Vestfirska fréttablaðið - 08.02.1978, Blaðsíða 10

Vestfirska fréttablaðið - 08.02.1978, Blaðsíða 10
10 tJiH/fíMwlu) Okkur hér á VF langaði hins vegar að forvitnast eitt- hvað um starfsemi Iðnskól- ans á ísafirði, vegna þeirrar miklu umræðu sem farið hefur fram að undanförnu um verk- og tæknimenntun í landinu. Þessum skóla er ætlað að þjóna VestFirðingafjórðungi og munu nálægt 90% nem- enda koma úr fjórðungnum. Við Iðnskólann eru starf- ræktar fimm mismunandi námsbrautir, þ.e.: 1. Bóklegt iðnnám helstu iðngreina lokaprófs. 2. Vélskóli, l.,2. og 3. stig. 3. Stýrimannaskóli, 1. stig. 4. Tækniteiknun til loka- prófs. 5. Tækniskóli: Undirbún- ings- og raungreinadeild. Hið opinbera nafn skól- ans „Iðnskólinn ísafirði“, veitir þvi takmarkaðar upp- lýsingar um eðli skólahalds- ins. I raun má segja að Iðn- skólinn sé smækkuð mynd af þvi skólaformi sem nefnt hefur verið „fjölbrautar- skóli“ og mikið er hampað nú á tímum. Við höfðum samband við Valdimar Jónsson, skóla- stjóra Iðnskólans, og báðum hann að segja okkur í stuttu máli frá stöðu skólans í dag og hvert hann teldi æskilegt að stefndi í þessum mál- um. „Verkmenntunin hér á landi er vanþróuð. Það hef- ur lengi verið þannig, að nemendum hefur verið mis- munað eftir þeirri fram- haldsmenntun sem þeir hafa valið. Aðstöðumunur- inn hefur verið slíkur, að hann er með öllu óverjandi, sé gengið út frá lýðræðisleg- um forsendum. Iðnskólinn hér er dæmi um þetta, þó er hann betur settur en margir aðrir. Ástæðan fyrir því að iðn- skólar eru svona framlágir er ekki síst rekstrarformið. Þeir eru reknir af fjárvana sveitarfélögum, og er oft kvartað undan því að ríkið skili ekki sínu til skólamála, en þar standa sveitarfélögin sig enn verr en ríkið. Hins vegar má gera sér vonir um að þessi mál verði endur- skoðuð í heild vegna þessa nýja frumvarps um fram- haldsskólahald. I frumvarp- inu er gert ráð fyrir því að kostnaðarskipting verði sú sama við alla framhalds- skóla. Við erum í þessu efni töluvert á eftir nágranna- þjóðunum. Sérstaklega vantar samverkan milli verkmenntunarskóla og at- vinnulífs. Meðan tæknivæð- ingin var minni skilaði meistarakerfið árangri, en í dag ræður það ekki við fag- legu hlið menntunarinnar. Viðbrögðin við þessu hafa verið þau, að skipulagðir verði verknámsskólar, og til að ná viðhlítandi árangri, að verknámið verði flutt í skólana eða skipulagt sem samvinna skólanna við aðila á vinnumarkaðnum. Upp á þetta hefur verið stilað í þeirri verkmenntunarróm- antík, sem svo mikið hefur borið á að undanförnu, ,Með þessu næst fram tvennt: stofnkostnaður spar- ast verulega og nánari tengsl skapast við atvinnu- lífið og þarfir þess. Hér á ísafirði er allur jarðvegur fyrir slíkt. Bæði málm- og tréiðnaðarfyrir- Verklegt nám. Innilegar þakkir sendum við þeim fjölmörgu, er sýndu okkur samúð, og styrktu okkur með hlýhug og gjöfum, við andlát eiginmanns míns Elíasar A. ívarssonar, Eyrargötu 8, ísafiröi Alveg sérstaklega vil ég þakka skipverjum og útgerðarmönnum á m/b Víkingi III., m/b Guð- nýju, m/b Orra og b/v Guðbjarti ÍS-16 þá rausnar- legu peningagjöf er þeir hafa fært okkur. Guð blessi ykkur öll Fyrir mína hönd og fjölskyldu minnar GUOMUNDA GESTSDÓTTIR (frímínútum. tæki eru í nánd við skólann, sem sýna hve þetta er nær- tækt. Það sem vantar er skipulagsátak frekar en miklar fjárfúlgur. Uti á landsbyggðinni yrði fyrst og fremst um að ræða skipulagt grunnám. Nem- endum yrði skilað frá skól- unum með 1-2 ára verk- þjálfun. Það er lengra í það, að verknámið verði algjör- lega flutt inn i skólana. Það krefst meiri sérhæfingar en hægt er að koma við úti á landi. Það myndi þýða meiri stofnkostnað á hvern nemanda.“ „Er það ekki nokkuð seint, að fara að huga að þessum málum fyrst nú?