orðsins scutum sömu merkingar. í Nouveau Petit Larousse illustré (útg. 1946) er sagt að écu sé forn skjöldur, aflangur eða ferhyrndur. í sænsku alfræði- bókinni segir að átt sé við þríhyrndan skjöld af miðaldagerð sem riddaralið hafi notað. Á 13. öld hafi hann verið af- langur en hafi minnkað á 14. öld og hlið- arnar nálgast að verða samsíða. Þar væri þá líklega kominn aflangur ferhyrndur skjöldur eins og Petit Larousse segir. Samkvæmt sænsku alfræðibókinni hefir écu einnig merkinguna ‘vapen- sköld’. En sænska orðið vapensköld merkir fleira en eitt (sbr. IUustrerad svensk ordbok (ritstj. Bertil Molde)). Parna er það líklega skjaldarmerkis- skjöldur (eða merkisskjöldur), sbr. þýð- inguna í Sœnsk-íslenskri orðabók (1982) eftir Gösta Holm og Aðalstein Davíðs- son. En það er einnig haft um (kringlótt- an) verndargrip sem maður geymir í lófa sínum til að verjast vopnum óvinarins, stundum með einhverju persónulegu skrauti á eða ættartákni (sbr. Svensk ordbok (1986), ritstj. Sture Allén). Pá er komið nokkuð nærri myntinni. Samkvæmt sænsku alfræðibókinni hefir hún fengið heiti sitt af skjaldarmynd eða skjaldarmerki sem á hana var mótað. Écu d’or (þ.e. ‘gullskjöldur’) var elsta franska gullmyntin, fyrst slegin á ríkis- stjórnarárum Loðvíks 9. (1226-1270) og vó um 4 g. „Gullskjöldur“ var seinast sleginn 1640. Pá hófst slátta stórrar silf- urmyntar sem vó nærri 24 g. Hún heitir á frönsku écu blanc eða ‘hvítskjöldur’ og var fyrst slegin 1641 á dögum Loðvíks 13. (1610-1643), en lagðist af í stjórnar- byltingunni 1789. Eftir það var engin mynt í notkun með þessu nafni í ein 200 ár. 13

x

Málfregnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Málfregnir
https://timarit.is/publication/1146

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.