Málfregnir - 01.11.1992, Síða 19

Málfregnir - 01.11.1992, Síða 19
Bjarnason, Tómas Helgason og Tómas Zoéga. Af hálfu Orðanefndar læknafé- laganna unnu með þeim ritstjóri íðorða- safnsins og læknarnir Guðjón S. Jóhann- esson og Örn Bjarnason. Arangur þessa samstarfs verður birtur innan tíðar þegar tekist hefir að fjár- magna útgáfuna. Þar verða þau orð sem lagt er til að komi til álita við þýðinguna. Er kallað eftir að aðrir geri betur, og er mikilvægt að allir orðhagir menn leggist á eitt vegna þess að íðorð er ekki „komið til skila, fyrr en það situr hnókið og heimalegt í alþýðlegri ræðu og hefur á sér sem allra minnst gestasnið. íslenzkun fræðiorða er ekki í þágu meira eða minna málbrjálaðra sérfræðinga og á allra sízt fyrst og fremst að falla í þeirra smekk“ [13]. Ný verkefni Verið er að leggja drög að íðorðasafni í meinafræði, ónæmisfræði og augnsjúk- dómafræðum. Sú vinna auðveldast nú við það að nýverið varð tiltækt forrit fyrir íðorðaskráningu sem hægt er að nota í einkatölvum. Haustið 1988 hófst kerfisbundin end- urskoðun fimmtu útgáfu alþjóðlegu líf- færaheitanna, Nomina Anatomica (NA) [14], og nýsmíði heita fyrir aðra útgáfu alþjóðlegra heita úr vefjafræði, Nomina Histologica (NH) [14], og fósturfræði, Nomina Embryologica (NE) [14], sem samþykkt var í Mexíkóborg 1980. Frá miðju ári 1989 hefir verið unnið út frá sjöttu útgáfu NA og þriðju útgáfu NE og NH [15], sem samþykktar voru í Lundún- um 1985. Áætlað er að síðustu yfirferð ljúki á þessu ári, og gætu orðasöfnin þá komið út á árinu 1993. Vinnan hefir skil- að fjölda orðstofna og orða, sem fara beint og sjálfkrafa inn í orðabankann. Þetta leiðir aftur til þess að endurskoða þarf þau heiti sem rekast á. Síðan er fram undan endurskoðun orðaforðans alls, og hefir verið áætlað að hún geti tekið allt að áratug og að þeim tíma liðnum væri fyrst hægt að huga að heildarútgáfu íðorðasafnsins með íslensk- enskum og ensk-íslenskum hluta. Þó væri hægt að hraða því verki verulega ef tekst sú ætlan að unnið verði að mörgum íðorðasöfnum sérgreina læknisfræðinnar samtímis. Samstarf við læknadeild Lengi hefir verið á dagskrá að ráðast í ný íðorðaverkefni, svo sem á sviði augn- lækninga, barnalækninga, geðlækninga, geislalækninga, geislagreiningar, hand- lækninga (t.d. lýtalækninga og tauga- skurðlækninga), háls-, nef- og eyrna- lækninga, húðsjúkdómalækninga, kven- lækninga, lyflækninga (sem taka m.a. til hjartasjúkdóma, lungnasjúkdóma, melt- ingarsjúkdóma, ofnæmissjúkdóma og ónæmisfræði), lækningarannsókna, meinafræði, sýklafræði, taugalækninga og þvagfæralækninga, svo að nokkur dæmi séu nefnd. Til þess að árangur náist þurfa að koma til nýir starfshópar í líkingu við þann sem þegar er til innan geðlækning- anna. Það var því gleðiefni að Einar B. Pálsson prófessor hratt af stað umræðu um tilhögun íðorðagerðar í Háskóla íslands. Háskólaráð fjallaði um málið og ályktaði um það síðastliðið haust í sam- ræmi við tillögur Einars, eins og skýrt hefir verið frá í Málfregnum (4. árg. 2. tbl.). Ályktanir háskólaráðs eru á þessa leið: A. Háskólaráð beinir þeim eindregnu til- mælum til allra háskóladeilda að þær vinni skipulega að því að til verði íslenskt íðorða- safn á kennslusviði deildarinnar. Líta skal á vinnu við íðorðagerð sem sjálfsagðan þátt í fræðastarfi kennara og sérfræðinga í Háskóla íslands. B. Háskólaráð mælir með eftirfarandi vinnu- 19

x

Málfregnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Málfregnir
https://timarit.is/publication/1146

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.