Málfregnir - 01.11.1992, Síða 26

Málfregnir - 01.11.1992, Síða 26
Þannig h'tur höfundur á verk sitt. Því er auðvitað ætlað að vera öðrum til leið- beiningar um mál svo langt sem það nær. Slíkum leiðbeiningum má haga á ótelj- andi vegu og ekki nema gott að sem flestar leiðir séu reyndar, líka krókaleið- ir. En þá er hollt að minnast þess að akstur utan vegar er ekki á allra færi og getur valdið spjöllum sem kunnugt er. Höfundur hefir valið sér hið góða hlutskiptið, að leika sér í gáska að máli og stíl, og það lætur honum vel. Hann á sér víðan leikvöll í tíma og rúmi og hefir á hraðbergi beinar og óbeinar skír- skotanir í allar áttir, hugkvæmur, fjörugur og notalegur. í sumum þátt- unum hlýtur að liggja mikil vinna þótt þeir virðist spretta fram fyrirhafnarlaust. Dönsk-íslensk orðabók. Ritstjórar: Hrefna Arnalds og Ingibjörg Johannes- en. Aðstoðarritstjóri: Halldóra Jóns- dóttir. ísafoldarprentsmiðja hf. Reykja- vík 1992. XXXII + 945 bls. Þessi nýja dansk-íslenska orðabók, sem margir hafa beðið eftir, hefir verið 8 ár í smíðum og lögð í hana mikil vinna. Það er eins og tímanna tákn að konur hafa haft forystu um þetta verk og átt frum- kvæði að því, en fjölmargir hafa komið þar við sögu, bæði konur og karlar. Enn er danska skyldunámsgrein og fyrsta erlenda málið sem kennt er í skólum á íslandi. Fram yfir miðja þessa öld var hún nærtækust erlendra mála í hugum flestra íslendinga. Enskan náði varla að taka þann sess fyrr en eftir 1960, jafnvel 1970 myndu einhverjir segja. íslenskir rithöfundar og fræðimenn hafa margir skilið eftir sig merkisrit á dönsku, og mikið af heimildum um sögu íslend- inga er á dönsku. Menntaður íslend- ingur verður því að vera sæmilega læs á það mál, þótt ekki væri annað. Auk þess hafa íslendingar enn margvísleg við- skipti við Dani, og danska hefir reynst Islendingum gagnlegt hjálpartæki í sam- skiptum við aðrar Norðurlandaþjóðir. Þörf fyrir dansk-íslenska orðabók er því sífelld og ótvíræð. Dansk-íslenskar orðabækur hafa öðr- um orðabókum fremur opnað okkur dyr til umheimsins, ekki aðeins til Danmerk- ur. Þær hafa að auki gegnt sérstöku hlut- verki í íslenskri málrækt. Vegna lang- vinns nábýlis var eðlilegt að íslenskt tungutak smitaðist meir af dönsku en öðrum tungum, en af því leiddi þá einnig að málhreinsunarmenn lögðu sig sér- staklega fram um að skerpa muninn á dönsku og íslensku orðfæri, til dæmis með því að halda hinu íslenska fram í dansk-íslenskri orðabók. Fyrsta bókin af þessu tagi, Dönsk orða- bók með íslenzkum þýðingum, eftir Konráð Gíslason, kom út 1851. Hún var lengi eins konar biblía hinna vandlátustu málvöndunarmanna, og er gripið til hennar enn. Arftaki hennar, Ný dönsk orðabók með íslenzkum þýðingum (1896) eftir sr. Jónas á Hrafnagili og Björn Jónsson, ritstjóra ísafoldar, var einnig hin nýtasta bók en gerólík hinni. Konráð var lítið fyrir nýyrði og ekki heldur af fjarska miklu að taka fyrir miðja 19. öld. En undir lok aldarinnar var mikil breyting á orðin, og þeim sem stóðu að orðabókinni 1896 þótti hin mesta nauðsyn að koma sem flestum ný- yrðum að. Þar birtust því mörg nýyrði á orðabók í fyrsta sinn, t.d. orðin ál og sími. Þetta var upphaf að útgáfu orðabóka á vegum ísafoldarprentsmiðju. Dönsk orðabók með íslenzkum þýðingum (1926) eftir Freystein Gunnarsson segist, á titilsíðu, vera „orðabók Jónasar Jónas- sonar og Björns Jónssonar aukin og breytt“. Hún var svo gefin út „endur- skoðuð og breytt“ (1957) í samvinnu við 26

x

Málfregnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Málfregnir
https://timarit.is/publication/1146

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.