Félagsblað Sambands íslenzkra barnakennara - 01.11.1930, Blaðsíða 4

Félagsblað Sambands íslenzkra barnakennara - 01.11.1930, Blaðsíða 4
Fjelags'blað Kcnnarasambandsins „ I. 1.-2. -2- 2. Útdrætti úr fundargerðiam, skýrslur og orðsendingar st jórnarinnar og starfandi nefnda innan;-sambandsins og einstaklinga, sem vinna í Þjónustu Þess. 3. Stuttar ritgerðir, rjettir o.fl. sem einungis varða Kennarasam- bandið eða kennarastjettina. Hinsvegar er blaðinu ekki æt'lað að flytja langar ritgerðir um uppeldismál, enda er til Þess annað blað, Þar sem telja má víst, að "Mentamál1' hef ji mjög bráðlega göngu sína aftur. Nú kann einhverjum að virðast, aö stjórnin færist fullmikið í fang, að stofna blað án sjerstakrar samÞyktar ársÞings. Kn stjórnin gerir í raun og veru eleki annað en skyldu sína. ÁrsÞing sambandsins 1929 fól henhi að senda fjelögum öðru hvoru útdrátt úr fundargorðum hennar, og skyldi kostnaður sá, er af Því leiddi, greiddur úr sam- bandssjóði. Á ársÞinginu 1930 var vítt tómlæti hennar um útsendingu fundargerðanna. Bn blað eins og Þetta er heppilegast og hagkvæmast til framkvæmda Þeim hugmyndum, sem vöktu fyrir ársÞingunum 1929 og 1930 í Þessupa málum. V Samkvæmt samÞykt á ársÞingi 1929 verður fjelagsmönnum sent blað- ið ókeypis, Kostnaðurinn við útgáfu blaðsins vonar stjórnin að sam- bandinu bætist, að minsta kosti að einhverju leyti, með aukningu skil- vísra f jelaga.. Og er heitið á alla vini sambandsins að leggja Þessu máli liö sitt. 10. ÁRSÞING Ssnibands^ íslenskra barnakennara. Háð í Reykjavik 21. júní - 30. júní 1930. Þingiö var sett 21. júní kl. 10 árdegis í Iðnó. Formaður sam- bandsins, Helgi Hjörvar, setti Þingiö og bauð kennara og gesti vel- komna. Gat hann Þess, að sakir annríkis heföi stjórn kennarasambands- ins ekki unnist tími tii að undirbúa Þing Þetta sem skyldi. Skýrsla sambandsstjórnar væri Því eigi svo undirbúin, að hún yrði lögð fram í Þingbyrjun, en yrði gefin síðar á Þinginu. Var Þá gengið að Þingstörfum samkvean.t dagskrá. I. mál. Skipun starfsmanna. Formaður skipaði fundarstjóra Guðjón Guðjónsson kennara í Reykja- vík. Nefndi hann sjer til aðstoðar Böðvar Guðjónsson úr Hnífsdal.

x

Félagsblað Sambands íslenzkra barnakennara

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsblað Sambands íslenzkra barnakennara
https://timarit.is/publication/1148

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.