Málfregnir - 01.11.1992, Blaðsíða 23
fyrst. En er hann vissi að Jón var
sár, þá hljópu þeir báðir úr loftinu
eftir honum. En Ólafur var þá
undan borinn en niðmyrkurá. Sneru
þeir þá aftur í loftið og bundu um
sárið. Lét Jón lítt yfir og var á
fótum. Leituðu þeir eftir Ólafi um
morguninn og fengu hann eigi upp
spurðan. Jón geymdi sín lítt, fór í
bað og drakk inni fyrst. Sló þá í
verkjum og lagði hann niður. Hann
andaðist Agnesarmessu og var jarð-
aður að Kristskirkju þar sem nú
sönghússveggurinn er. Gissur hafði
út gripi þá, er hann hafði átt, um
sumarið eftir.
Annað dæmi er úr Hákonar sögu Há-
konarsonar, einnig eftir Sturlu Þórðar-
son. Hún er til í ýmsum handritum
og ber nokkuð á milli. Ég tek hér stutt-
an kafla úr útgáfunni í Fommanna
sögum IX. bindi, 1835, bls. 453. Þar
er komist svo að orði (stafsetningin
mín):
Um vorið er á leið bjuggu þeir ferð
sína, konungur og hertogi, úr
Björgvin, austur í Víkina, og efnuðu
til vetursetu í Ósló. Þeir héldu báðir
saman jól um veturinn. Þessi var
einn vetur hins þriðja tugar ríkis
Hákonar konungs. En eftir jólin hélt
sinn hjúkólf hvor þeirra og drukku
þó jafnan báðir saman á kveldum.
Ljóst er af þessu að hjúkólfur hefir verið
einhvers konar samkoma og virðist eftir
frásögn Sturlungu að dæma hafa verið
eitthvað svipaður því sem nú er kallað
„partí“ eða „teiti“ og jafnvel samkomu-
staðurinn sjálfur. Orðið bendir til sam-
kvæmis hjúa eða starfsmanna og hefir þá
auðvitað verið minna í það borið en
veislur höfðingja. Dæmið úr Páls sögu
biskups hér á eftir skírskotar ef til vill til
þess. Þar er talað um hjúkólf í óeigin-
legri merkingu og á líklega að leggja
áherslu á hógværð og lítillæti höfundar,
eða skyldi hann vera að hugsa um skvald-
ur? Ég tek hér upp fáein orð úr 12.
kapítula í sérútgáfu Einars Ól. Sveins-
sonar 1954, bls. 27, en stafsetningin er
mín og setning greinarmerkja:
Páll biskup var svo mikill gæfu-
maður að honum gengu nálega allir
hlutir að sólu hinn fyrra hlut ævi
sinnar, og þá hann svo það — sem
nú má nökkuð heyra í hjúkólfi
þeirrar frásögu er eg hefi frá sagt
eigi marga hluti hjá því sem efni eru
til — að hann þótti öllum mönnum
ástgoði.
í Orðabók Blöndals er orðið hjúkólfur
auðkennt sem úrelt mál og sagt merkja
tvennt: ‘klúbbur; veitingahús’. Orðabók
Menningarsjóðs (útg. 1983) skýrir það
með orðunum „samkvæmi, mannfagn-
aður“.
í útgáfu Fornmanna sagna er þess
getið við orðið hjúkólfur að eitt handrit
Hákonar sögu hafi orðið húskólfur í
staðinn. Ég hefi ekki hugað að því sér-
staklega, en það er þá eina dæmið sem
mér er kunnugt um þetta orð sem ætti að
vera samheiti hins. Það styður einungis
það sem ég sagði áðan að hjúkólfur (og
húskólfur) hafi verið eins konar hjúa-
gleði eða starfsmannaveisla.
Þú ert nú eflaust orðinn þreyttur á
öllum þessum tilvitnunum, Ottó minn,
en mér fannst ég verða að leggja þær á
borðið sem fylgiskjöl svo að þú tækir
frekar mark á mér. Ég get ekki annað
séð en orðið kólfur hafi verið til í okkar
ágæta máli í svipaðri merkingu og
‘klúbbur’ á sjálfu blómaskeiði bók-
menntanna, og er þá nokkuð að því að
nota það svo? Eins og ég sagði, hefi ég
nú gengið með það sjálfur árum saman
23