Vestfirska fréttablaðið - 20.12.1978, Blaðsíða 17

Vestfirska fréttablaðið - 20.12.1978, Blaðsíða 17
I vestfirska 1 bróður mínum, fyrstum manna frá því að við værum búin að opinbera. Hverjum? Nú, auðvitað séra Þorvaldi prófasti, föðurbróður mín- um. Ég var búinn að panta hringina hingað upp. -Ég hitti séra Þorvald á götu og bauð honum upp til mín. Ég bjó þá á bak við þar sem Útvegsbankinn er núna. Við töluðum margt saman og hann tók mér vel og kvaddi mig með góðurn ósk- um. Þegar ég var búinn að segja prófastinum frá þessu, fer ég til fundar við Asu. -Jæja, best að við löbbum niður í Neðstakaupstað til Árna og segjum honum að við séum að opinbera. -Þegar við komum hérna ofan í Mjósundin þá mætt- um við pabba mínum. Hann var sá fyrsti, sem fékk að vita þetta líka og ég vildi að hann sneri við og kæmi með okkur til Árna. Én hann var ánægður með þennan ráða- hag, en vildi ekki snúa við, hann var rétt að koma frá Árna. Hann var í rauninni ekkert að spekúlera í þessu, það var daglegt brauð í hans augum að fólk trúlofaði sig. En móðir mín var mjög á- nægð yfir þessu. -Jæja, svo förum við nið- ureftir til Árna Jónssonar og konunnar hans og ég segi: -Ja, við erum hér komin með hringina. -Ja, já, segir hann. -Kalli (Riis, mágur Ásgeirs og með- eigandi Ásgeirsverzlunar á- samt Árna þegar hér var komið að sögu) -sæktu flösku af kampavíni, minna get- urðu ekki gert það. Það var tekinn tappinn úr flöskunni með bang og skálað fyrir okkur. Þetta var sumarið 1913. Kampavínið í Neðstakaup- stað var löngu hætt að freyða, bólurnar höfðu sprungið hver af annarri og mjöðurinn sjatnað. Eldskin ástarbrímans dofnaði í önn og erli dagsins. Við tók dag- urinn, hausta tók og myrkur vetur fór í hönd. En trúlega hefur ástareldurinn yljað ungu hjónaleysunum þá tíð þótt engar fari af því sögur. -Ég gerði það fyrir þá í Ásgeirsverzlun rétt á eftir þessa opinberun, að fara vestur í Súgandafjörð í sjúkraforföllum verzlun- stjórans. Árið eftir giftum við okkur. Brúðkaupsdagurinn rann upp. Nú man Jón Grímsson vel atvikarásina. Hann er ungur og frár á fæti, „ég var snoppufríður", segir hann, en hún glæsileg kona. -29. september 1914. Auð- ar götur, yndislegt veður, ísafjörður skartar sínu feg- ursta. Sannkallaður dýrðar- dagur, míns bæjar, míns lífs. -Auðvitað giftum við okk- ur í kirkju, Isafjarðarkirkju, Kirkjubrúðkaup voru ekki algeng þá. En prófasturinn, Högni Torfason, fyrrum ritstjóri Vesturlands, höfundur þessarar frásagnar, ræöir við Jón Grímsson á heimili Jóns að Aðalsfræfi 20 fyrir fáeinum árum. séra Þorvaldur Jónsson, var föðurbróðir minn og annað kom ekki til rnála. -Blessaður tengdafaðir ntinn var minn svarantaður. Við sátum þarna saman í kórnum og biðum eftir brúð- urinni. Kirkjan var orðin troðfull, bæði uppi og niðri, og sumt var farið að standa á gólfinu. Ég var orðinn log- andi hræddur um að Ása kæmist ekki inn kirkjugólfið. -Það bætti ekkert urn sálar- ástand mitt að konsúllinn var ekkert að styrkja taugar mínar, hann var svo fjári ,,spydig“, karlinn, hann var alltaf að „krítísera" hin og þessi andlit, eins og hann orðaði það, sem hann sá bregða fyrir meðal kirkju- gesta. Þú getur rétt ímyndað þér hvernig mér leið. Ég var ekkert sérlega móttækilegur fyrir svona kommentar um fólk, kirkjugesti, sem komnir voru til brúðkaups okkar. -Heyrðu, sagði hann, þetta er þjóðin. Þetta var svo sem ekkert undarlegt. Marg- ir slógu um sig með orðinu „þjóð“ í þá daga. Þjóðin vildi þetta, þjóðin heimtaði þetta, þjóðin heimtaði allan andskotann. Þetta voru hans gamanmál á mestu alvöru- stund lífs míns. -En öll él styttir upp urn síðir, segir skáldið. Mér