Félagsblað Sambands íslenzkra barnakennara - 01.11.1930, Blaðsíða 5

Félagsblað Sambands íslenzkra barnakennara - 01.11.1930, Blaðsíða 5
gjelags'blað Kennarasantbandsins. I. 1.-2. -3- Dyravöfður var skipaður Skúli Guðmundsson kennari í Þykkvabœ. Ritarar voru skipaðir Stefán Sigurðsson skólastj. í Reykholti í Biskupstungum og Svafa Þórleifsd. skólastj. á Akranesi. Nefndu Þau sjer til aðstoðar Sigmund Þorgilsson í Ysta-Skála undir Eyja- fjöllum og Lárus Halldórsson kennsra é Brúarlandi í Mosfellssveit. Skipuö voru í kjörnefnd Hermann Eyjólfsson, kennari á Grímslaek í Ölfusi, og Stefanía ólafsdóttir, kennari á Siglufirði. Nefndu Þau Þriðja mann í nefndina Guðrúnu Diðriksdóttur, kennara í Hraungerðis- hreppi. II. mál: Almeuna lestrarprófið 1950, Prummælandi var Bjarni M. Jónsson. Pór hann fyrst nokkrum orð- um um próf alment. Minti á, að aldrei yrði árangur kenslu mældur nema aö nokkru leyti, en hið ómælda misti í engu að gildi, Þótt mælt sje sem nákvæmast Það, sem mælanlégt er. Taldi hann lestrarpróf meö sama sniði og Þau, er fram fóru síöastliðið vor, mjög geta stutt kennara til Þess að taka eigi inn i skóla ólæs hörn* Lestrarpróf meö hinu gamla sniði geti aftur á móti verið mjög villandi, sökum mismunandi mælikvarða. kennara og prófdómenda viðsvegar um land. Præðslumála- stjórn gæti og fengið gleggra yfirlit yfir lestarkunnáttu harna i landinu með Því að árangur kenslunnar sje skjalfestur á Þann hátt, sem gjört var siðastliöið vor. Loks skoraði hann á fundarmenn að skýra frá reynslu sinni af prófi Þessu, og láta ótvírætt í Ijós Þá galla, er Þeir hefðu oröið varir, svo að hætt yrði úr Þeim síðar. Þá tóku til máls Arnhjörg Steinádóttir. Var hún meömælt próf- aðferðinni, en taldi hins vegar að' kennurum væri oft nauðugur einn kostur að taka ólæs hörn i skóla. Pundi frestaö kl. 12 á hádegi. Kl. 1 e.h. var fundur settur á ný. Þorsteinn G. Sigurðsson stýrði fundi, vegna forfalla fundarstjóra. Hófust nú framhald.sumræð- ur um lestarprófiö. Stefanía ólafsdóttir kvað letrið á lesefninu hafa verið of smátt fyrir ung hörn. ísak Jónsson taldi óheppilegt, að ekki mætti leiðrjetta harn, sem les rangt á slíku prófi, Því aö eitt orö, rangt lesiö, gæti valdiö Þvi, að fleiri yrðu röng á eftir, ef ekki væri leiðrjett. Fleira taldi hann og, sem prófinu hefði ver- iö áhótavant, svo sem Það, aö valin hefði verið óheppileg og óalgeng orö. Ölafur Þ„ Kristjánsson og Bjarni M. Jónsson mótmæltu Þéssu. Töldu Þeir, að á sliku prófi ætti ekki við að leiðrjetta, Þótt slíkt hentaði við lestrarkenslu.- Auk áðurtalinna ræöumanna tóku Þessir til máls: Svafa Þórleifsdóttir, Guðjón Guðjónsson, Klemens Jónsson, Sigmundur Þorgilsson, Arnhjörg Steinadóttir og Helgi Guðmundsson. Engin tillaga korii fram, og með Því að umræður tóku að dofna var málið tekið út af dagskrá. Poindi frestað kl. 3,15. Pundur var settur á ný kl. 4,30.

x

Félagsblað Sambands íslenzkra barnakennara

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsblað Sambands íslenzkra barnakennara
https://timarit.is/publication/1148

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.