Málfregnir - 01.11.1992, Qupperneq 31

Málfregnir - 01.11.1992, Qupperneq 31
frá Arnóri Hannibalssyni prófessor, for- manni Félags löggiltra dómtúlka og skjalaþýðenda, um að stofna samstarfs- nefnd þýðendafélaga og íslenskrar mál- stöðvar. Verkefni hennar yrði að kanna þörf fyrir námskeið handa starfandi þýð- endum og skipuleggja þau í samvinnu við íslenska málstöð, heimspekideild Háskóla íslands og Endurmenntunar- stofnun Háskólans. Þessi samstarfsnefnd hefir þegar beitt sér fyrir námskeiði í íðorðafræði fyrir starfandi þýðendur. Það var haldið 6. og 7. október sl. í samvinnu við Endur- menntunarstofnun og sóttu það 25 manns. Kennarar voru Jónína M. Guðna- dóttir og Sigrún Helgadóttir. Ákveðið hefir verið að halda annað námskeið á vormisseri, væntanlega í mars. Þar verður leiðbeint um íslenskt málfar. Kennarar verða Ari Páll Krist- insson cand. mag. og Veturliði Óskars- son mag. art. Fagráð í upplýsingatækni Að frumkvæði Staðlaráðs íslands hefir verið stofnað Fagráð í upplýsingatækni, og er íslensk málnefnd meðal stofnenda. Fagráð leysir UT-staðlaráð af hólmi. Það starfar á vegum Staðlaráðs íslands í samræmi við reglur þess um fagráð og er fjárhagslega sjálfstætt. Hlutverk Fagráðsins er að vera vett- vangur stöðlunar í upplýsingatækni. Viðfangsefni þess eru: að móta stefnu í íslenskum staðlamálum á sínu sviði, stuðla að tæknilegri samræmingu, kynna staðla í upplýsingatækni og síðast en ekki síst að gæta íslenskra hagsmuna í alþjóðlegu staðlastarfi. Um þýðingarskyldu Undanfarin misseri hefir mikið verið rætt um þýðingarskyldu útvarps- og sjónvarpsstöðva, enda mörg tilefni gefist til. í haust hafði íslenska ríkissjónvarpið tvívegis beinar sendingar frá kappræðum forsetaframbjóðenda í Bandaríkjunum án þess að þýtt yrði eða túlkað samtímis á íslensku. Miklar umræður urðu um málið í stjórn íslenskrar málnefndar, og á fundi 21. október ályktaði hún ein- róma á þessa leið: Stjórn íslenskrar málnefndar telur ámælisvert að sjónvarpsstöð Ríkisútvarpsins skuli senda út skýringar- og textalaust erlendar stjórn- málaumræður sem íslenskur almenningur fær ekki notið nema kunna erlent tungumál. Ef þess er ekki gætt að daglegar útsendingar séu skiljanlegar öllum landslýð er Ríkisútvarpið að bregðast skyldu sinni. í bréfi frá útvarpsstjóra, dags. 26. októ- ber 1992, kemur fram að Ríkisútvarpið leitaði samþykkis menntamálaráðu- neytis við því að endurvarpa fyrrgreindu efni, og ráðuneytið hafði ekkert við það að athuga. Útvarpsstjóri telur ofmælt að erlendar stjórnmálaumræður hafi verið sendar út „skýringar- og textalaust“. Sennilega er þá haft í huga að umræður voru í sjónvarpinu að loknum hinum beinu útsendingum. 31

x

Málfregnir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Málfregnir
https://timarit.is/publication/1146

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.