Vestfirska fréttablaðið - 20.12.1978, Blaðsíða 9

Vestfirska fréttablaðið - 20.12.1978, Blaðsíða 9
Græni risinn kati heimsækir ísafjörð í níunda tölublaði, sem kom út fyrri hluta maímán- aðar mátti reka augun í fyr- irsögn sem hljóðaði svo: Græni risinn káti kemur til ísafjarðar. Við nánari athug- un á efni greinarinnar kem- ur í ljós að hér er um að ræða heimsókn liðsmanna úr björgunarsveit varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli. Nafn björgunarsveitarinnar er á frummálinu The Jolly Green Giant og komu liðsmenn hennar á Sikorsky þyrlu og lentu á Sjúkrahústúninu. „Barinn sómasamiegi“ Tuttugasta og fjórða dag maimánaðar leit dagsins ljós 10 tölublað Vestfirska frétta- blaðsins á árinu 1978. Þar svarar Ólafur B. Halldórsson stjórnarformaður Hótel ísa- fjörður h.f. skrifum blaðsins Vestfirðings um hótelmálið. í grein Ölafs koma fram ýmsar merkar upplýsingar og segir hann m.a. Dylgjur tæpast svaraverðar „Tæpast þykja mér svara-. verðar dylgjur greinarhöfund ar um, að með þátttöku bæj- arsjóðs í hótelbyggingunni sé verið að fótumtroða önnur framfaramál bæjarfélagsins, svo sem framlag til æskulýðs- Ragnar H. kjörinn heiðursborgari í sama tölublaði er þess getið að Ragnar H. Ragnar starfsemi og verkamannabú- staða. Fréttin um „barinn sómasamlega“ barst stjórn hótelsins fyrst í Vestfirðingi. Ég get upplýst greinarhöf- und um, að bæjarfulltrúar hafa aldrei sett neinn bar að skilyrði fyrir þátttöku bæjar- sjóðs í félaginu og ef það er eitthvað sáluhjálparatriði, þá hefur ekki verið teiknaður bar í þann byggingaráfanga sem fyrirhugað er að ráðast í.“ í byrjun júní kemur út ellefta tölublað og í því er greint frá sjómannadeginum <og hátíðarhöldum þann dag. Meðal annars er greint frá því að sjómannadagsmorg- unn hafi verið farin hópsigl- ing á fjórum skipum með fjölda fólks og að þessi hóp- sigling njóti mikilla vin- sælda. hafi verið kosinn heiðursborg- ari ísafjarðarkaupstaðar fyrir ómetanleg og fórnfús störf að söngmennt og tónlistarmál- um í kaupstaðnum um þrját- íu ára skeið. í Vestfirska fréttablaðinu, sem kom út 5. júlí er skýrt frá því að meirihlutasam- starf hafi tekist með sjálf- stæðismönnum og óháðum borgurum í bæjarstjórn ísa- fjarðar. í þessu sambandi er þess einnig getið að Bolli Kjartansson hafi verið end- urkjörinn bæjarstjóri og Guðmundur H. Ingólfsson verið kjörinn forseti bæjar- stjórnar. í sama tölublaði er þess einnig getið að fjórir bátar stundi úthafsrækjuveiðar frá verstöðvum við ísafjarðar- djúp. í viðtali við Böðvar Sveinbjarnarson kom fram 9 Glsting í Reykjavík -sérstakt vetrarverö Hótel Loftleiðir býður sérstakt verð á gistingu að vetri til, tveggja manna her- bergi á 4.100.- kr. og eins manns á 2.100.-. bar gefast fleiri kostir á að njóta hviidar og hressingar en annars staðar: allar veitingar, hægt að snæða i veitinga- sal eða veitingabúð - fara í sauna bað og sund. Og innan veggja hótelsins er verstun, snyrti-, rakara- og hárgreiöslustofa. Strætisvagnaferðir að Lækjartorgi. Njótið þægilegrar dvalar og hagkvæmra kiara. m hotel LOFTLEIÐIR Sími 22322 Riðu á Þingvelli að úthafsrækjan væri miklu stærri og betri, heldur en sú rækja, sem fengist í Djúpinu. Til dæmis um það sagði Böðvar að um 120 stk. færu í hvert kíló af úthafsrækjunni, en af rækjunni úr Djúpinu væri ekki óalgengt að 280 til 300 stykki þyrftu í kíló. Ætlaði að færa Láru blóm í þrettánda tölublaðinu, sem kom út eftir miðjan júlí- mánuð voru myndir af þeim atburði, þegar sjórallbátt- arnir komu til ísafjarðar. í annari grein, sem bar fyrir- sögnina „Rólegt hjá ísa- tjarðarl6greglunni“ segir að það hafi verið rólegt hjá lög- reglunni helgina áður og það, sem helst hafi verið til tíðinda hjá þeim hafi verið að maður nokkur hugðist taka á móti sjórallsbátunum með blómum. Fór hann inn í húsagarð annars manns til að afla þeirra, en það var lögreglan sem tók við blóm- unum, sem ætluð voru Láru, á rallbátnum 03, Láru. í fjórtánda tölublaði er greint frá miklu ferðalagi vestfirskra hestamanna og undir fyrirsögninni ,Riðu á Þingvelli og heim aftur“ seg- ir m.a.: Sex Vestfirðingar, frá ísa- firði og Bolungarvík, fóru ríðandi á Landsmót hesta- manna, sem haldið var að Skógarhólum í Þingvalla- sveit, 12.-16. júlí sl. Höfðu þeir 18 hesta með í förinni og lögðu upp frá Bæ í Reyk- hólasveit laugardaginn 8. júlí, en komu heim eftir 19 daga ferðalag með þátttöku í Landsmótinu, hinn 26. júlí.

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.