Vestfirska fréttablaðið - 08.02.1978, Blaðsíða 4

Vestfirska fréttablaðið - 08.02.1978, Blaðsíða 4
Hefur hug á framleiðslu steinsteyptra húseininga Jón Þórðarson, bygging- armeistari hefur sótt um stækkun á athafnasvæði fyrirtækja þeirra, er hann veitir forstöðu, Steiniðj- unnar hf., Vesttaks hf., og Garðs hf. við Grængarð. Hefur Jón hug á að hefja framleiðslu steinsteyptra húseininga og telur hann þurfi aukið landrými frá því sem nú er, fyrir hús og geymslusvæði. Sigurður Eyjólfsson, hjá Verkfræðiskrifstofu Sigurðar Thoroddsen hf. hefur gert uppdrátt af svæðinu, sem hér er um að ræða, og fylgir hann hér með til skýringar. I bréfi til Steiniðjunnar, segir Sigurður Eyjólfsson, að samkvæmt lauslegum útreikningum virðist svo, sem ýmsar forsteyptar bita og plötueiningar, framleiddar hér, eigi að geta verið á samkeppnis- færu verði við samsvar- andi einingar úr strengja- steypu, framleiddar í Reykjavík. Þá telur Sig- urður að miklir mögú- leikar séu á framleiðslu veggjaeininga í íbúðar og iðnaðarhús. í rökstuðningi með lóð- arumsókninni segir í bréfi Sigurðar meðal annars: „Ljóst er að sú lóð, sem afmörkuð hefur verið af hálfu bæjaryfirvalda tak- markar eðlilegan vöxt fyrirtækisins í framtíð- inni, þar sem segja má að það svæði sé fullnýtt nú þegar. Lagt er til, að lóðin verði stækkuð til norðurs í átt að fyrirhuguðu á- haldahúsi bæjarins, en vegi sem þar er áætlaður niður á planið sleppt. f staðinn yrði möguleiki á akstursleið milli Steiniðj- unnar og Netagerðarinn- ar upp á Seljalandsveg. Einnig er hægt að tengja Seljalandsveg aðalvegin- um innan við Grænagarð. Þarna nyrst á lóðinni er ætlaður staður fyrir hús til framleiðslu á steyptum húseignum og etv. aðstöðu til viðgerða á tækjum. Framleiðsla á steyptum einingum yrði mest yfir vetrartímann og þarf því að gera ráð fyrir verulegu geymslusvæði fyrir þær við húsið.” Þegar núverandi at- hafnasvæði fyrirtækjanna var ákveðið, var áformað að Seljalandsvegur yrði aðalakstursleiðin út úr byggðinni á Eyrinni að Engi, að sögn Jóns Þórð- arsonar, og því þörf fyrir góða tengibraut þaðan niður að stofnbraútinni meðfram sjónum, norðan við núverandi athafna- svæði. ,,Nú tel ég hins- vegar, breyttar forsendur, þar sem vegurinn verður fljótlega lagður með sjón- um alla leið milli Hafn- arstrætis og Djúvegar, við Ósbrú,” sagði Jón, „Þá tel ég ekki þörf á teng- braut á þessum stað, heldur má tengja Selja- landsveginn við stofn- brautina innan við Stein- iðjuna, eða innan við Netagerð Vestfjarða.“ 0 GROHE .... .. — -s VATN+VELLÍÐAN VESTUR-ÞÝSK ÚRVALSVARA GROHE BLÖNDUNARTÆKI Fyrir eldhús Fyrir baðherbergi Fyrir þvottahús Margar gerðir með og án hitastilla Innbyggð og utanáliggjandi. Fyrirliggjandi í versluninni að Fjarðarstræti 16. DANFOSS OFNKRANAR — SJÁLFVIRK HITASTILLING — STÁLVASKAR í ELDHÚS BAÐ OG ÞVOTTAHÚS. ALLT EFNI TIL VATNSLAGNA, FRÁRENNSLISLAGNA OG HITALAGNA. Ké'RveÞtk Í^I XSARZRfeX tt-- . Ifl Bátur til sölu Mjög vel með farinn 5 tonna bátur til sölu, SVANUR ÍS-570. Upplýsingar í síma 7624 Tauþurrkari! Taka lítið Eru ódýrir ætlaðir til að festa á vegg Verslunin Kjnrtnn R. Guðmundsson ísafirði - Sími 3507

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.