Félagsblað Sambands íslenzkra barnakennara - 01.11.1930, Blaðsíða 6

Félagsblað Sambands íslenzkra barnakennara - 01.11.1930, Blaðsíða 6
FjelagsTplaö Kennarasajn'ba.násins. I. 1.-2. 4- III. mál: Hámsskráin. Frummælandi var Guðjón Guðjónsson. Hvatti hann fundarmenn til að láta í ljósi álit sitt um reynslu á námsskránni, Því að eftir hendingum Þeirra, sem hefðu reynt hana og athugað, mundi verða reynt að hæta um Þáágalla, sem í ljós hefðu komið, Auk málshefjanda tóku Þessir til orða: Bjarni M. Jónsson,Svafa Þórleifsdóttir", Sigmundur Þorgilsson, Sigurður Heiðherg, Stefán Sig- urðsson, Klemens Jónsson, Arnhjörg Steinadóttir og Ólafur Eiríksson. Hnigu umræður helst i Þá átt, að námsskráin væri uin of miðuð við stærri skóla, og Þá staði, sem hafa fært skólaskyldualdur niður fyr- ir 10 ár. Annarsstaðar mundi ókleift reynast að fylgja henni til fullnustu. Guðjón Guðjónsson henti Þá á, að heppilegt mundi vera, að sem flestir Þeir kennarar, sem hefðu athugasemdir að gera við námsskrána, send.u Þær skriflega til fræðsluniálanefndar. Yrðu Þær Þá til álita við væntanlega endurskoðun námsskrárinnar. , Því næst var málið tekið út af dagskrá. IV. mál: Innköllun árgjalda. Sigurður Heiðherg kvaðst hafa orði'ð Þess vís, að mönnum, sem skulduðu iðgjöld fleiri ára til Kennarasamhandsins, hefði verið gef- inn kostur á aö greiöa einhvern hluta skuldarinnar og fá uppcjöf hins hlutans. Gætu Þeir svo veriö fjelagsmenn áfram, ge^n Því aö greiða árgjöld. sín skilvíslega. Þá hefði hann skrifað stjorn Kennarasam- handsins, og gert fyrirspurnir á Þessa leið; "Er stjórnin Þessu sam- Þykk, og í öðru lagi, er Þet.ta heimilt samkvæmt lögum Kennarasamhands- ins?" Þar sem stjórnin hefði eigi svarað. Þessu, óskaði hann nú svars. Guðjón Guðjónsson skýrði frá Því, að hrjef Sigurðar Heiðherg heföi ekki verið tekiö til meðferðar á stjórnarfundi. Hinsvegar væri Þetta iðgjaldamál óútkljáð, og stjórnin hefði enn ekki ákveðið, hvaða ráða hún neytti til að koma Þessu í lag. En Það taldi hann stjórnina hafa fullan rjett til að ákvarða, og Þá fyrst, er Þær ákvarðanir heföu VErið teknar, og Þeim heitt, væri éstæða til að víta Þær, eða láta kyrt vera, Þá var fundi frestað. Sunnudag 22. júni hófst fundur á ný. V. mál: Launamálið. ■ Frummælandi var Guöjón Guðjónsson. Rakti hann fyrst sögu launa- málsins, aöd.raganda launalaganna 1919, og árangur Þeirra. Því næst skýrði hann frá störfum launanefndarinnar. Hafði hún heint störfum að Þvi tvennu: að rannsaka hvert væri, eða gæti verið, lágmark ÞUrft- arlauna, og í öðru lagi að safna skýrslum um laun kenhara í nágranna- löndum vorum. Eftir Þessu haföi nefndin gert hráðahirgðatillögur, og

x

Félagsblað Sambands íslenzkra barnakennara

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsblað Sambands íslenzkra barnakennara
https://timarit.is/publication/1148

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.