Málfregnir - 01.11.1992, Page 18

Málfregnir - 01.11.1992, Page 18
Komið hafði til tals milli ritstjóra Lœkna- blaðsins að nauðsyn bæri til að hefja útgáfu orðasafna í því skyni að kynna ný heiti og hugtök. Síðla árs 1977 var hafist handa við að kanna þann prentaða efni- við sem tiltækur var. í upphafi var ætl- unin að vinna að einskonar endurbættri útgáfu íslenzkra læknisfrœðiheita [9] sem legið höfðu óhreyfð í rúm tuttugu ár. Frá því var þó horfið, og tveimur árum síðar var ráðist í að vinna út frá stafrófsraðaðri orðabók, þeirri sem kennd er við Gould [11]. Var því í raun- inni beitt hefðbundnum aðferðum við orðabókargerðina þannig að orðum var safnað þar sem til náðist. Síðan var skotið inn skilgreindum hugtökum eftir því sem þekking stóð til og leitast við að finna heiti við hæfi. Stafkaflinn A var tilbúinn í handriti um það leyti sem Orðanefnd læknafélag- anna var stofnuð formlega, og Magnús Snædal málfræðingur var snemma árs 1984 ráðinn í hálft starf sem ritstjóri íðorðasafns lœkna. Magnús tók þá til við að leita uppi prentaðar heimildir, spjald- skrár og orðalista, vinna úr þeim og koma þeim skipulega í tölvu. Önnur orð- taka mótaðist mjög af áhugasviðum og þekkingu læknisins sem um hana sá. Fastir fundir nefndarinnar hafa verið haldnir í Domus Medica. Þangað hafa sótt þeir læknar sem áhuga hafa á að starfa að íðorðasmíð í félagi við aðra og tilbúnir eru að fórna nokkru af frítíma sínum, þar sem fundir eru haldnir í lok vinnudags. Fundarsókn er að sjálfsögðu frjáls, og sumir nefndar- menn hafa hætt reglubundinni fundar- setu til þess að vinna einir að sérstökum verkefnum. Vinnan við íðorðasafnið sóttist betur en áætlað var í byrjun, og rúmum fimm árum eftir að nefndin hóf vikulega fundi sína var búið að gefa út fjórtán hefti með rúmlega þrjátíu þúsund enskum upp- flettiorðum [4]. Samvinna við íslenska málstöð í byrjun var skipt við „Máltölvun“ Bald- urs Jónssonar, en hún var háð Reikni- stofnun Háskólans um tölvunotkun. „Máltölvun“ rann saman við íslenska málstöð þegar hún tók til starfa í árs- byrjun 1985, en sama gilti um tölvu- notkun í fyrstu. Fljótlega kom í ljós að miklu hagkvæmara yrði að leita annarra kosta. Var þá gripið til þess ráðs á miðju ári 1987 að taka lán og leggja andvirðið fram sem hluta af kaupverði tölvu handa málstöðinni (Micro-Vax II). Jafnframt var gerður samningur um áframhaldandi starfsaðstöðu er gilti í hálft fjórða ár, og í árslok 1990 varð tölvan óskoruð eign málstöðvarinnar. Síðan hefir samningur- inn verið framlengdur eitt ár í senn. Frá byrjun hefir Baldur Jónsson pró- fessor, forstöðumaður málstöðvarinnar, verið með í ráðum. Hefir samvinnan við hann verið hin ánægjulegasta. Starfsmaður nefndarinnar fékk þegar í byrjun starfsaðstöðu í íslenskri málstöð að Aragötu 9, og hefir heimilisfang nefnd- arinnar verið þar síðan. Þarf ekki að fara mörgum orðum um mikilvægi þess fyrir orðanefndina að eiga aðgang að orðabókarkerfi mál- stöðvarinnar og tæknibúnaði sem því fylgir og vera í nánum tengslum við aðra starfsemi í stöðinni. Geðrask? Geðröskun? Geðtruflun? Eitt verkefnið er frábrugðið því sem áður hefir verið lýst. Haustið 1990 var orðasmíð kynnt á fundi með geðlækn- um. Þar var rædd nauðsyn þess að snúa á íslensku tölfræði- og greiningarhandbók Ameríska geðlæknafélagsins um geð- röskun [12], en áður en af því gæti orðið þyrfti hins vegar að íslenska og samræma þau íðorð sem þar eru notuð. Upp úr þessu varð til starfshópur. í honum eru geðlæknarnir Helgi Krist- bjarnarson, Magnús Skúlason, Oddur 18

x

Málfregnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Málfregnir
https://timarit.is/publication/1146

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.