líð- ur aldrei úr minni þegar brúðurin tilvonandi gekk í kirkjuna. Ég hafði hlustað á konsúlinn annars hugar og mig greip mikill fögnuður þegar kirkjuklukkunum var loksins hringt. Stundin var runnin upp. Ása hafði beðið Davíð Scheving Thorsteins- son lækni að vera svaramann sinn. Allt í einu luktist upp hurð og inn marséraði þetta fallega par. Davíð Scheving, þessi glæsilegi maður, og konuefnið mitt, ung og falleg stúlka, indæl brúður. -Mér líða sem í leiðslu næstu stundir í kirkjunni. Mér finnst að ég heyri enn, mjög óljóst, hvað prófastur- inn var að segja, hvað var spilað og hvað var sungið. Hví skyldi ég muna það allt? Var ekki sæla mín nóg? -Loks var athöfnin búin, einhvern veginn leið þetta hjá. Það næsta, sem ég man eftir, var að organistinn spil- aði brúðarmarsinn og fólkið í kirkjunni var svo elskulegt og kurteist, að það lofaði okkur að fara á undan öll- um. Mikið þótti mér vænt um mína ísfirðinga þá. -Við gengum niður göt- una, gamla Hafnarstrætið, sæl og glöð, áttum allan heiminn, allan ísafjörð. Við komum niður götuna og skyndilega byrjar kanonade, þá er þar á ferðinni Árni Riis um borð í gufuskipinu Á. Ásgeirsson og hleypir um leið upp flugeldum, okkur til heiðurs. Ja, svo. Við héldunt áfram göngunni á Hotel Nordpolen, þar sem brúð- kaupsveizlan skyldi standa. Seinna kom Árni í land og heim á Pólinn og var í veizl- unni hjá okkur. Þetta var anzi rnikil og góð veizla hjá okkur og dansað til klukkan þrjú um nóttina. Auðvitað fengum við mikið af brúðargjöfum og þarna voru allir bæjarins Honora- tiores. -Við Ása fórum úr veizl- unni um þrjúleytið um nótt- ina og fylgdumst ekki með því hvort veizlan stóð lengur eða skemur eftir það. Við höfðum um annað og alvar- legra að hugsa. -Ásgeirsverzlun vissi ég átti að halda áfram mínu starfi sem verslunarstjóri í Súgandafirði. Þeir voru svo flott við mig, að þeir lögðu Ásgeir litla (fyrsta gufuskip íslendinga) undir okkur og búslóðina og það var enginn tími til stefnu. Við áttum að fara eftir tvo eða þrjá tíma. Það var enginn tími til neins, ekki hægt að hugsa urn annað en að sofa. Ég svaf á dívan og hún í rúminu í sinu gamla herbergi. tekin, er Jón Grrmsson -Svefndrukkin og sæl héld- um við til skips. Ég man það enn hvað mér fannst furðu- legt að mestur parturinn af fólkinu, sem var í veizlunni, fylgdi okkur til skips. Skyldi það hafa lagt sig á milli? -Faðir minn sálugi sat líka þessa veislu og það má í annála færa, að hann dó ná- kvæmlega fimm árum síðar, 29. september 1919, á fimm ára brúðkaupsafmæli okkar. Hugurinn reikar víða þeg- ar maður rifjar þetta upp. Mest þegar við vorum að labba niður götuna hérna og við fundum hvað allir voru elskulegir við okkur, ungu brúðhjónin. Já, það er rétt, vitanlega var þetta viðburð- ur í bæjarlífinu, ég er nú hræddur um það, ísfirðingar taka ævinlega þátt í gleði og sorg hvers annars. -Jæja, ég er nú ekki kom- inn lengra en um borð í Ásgeir litla með mína brúð- ur og okkar hafurtask. Svo ýtum við frá landi og sem við erum komin spölkorn frá bryggjunni förum við fram- hjá gufuskipinu Á. Ásgeirs- son. Það kostaði bara ekki neitt annað! Þá er skotið aftur af kanónu og heist upp flögg til að heilsa og kveðja. Pomp og prakt. Þarf að segja meira. Að- eins eftirmála. Hann svarar: -Ása var mjög glæsileg kona, mjög falleg ung, fríð kona og mikið stof í henni. Mikil húsmóðir, starfsöm og mikil móðir. Hún reyndist mér vel og við vorum ákaf- lega samhent. Hún var mér æviyndi. Þau hjónln Jón og Ása með elsta son sinn, Hjört. Þegar myndin er verzlunarstjóri Ásgeirsverzlunar í Súgandafirði.

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.