Málfregnir - 01.11.1992, Qupperneq 14
Úrkostir
Þótt styttingarorðið ECU sé gjaldgengt í
mörgum tungumálum, með ofurlitlum
tilbrigðum í framburði, fer það illa í
íslensku, bæði í ræðu og riti. Aðalástæð-
an er sú að í íslensku endar ekkert ósam-
sett (tvíkvætt) nafnorð á -u í nf. et.
Orðið fær því ekki vist í neinum beyg-
ingarflokki, og kynferði þess verður
óljóst.
Til þess að auðvelda alla umræðu og
forðast óskapnað í máli er ekki um
annað að ræða en reyna að koma sér upp
íslensku heiti á þessari mynteiningu. í
aðalatriðum er þá um þrjár leiðir að
velja. Ein er sú að skíra hina nýju Evr-
ópumynt einhverju álitlegu nafni óháð
merkingu orðsins écu eða hljóðlíkingu
við það. Önnur leið er að þýða orðið, og
hin þriðja og álitlegasta er aðlögun.
Áður en við gefum tvær fyrrnefndu
leiðirnar upp á bátinn skulum við fyrir
siða sakir líta á hugsanlega þýðingu.
Franska myntheitið écu merkir sem
fyrr segir ‘skjöldur’ eða ‘skildingur’, og
mætti því auðvitað hugsa sér að þýða
það og kalla Evrópumyntina skjöld eða
skilding.
Reyndar kemur upp í hugann eitt orð
enn, sem hefir orðið fræðimönnum
nokkur ráðgáta. Það er orðið skillingr
sem kunnast er af lokaerindi Þrymskviðu
(„hón skell um hlaut / fyr skillinga"). Sjá
nánara um það í íslenskri orösifjabók
Ásgeirs Blöndals Magnússonar (1989),
bls. 843.
Allt þetta kemur óneitanlega til greina,
en ég býst ekki við að neitt þessara orða
eigi greiða leið til notkunar, því síður
samheiti, svo sem targa eða buklari\
Aðlögun
Án efa er raunhæfast að nýta hið erlenda
orð og laga það að íslenskum málreglum
með hóflegum aðgerðum. Þá sýnist mér
einkum tvennt koma til álita.
1. Annar kosturinn er sá að hirða ein-
ungis hluta af hinu erlenda orði, gera
hann að íslenskum stofni og hnýta beyg-
ingarendingu við. Stofninn verður þá ek-,
og er nærtækast að hafa hann hvorug-
kyns með sterka beygingu. Karlkynsorð
kemur varla til greina nema veikrar beyg-
ingar (eki eins og dreki), og kvenkynsorð
kemur ekki til greina nema eka sem ég
kem að síðar.
Hvorugkynsorðið ek ætti að geta stað-
ist sem tökuorð og yrði auðvelt í meðför-
um. Það fengi sömu beygingu og blek,
rek og sprek og mörg önnur algeng orð
sem skipa einn af stærstu beygingarflokk-
um málsins. í erfðarorði hefði átt að
verða klofning í þessum stofni, a-klofn-
ing í et. (*jak) og u-klofning í ft. (*jök),
en í tökuorði ætti að vera leyfilegt að
horfa fram hjá því.
Beygingin yrði þessi: et.: ek, ek, eki,
eks\ ft.: ek, ek, ekum, eka.
2. Hinn kosturinn er sá að taka hið
tvíkvæða orð með aðlöguðum rithætti,
eku í stað ecu, og hugsa sér það sem
aukafallsmyndir eintölu af kvenkynsorð-
inu eka. Það orð fellur þá sjálfkrafa inn í
stóran beygingarflokk, sem er mjög frjór
í íslensku nútímamáli, og beygist sam-
kvæmt reglum hans, t.d. eins og orðin
reka og vika.
Beygingin yrði þessi án greinis: et.:
eka, eku, eku, eku\ ft.: ekur, ekur,
ekum, ekna.
Þessi lausn, sem segja má að nærtæk-
ust sé, hefir þó eitt í för með sér sem
hætt er við að einhverjir setji fyrir sig.
Það er ef. ft., sem verður að vera ekna.
í sjálfu sér er ekkert athugavert við það,
en svo vill til að þessi beygingarmynd
yrði þá eins í framburði og rithætti og ef.
ft. af ekja og samhljóða ef. ft. af ekkja.
Síðarnefnda orðið er miklu tíðara og
skiptir því meira máli hér.
Nú er ekki því að leyna að tvíræðni og
margræðni íslenskra beygingarmynda er
fjarskalega algeng og miklu meira um
hana en flesta grunar. Þó kemur hún
14