“ ,JÚ, því þörfin er augljós úti á landi. Við þekkjum mörg dæmi héðan úr ná- grenninu um það, að verk- takar eru sóttir í aðra fjórð- unga, sem þýðir að fjármun- ir renna út úr byggðarlag- inu. Einmitt það gæti ýtt undir jákvætt viðhorf sveit- arstjórnarmanna til þessara mála, því þeim hlýtur að vera kappsmál í því, að fyrir tæki sem vinna í byggðar- laginu greiði sín aðstöðu- gjöld og útsvör til þess sama byggðarlags.“ „Hefur bærinn sýnt af sér deyfð í málefnum Iðnskól- ans?“ „Það hefur verið ríkjandi forlagatrú í málefnum skól- ans. Hann hefur átt við mikla starfsrækslu- og að- stöðuerfiðleika að stríða frá upphafi. Flestir eru þó sam- mála um, að bæjarfélaginu sé akkur í skólahaldinu. T.d. mun vera allt önnur aðstaða með að útvega vélstjóra á fiskiskipaflotann eftir að vél- skólinn kom hér. Þá má geta þess, að a.m.k. fimm tæknifræðingar, sem starfa hér fyrir vestan eru uppr- unnir úr þessum skóla. Skól- inn bindur fólk á staðnum eins og skólahald yfirleitt. Aðstaðan sem við erum í núna er á mörkum þess að vera þolanleg. En hitt er fyrirsjáanlegt, að ef skólinn á að fá að þróast eðlilega, þá þarf hann aukið svigrúm.” „Er ekki hætt við, að skól- ar af þessu tagi í ekki stærra byggðarlagi, verði of ein- hæfir?“ „Að vísu er ekki hægt að sinna mjög fámennum iðn- greinum, en öllum helstu iðngreinum má reikna með að þeir geti sinnt. Séu náms- brautir teknar saman er hægt að standa betur að þessu en ella. Ef þeir skólar sem hér starfa undir sama þaki, væru einir og sér hver um sig, þá væri útkoman mjög óhagstæð. Reyndar væri óhugsandi að starf- rækja stýrimannadeildina, ef þetta skipulag væri ekki fyrir hendi. Annars hafa ólíklegustu iðngreinar verið kenndar hér þrátt fyrir ónóga að- stöðu. Og það er alltaf spurning, ef tveir menn vilja t.d. fara í kjötiðn, hvort loka eiga hreinlega á þá eða hvort bjarga eigi í horn. Þegar um er að ræða iðn- greinar sem eru sjaldgæfar og lítil eftirspurn er í, þá er sjálfsagt að reyna að ná samstarfi við stærri skóla (t.d. í Reykjavík) og reyna þannig að sjá um að námið sé nemendum ekki óeðlilega erfitt, Þetta væri hægt að leysa með skipulagi á lands- mælikvarða. Stóru skólarnir fyrir sunn- an eiga erfitt með að taka við nemendum utan af landi t.d. í hárgreiðslu. Fimm til sex manns hafa komið að tali við mig og óskað eftir að hefja nám í hárgreiðslu, en því hefur ekki verið hægt að sinna. Þetta litla dæmi sýnir þörf- ina á einhvers konar skipu- lagi á landsmælikvarða. Ef hráefnis öflun verður ekki eins og áður aðalat- vinnuvegurinn hér og ef iðnaðinum er ætlað að taka við, þá verður jafnframt að efla menntun á því sviði. Það er komið í lög að stofna eigi hér fiskvinnsluskóla. Það er hvergi upplagðara að stofna hann en einmitt hér.“ „Innan Iðnskólans.“ „Ekki endilega, en náin samvinna og skipulagsleg tengsl verða að vera milli framhaldsskólanna hér á staðnum, þótt þeir verði stjórnunarlega aðskildir. Það gæti líka farið vel á því að hafa þá undir sama þaki stjórnunarlega. Slík samvinna og tengsl gætu auðveldað fólki að söðla um í námi, þannig að ef rafvirkja langaði til að verða prestur, þá fengi hann metið að einhverju leyti sitt rafvirkjanám. Eins myndi véla- og tækjakostur og kennaralið nýtast mun bet- ur. Það er fráleitt að mínu mati að stúka þetta skipu- lagslega í sundur. Enfremur tel ég nauðsyn á því, að sveitarstjórnir hafi stjórnunaraðild að þessum skólum og geti mótað þá þannig að þeir þróist upp í tengslum við atvinnulífið á staðnum, en verði ekki mið- stýrðir að sunnan. Mér hefur virst sem for- ráðamenn hafi litið á fjöl- brautarskóla-hugmyndina sem einskonar töfraorð, sem leysi af hólmi undirbúning og uppbyggingu heima fyr- ir. Vera má að þetta sé töfraorðið, en það kemur ekki í staðinn fyrir uppbygg- ingu heima fyrir. Þá er gott að hafa það í huga, að framhaldsskólarnir hér á ísafirði geta skilað árangri sem fjölbrautarskóli, þótt þeir séu stjórnunarlega aðskildir." Niðurlag greinarinnar, þar sem rætt er við þá Finn Finns- son og Daníel Kristjánsson, birtist í næsta blaði. óg.

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.