Málfregnir - 01.11.1992, Side 21
Bréf til Ottós A. Michelsens
Góöi vinur.
Það væri synd að segja að ég væri bráð-
fljótur til svars. Nú eru liðin ein sjö ár
síðan þú barst upp ofurlítið erindi við
mig, og ég er ekki farinn að svara því
enn. Líklega get ég helst afsakað mig
með því að þú hefir ekkert verið að reka
á eftir mér. Það er a.m.k. þægilegra fyrir
mig en þurfa að bera við hugmyndaskorti
og framtaksleysi.
Þú varst að hugsa um orðið klúbbur
sem okkur þótti báðum heldur tilkomu-
lítil íslenska. Einhver umræða hafði
orðið um að stofna klúbb manna sem
hefðu verið forstjórar IBM, skildist mér,
en væru hættir störfum fyrir aldurs sakir,
og hvað ætti þá að kalla þann klúbb á
íslensku.
Satt að segja hafði ég þá lengi gert mér
gælur við íslenska orðið kólfur sem
gaman gæti verið að grípa til í stað orðs-
ins klúbbur, en nú man ég ekki lengur
hvort ég hafði kjark til að segja þér frá
því. Þaö hefir þá verið gert í hálfkæringi
því að ég hefi haft miklar efasemdir um
að hugmyndin væri nýtileg eða yrði nokk-
urn tímann tekin alvarlega. Nú er það
orðið breytt.
Eins og aðrir, býst ég við, hefi ég í
mínu hugskoti ýmis orð fyrir sjálfan mig,
og ræður hending hvort ég læt þau nokk-
urn tímann heyrast eða sjást. Sum end-
ast mér skamman tíma, eins og kunn-
ingsskapur sem ristir ekki djúpt; önnur
vinna á við nánari kynni og setjast að í
huga mér - og þá er komin alvara í
málið!
Svo hefir farið um orðið kólfur. Þegar
ég tala við sjálfan mig fellur mér ágæt-
lega að nota það um klúbb, og klúbbinn
ykkar IBM-manna hefi ég með sjálfum
mér kallað „Öldungakólf IBM“, jafnvel
allt frá því að þú sagðir mér frá honum.
Nú man ég reyndar ekki lengur hvort
þessi ágæti kólfur hafði þá þegar verið
stofnaður eða varð nokkurn tímann til,
en orðsins vegna skiptir það ekki máli.
Öll þessi ár hefir mér fundist ég skulda
þér svolitla greinargerð um orðið kólfur,
og úr því sem komið er finnst mér nú
einlægast að láta Málfregnir skila henni
til þín.
Klúbbur
Allir sem sæmilega tilfinningu hafa fyrir
íslensku máli finna undireins að orðið
klúbbur er tökuorð. Stafa- og hljóðasam-
bandið -úbb- veldur því. Það er fram-
andlegt og fer ekki sérstaklega vel í ís-
lensku þótt varla teljist frágangssök.
Þessa orðs verður fyrst vart í íslenskum
heimildum á öldinni sem leið og hefir ef-
laust borist hingað úr dönsku (klub) og
þangað úr ensku (club). Þaðan hefir það
einnig komist inn í fleiri tungumál á síð-
ustu tímum, og þarf ekki að rekja það
frekar.
Hitt skiptir meira máli að enska orðið
club merkir upphaflega ‘kylfa’. Það er
rakið til miðenska orðsins clubbe (frá 13.
öld) og er norrænt tökuorð, hið sama og
forndanska orðið klubbe, sem merkir
‘kylfa’, og íslenska orðið klubba sömu
merkingar. Þannig er gamla klubban
okkar orðin klúbbur eftir dálítil ferðalög
á milli landa á undanförnum öldum.
Nú á dögum merkir enska orðið club
ekki aðeins ‘kylfa’, heldur er það einnig
haft um (lokaðan) félagsskap og jafnvel
21